Entries by mosfellingur

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðastir

Mosfellsbær er með ánægðustu íbúana og með hæstu einkunn samkvæmt árlegri könnun Capacent Gallup. Könnunin mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 97% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Þetta kemur fram […]

Einar Andri og Afturelding gera nýjan 3 ára samning

Meistaraflokksráð Aftureldingar í handbolta karla og Einar Andri Einarsson þjálfari liðsins hafa gert með sér nýjan samning um að Einar Andri þjálfi lið Aftureldingar næstu þrjú árin. Fyrri samningur Einars Andra rennur út í vor og hefur hann þjálfað liðið síðustu þrjú keppnistímabil með mjög góðum árangri. Einar Andri er yfirþjálfari yngri flokka félagsins auk […]

2017

Þetta verður frábært ár. Ég veit það. Ég byrjaði árið reyndar á því að ná mér í leiðindapest sem gerði sitt besta til að draga úr mér mátt og þor, en hún er farin og ég nú sprækur sem lækur. Ég hef alltaf haft gaman af áramótum. Séð þau sem tækifæri til þess að velta […]

Lýðræðisverkefnið Okkar Mosó sett á laggirnar

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur ákveðið að fara af stað með lýðræðisverkefnið Okkar Mosó á árinu 2017. Verkefnið er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að 25 milljónum króna verði varið í að framkvæma þær hugmyndir sem fá brautargengi. Kosið í rafrænni kosningu […]

Skilaboðaskjóðan frumsýnd 22. janúar

Nú er allt að smella saman í Bæjarleikhúsinu, enda styttist óðum í frumsýningu á Skilaboðaskjóðunni þann 22. janúar. Um 40 áhugasamir listamenn vinna nú hörðum höndum að leik, tónlist, leikmynd, búningum og öllu því sem þarf til að gera stóran söngleik að veruleika. Sagan, eftir Þorvald Þorsteinsson, fjallar um Putta litla sem býr í Ævintýraskógi, […]

„Gott að koma heim og hlaða batteríin“

Undanfarin tvö ár hafa verið viðburðarík hjá strákunum í mosfellsku hljómsveitinni Kaleo. Blaðamaður Mosfellings hitti Jökul Júlíusson, söngvara hljómsveitarinnar, sem staddur er hér á landi í fríi yfir hátíðarnar. „Það er rosalega gott að koma heim og hlaða batteríin. En ég er líka búinn að nota tímann vel í að semja ný lög og texta. […]

Rafræn kosning um íþróttakarl og -konu Mosfellsbæjar

Búið er að tilnefna 17 einstaklinga til íþróttakarls og -konu Mosfellsbæjar 2016. Sjö karlar eru tilnefndir og tíu konur. Íþróttafólkið er kynnt betur til sögunnar annars staðar í blaðinu. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa um tilnefningarnar. Kosningin fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 12.-16. janúar. […]

Sterk liðsheild skiptir mestu máli

Ásgeir Sveinsson framkvæmdastjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. og formaður meistaraflokksráðs karla í handbolta fullyrðir að bestu áhorfendur á Íslandi séu í Mosó Ásgeir Sveinsson hóf störf ungur að árum hjá Heildverslun Halldórs Jónssonar en árið 2008 tók hann við framkvæmdastjórastöðu fyrirtækisins. Þarfir viðskiptavina eru ávallt hafðar í öndvegi og kappkostað er að veita framúr­skarandi þjónustu […]

Fyrsti Mosfellingur ársins

Þann 3. janúar kl. 02:20 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2017 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Það var drengur sem var 3.474 gr og 52 cm. Foreldrar hans eru Sigurður Grétar Ágústsson og Svanfríður Arna Jóhannsdóttir og búa þau í Einiteig 1. Drengurinn er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau Hörpu Dagbjörtu 14 ára […]

Stærsta innanhússsamkoma ársins

Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardaginn 21. janúar. Að vanda fer blótið fram í íþróttahúsinu að Varmá og opnar húsið kl. 19. Miðasala og borðaúthlutun verður föstudaginn 13. janúar á Hvíta Riddaranum og hefst kl. 18. „Þetta er í tíunda sinn sem blótið er haldið í þessari mynd og það er svo til sama fólkið hefur […]

Um áramót

Kæru Mosfellingar! Um áramót er gott að staldra aðeins við, líta um öxl og jafnframt horfa fram á veginn. Höfum við gengið til góðs og hvernig blasir framtíðin við okkur? Árið 2016 var að mörgu leyti mjög viðburðaríkt og merkilegt ár hér á landi sem og úti í hinum stóra heimi. Íslendingar kusu nýjan forseta […]

Köngulóarvefurinn

Ég var að koma heim úr ferðalagi. Fór á staði sem ég hef ekki komið á áður og á staði sem ég hef áður heimsótt. Þetta var frábært ferðalag. Ég lærði margt nýtt og naut þess í botn að vera með mínum nánustu. Það hafði líka mikil áhrif á mig í ferðalaginu að fylgjast með […]

Heilsuárið framundan

Gleðilegt ár kæru Mosfellingar og nærsveitungar! Um áramót eru margir sem setja sér markmið fyrir komandi ár og líta margir á þessi tímamót sem nýtt upphaf þar sem framundan eru 365 óskrifaðir dagar og þar með ótal tækifæri til að efla eigin vellíðan og annarra. Ég sjálf ætla t.d. að temja mér að hrósa meira, […]

Gas- og jarðgerðarstöð rís á Álfsnesi

Nýlega var undirritað samkomulag um tæknilausn fyrir nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi. Forsaga þess máls er að árið 2013 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að frumkvæði Mosfellsbæjar, eigendasamkomulag um ráðstafanir varðandi meðhöndlun úrgangs og byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Ástæða þessa samkomulags var fyrst og fremst sú að urðunarstaðurinn í Álfsnesi hefur verið okkur […]

Kæru bæjarbúar og nærsveitungar

Rauði krossinn í Mosfellsbæ óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegs og farsæls nýs árs. Við viljum þakka kærlega þeim fjölmörgu sem hafa ljáð okkur hluta af því dýrmætasta sem við öll eigum, þ.e. tíma, við að skapa betra samfélag á starfssvæði okkar. Starfssvæði Rauða krossins í Mosfellsbæ er nokkuð stórt og byggðin dreifð. Við störfum […]