Entries by mosfellingur

Eva Rún gefur út sína þriðju barnabók

Lukka og hugmyndavélin í svakalegum sjávarháska er þriðja bók Evu Rúnar Þorgeirsdóttur en hún hefur áður gefið út barnabókina Auður og gamla tréð og aðra bók um uppfinningastelpuna Lukku. „Lukka ætlar að njóta síðustu daga sumarfrísins, liggja í leti og lesa á milli þess sem hún grúskar í uppfinningunum sínum. Foreldrar hennar eru að rannsaka […]

Gott að geta lagt til samfélagsins á efri árum

Jón Sverrir Jónsson í Varmadal er einn af elstu starfandi bifreiðastjórum á landinu. Jón Sverrir hefur alla tíð verið hrifinn af vélknúnum farartækjum. Hann byrjaði ungur að árum að snúast í kringum búvinnutækin á heimilinu, 18 ára starfaði hann á vélskóflum í Kollafirði en um 22 ára aldurinn hóf hann störf sem vörubílstjóri á Vörubílastöðinni […]

Birtir heimildarmynd og segir son sinn saklausan

Hjalti Úrsus Árnason hefur birt á Facebook heimildarmyndina „Fall Risans – rangar sakargiftir“. Þar er fjallað um rannsókn lögreglu og dómsmál á hendur syni hans, Árna Gils. Hjalti sviðsetur atburðarás í meintri morðtilraun sem sonur hans er dæmdur fyrir. Þeir feðgar bera lögreglu og saksóknara þungum sökum og segja að verið sé að fremja dómsmorð […]

Þjónusta við Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi aukin

Stjórn Strætó bs. hefur fallist á ósk Mosfellbæjar að auka þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar með áherslu á þjónustu við íbúa Leirvogstunguhverfis og Helgafellshverfis. Niðurstaðan varð sú að frá og með 7. janúar 2018 mun leið 7 sinna Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi samkvæmt áætlun á 30 mínútna fresti. Gert er ráð fyrir tveimur stoppistöðvum í Leirvogstunguhverfi og […]

Una Hildardóttir nýr formaður VG

Aðalfundur Vinstri grænna í Mosfellsbæ fór fram þriðjudaginn 28. nóvember og var nýr formaður kosinn. Ólafur Snorri Rafnsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og Una Hildardóttir var kosin formaður. Una er 26 ára Mosfellingur og starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Icelandic Lamb. Hún gegnir embætti gjaldkera Vinstri grænna og hefur áður sinnt ýmsum […]

Theódór Kristjánsson sækist eftir 5. sæti

Theódór Kristjánsson sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugardaginn 10. febrúar. Theódór hefur tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum í bænum frá árinu 2006. Hann hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og er formaður fjölskyldunefndar. Þá situr hann í skipulagsnefnd bæjarins og í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. „Ég er verulega […]

Gott fólk

Það er fátt eins gott fyrir heilsuna og að vera í kringum gott fólk. Fólk sem er ánægt með lífið og hefur gaman af því sem það er að gera. Fólk sem hefur jákvæð og hressandi áhrif á mann. Fær mann til að brosa, hugsa, gera skemmtilega hluti. Við þekkjum öll svona fólk og núna […]

Íslensk knattspyrna á upp­leið en ekki í Mosfellsbæ

Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með uppganginum í íslenskum fótbolta síðustu árin. Karla- og kvennalandsliðin okkar náð frábærum árangri, og eftirspurn atvinnuliða erlendis eftir íslenskum starfskröftum aldrei verið meiri. Heimsbyggðin horfir undrunaraugum á og sérfræðingar eru sendir til smáríkisins til að reyna að greina undrið, finna formúluna. Til að skýra árangurinn […]

Finnum hið fullkomna jólatré í skóginum

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar hefst laugardaginn 9. desember í Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Það verður mikið um dýrðir í skóginum þennan dag. Bæjarstjórinn mun höggva fyrsta jólatréð, jólasveinar munu koma og skemmta börnunum og að sjálfsögðu verður hægt að ylja sér með heitu kakói og kaffi. Við hvetjum alla til að láta sjá sig og annaðhvort höggva […]

Er líður að jólum

Nú er vetur konungur kominn í öllu sínu veldi. Brátt líður að jólum en þá er gott að staldra við og huga að þeim sem minna mega sín. Jólin geta verið erfiður tími fyrir marga bæði vegna þess að þá finna margir fyrir einmanaleika sem getur ýmist verið viðverandi ástand eða sem er tilkominn vegna […]

Hafsteinn gefur kost á sér í 3. sæti

Hafsteinn Pálsson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer 10. febrúar. Hafsteinn situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og er formaður bæjarráðs. Haf­steinn er ritari stjórnar Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands þar sem hann leiðir heiðurs­ráð sam­bands­ins. Hann er stjórn­ar­formaður Íslenskra get­rauna og áður gegndi hann ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Aft­ur­eld­ingu. Hafsteinn er […]

Ný bók frá Bjarka Bjarnasyni

Bjarki Bjarnason hefur sent frá sér bókina Tíminn snýr aftur sem hefur að geyma örsögur og ljóð. „Undirtitill bókarinnar er örsöguljóð,“ segir höfundurinn í viðtali við Mosfelling. „Oft eru óljós mörk á milli þessara bókmenntagreina. Ég skipti henni í nokkra hluta, sem bera kunnugleg nöfn, svo sem Hagfræði, Biblíusögur og Landbúnaður. En þegar betur er […]

Ávallt með mörg járn í eldinum

Veitingastaðurinn Hvíti Riddarinn er vinsæll og sívaxandi veitingastaður í hjarta Mosfellsbæjar en hann var stofnaður árið 2011. Á Hvíta, eins og oft er sagt manna á milli, er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og skemmtilegt umhverfi ásamt barnahorni. Ungi athafnamaðurinn Hákon Örn Bergmann er eigandi staðarins og hefur hann gert ýmsar breytingar frá því hann […]

Fékk áskorun um að skrifa spennandi bók

Ingibjörg Valsdóttir gaf nýverið út sína fyrstu bók, barnabókina Pétur og Halla við hliðina – Fjöruferðin. Ingibjörg lærði sjúkraþjálfun og lauk mastersnámi í ritstjórn og útgáfu árið 2014. Hún hefur síðan starfað sjálfstætt við þýðingar, ritstörf og yfirlestur. „Ég fékk áskorun frá vinkonum mínum um að skrifa spennandi bók fyrir krakka. Ég hef skrifað eitt […]

Bók um Alla Rúts kemur út fyrir jólin

Seinna í mánuðnum kemur út ævisaga hins eina sanna Alla Rúts. Hann er Mosfellingum að góðu kunnur enda rekið Hótel Laxnes og Áslák í þó nokkur ár. Lesblindur drengur flosnar upp úr námi á Siglufirði og verður einn mesti braskarinn á Íslandi; rekur hér stærstu bílasöluna, flytur út hesta í tugatali og kemur sér bæði […]