Jeep aðalstyrktaraðili Tindahlaupsins

Guðni forseti á hlaupum um Mosfellsbæ árið 2017.

Guðni Th. Jóhannesson forseti tók þátt í Tindahlaupi Mosfellsbæjar árið 2017.

Tindahlaupið 2018 verður haldið í tíunda sinn þann 25. ágúst.  Líkt og í fyrra er Íslensk-Bandaríska í Mosfellsbæ, umboðsaðili Jeep á Íslandi aðalstyrktaraðili hlaupsins.  Hlaupið hefst við íþróttasvæðið að Varmá og verður ræst í tveimur ráshópum.  Klukkan 9 verða ræstir hlauparar sem hlaupa 5 og 7 tinda og kl. 11 þeir sem ætla sér að hlaupa 1 og 3 tinda.

Jeep hefur verið í fararbroddi og leiðandi framleiðandi á fjórhjóladrifsbílum í hart nær 80 á, rutt þeim braut og ljáð þeim nafn, en fyrsti jeppinn mætti til leiks árið 1941.  Jeep hefur allar götur síðan notið mikilla og verðskuldaðra vinsælda en frá 2016 hefur Ís-Band verið öflugur umboðsaðili Jeep á Íslandi.   Jeppalína Jeep er mjög fjölbreytt og er minnsti jeppinn Jeep Renegade sem undanfarin ár hefur verið valinn besti jeppinn í sínum stærðarflokki víðs vegar um Evrópu.  Jeep Compass er nýr jeppi í millistærðarflokki sem frumsýndur var á bæjarhátíðinni í Mosfellsbæ á síðasta ári.  Jeep Cherokee er í miðjunni í jeppalínu Jeep, velútbúinn og öflugur jeppi með frábæra aksturseiginleika.   Jeep Grand Cherokee má segja að sé í sérflokki, því hann er sá jeppi sem flestum verðlaunum hefur hampað á heimsvísu. Síðast en ekki síst er það hinn goðsagnakenndi Jeep Wrangler, en Ís-Band mun kynna nýjan Wrangler í byrjun október mánaðar.

Að  sögn forsvarsmanna Ís-Band er góð tenging á milli Jeep og þess kaupendahóps sem stundar útvist, þar með talið fjallahlaup.  Með góðum og öflugum jeppa er hægt að komast að fallegum og spennandi stöðum í náttúrunni og með því að styrkja hlaup eins og Tindahlaupið, þá skapast kjörinn vettvangur til að kynna Jeep fyrir áhugasömum kaupendum.

Þátttaka í Tindahlaupinu hefur aukist ár frá ári og koma m.a. erlendir hlauparar sérstaklega til landsins til að taka þátt í hlaupinu.  Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, sem er eins alþjóð veit mikill hlaupagarpur tók þátt í Tindahlaupinu í fyrra.

Jeep jeppar munu vera áberandi við rás- og endamark og á nokkrum stöðum við hlaupaleiðna og áhugasamir geta eftir hlaup kíkt við í sýningarsal Ís-Band á laugardaginn, en salurinn verður opinn á milli kl. 12 og 16.  Boðið verður upp á reynsluakstur, þá má finna tilboð á völdum Jeep jeppum og boðið upp á léttar veitingar.

Hægt er að skrá sig í Tindahlaupið á hlaup.is og afhending hlaupagagna verður í sýningarsal Ís-Band daginn fyrir hlaup eða föstudaginn 24. ágúst á milli kl. 17 og 19.