Entries by mosfellingur

Svava Ýr hlýtur Gulrótina

Heilsudagurinn í Mosfellsbæ var haldinn fimmtudaginn 1. júní. Dagurinn hófst snemma með hressandi morgungöngu á Mosfellið. Um kvöldið fór síðan fram áhugavert málþing í framhaldsskólanum og Gulrótin afhent í fyrsta sinn. Gulrótin er lýðheilsuviðurkenning Mosfellsbæjar sem veitt er fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa. Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari hlaut viðurkenninguna en hún […]

Kuldinn

Ég er búinn að vera að vinna með kuldann í vor. Kaldar sturtur og sjóböð eru í uppáhaldi. Köldu kerin í sundlaugunum eru líka hressandi. Mér finnst þetta hafa haft mjög góð áhrif á mig. Ég finn sérstaklega mun þegar ég er búinn að vera að puða og púla. Það er eins og þreyttur líkaminn […]

Borgarlína í Mosfellsbæ?

Hvað er Borgarlína? Borgarlína er hágæða almenningssamgöngur sem keyra á sérakgreinum og eru þannig ekki háðar annarri umferð. Borgarlínan er leið sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til að taka á móti þeim 70.000 íbúum sem áætlað er að bætist við til ársins 2040 án þess að umferð aukist í sama hlutfalli. Þrátt fyrir eflingu almenningssamgangna með Borgarlínu […]

Með gleði inn í sumarið!

Þá er sumarið gengið í garð og um að gera að njóta þess til fullnustu með þeim sem okkur þykir vænst um. Hreyfivika UMFÍ Það er óhætt að segja að Mosfellsbær hafi verið á iði síðustu vikurnar og viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu ævintýri með okkur. Kettlebells, Lágafellssókn, Hestamannafélagið Hörður, […]

Sumarið handan við hornið

Nú fer að líða að sumarfríi hjá deildinni okkar í Mosfellsbæ. Sjálfboðaliðar okkar fóru í árlega vorferð daginn fyrir Uppstigningardag, en sú ferð hefur undanfarin ár verið farin stuttu fyrir sumarlokun deildarinnar. Að þessu sinni var farið umhverfis Snæfellsnesið og Borgarfjarðardeild Rauða krossins einnig heimsótt á heimleiðinni. Ferðin vakti mikla lukku að vanda. Nú fara […]

Fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi

Farsælt samstarf á milli Mosfellsbæjar og skátafélagsins Mosverja, um að auðvelda Mosfellingum að nýta sér útivistasvæði í kringum bæinn til útivistar og gönguferða, hefur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta byrjaði á árunum 2004-2005 en þá fengu skátarnir fyrirspurn frá Íþrótta- og tómstundanefnd þar sem óskað var eftir hugmyndum að útivistaverkefnum,“ segir Ævar Aðalsteinsson sem […]

Flug og skotfimi eiga vel saman

Bára Einarsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Bílaparta ehf. er Íslands- og bikarmeistari í 50 metra liggjandi riffli. Það er ekki hægt að segja annað en að Bára Einarsdóttir fari óhefðbundnar leiðir þegar kemur að vali á áhugamálum. Dagsdaglega starfar hún innan um bíla og bílaparta, á góðviðrisdögum skreppur hún í flugtúr á sinni eigin flugvél og […]

Vinningshafar í heilsueflandi samfélagsmiðlaleik

Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ stóð á dögunum fyrir samfélagsmiðlaleik fyrir nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum bæjarins. Tilgangur verkefnisins var sá að vekja ungmennin til umhugsunar um mikilvægi og ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Jafnframt var mikilvægt að koma því til skila að þótt næring og hreyfing séu mjög mikilvægir þættir þegar kemur að […]

Reykjalundur stofnun ársins

Reykjalundur hlaut á dögunum titilinn Stofnun ársins 2017 samkvæmt árlegri könnun sem gerð er á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins í samstarfi við SFR og VR. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Könnunin er framkvæmd af Gallup og nær til yfir 50 […]

Heilsubærinn

Ég ætlaði að skrifa kjarnyrtan upp-með-sokkana pistill til þeirra sem taka sér þriggja mánaða frí frá öllum æfingum á sumrin, borða allt sem hönd á festir og gleyma að sofa. Ranka svo móðir og andstuttir við sér einhvern tíma eftir verslunarmannahelgi með bullandi samviskubit og kaupa sér árskort í ræktina. En ég nenni því ekki. […]

Rjúfum félagslega einangrun saman

Undanfarið hefur farið fram töluverð umræða um einmanaleika og félagslega einangrun bæði á samfélagsmiðlum og í kjölfarið í fjölmiðlum. Fólk á öllum aldri hefur tjáð sig um að vera vinalaust og einmana og auglýsir jafnvel eftir vinum á Fésbókinni. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og margir hafa boðið fram aðstoð og vináttu svo […]

Mosfellsbær á iði

Nú á vordögum og í byrjun sumars er og verður heilmikið um að vera í heilsubænum okkar til að koma blóðinu á hreyfingu, gleðjast með okkar nánustu og auðga andann. Hreyfivika UMFÍ – Move Week Hreyfivikan verður nú haldin dagana 28. maí – 4. júní nk. Þessi vika er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram […]

Styrkir til efnilegra ungmenna

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitir árlega styrki til efnilegra ungmenna á aldrinum 14-20 ára. Markmiðið með styrkjunum er að gefa styrkþegum sömu tækifæri og jafnöldrum gefast til að njóta launa, á sama tíma og þau stunda af kappi sína list, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Styrkurinn er fólginn í launum frá vinnuskóla Mosfellsbæjar og er […]

Í boltanum í 50 ár

Sveinbjörn Sævar Ragnarsson eigandi Silkiprents er brautryðjandi í framleiðslu á útifánum á Íslandi. Hann ber það ekki með sér að vera kominn yfir sjötugt enda ávallt í fullu fjöri. Ef hann er ekki í vinnunni þá er hann í útreiðatúr, í golfi eða að spila handbolta. Hann segir það skemmtilegasta við boltann, sem hann hefur […]

Heimsbyggð – heimabyggð

Nú í sumarbyrjun er ástæða til að horfa um öxl til nýliðins vetrar og einnig fram á veginn til sumarsins sem bíður okkar handan hornsins. Um þessar mundir standa vorverkin yfir, fólk sinnir görðum sínum og sveitarfélagið hefur sett upp gáma þar sem íbúum gefst kostur á að koma með garðaúrgang. En um leið og […]