Í túninu heima 2018 – DAGSKRÁ

ithdagskrá

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 24.-26. ágúst. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra.
Um helgina verður boðið upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu á Tungubökkum, kjúklingafestival, stórtónleika á Miðbæjartorgi, götugrill og Pallaball. Frítt verður í strætó allan laugardaginn fyrir Mosfellinga og gesti þannig að það er tilvalið að skilja bílinn eftir heima.

Smelltu hér til að skoða dagskrá bæjarhátíðarinnar 2018 (pdf)

 

ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST

16:00 – 20:00 PERLAÐ MEÐ KRAFTI
Kraftur leggur leið sína í Mosfellsbæ og perlar armbönd með Aftureldingu og Mosfellingum öllum. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

 

MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST

18:00 BRENNIBOLTI FYRIR FULLORÐNA
Brenniboltakeppni fyrir fullorðna verður haldin í fyrsta sinn Í túninu heima. Keppt verður á gamla gervigrasvellinum að Varmá. Fimm saman í liði og eintóm gleði og gaman. Farið eftir brenniboltareglum UMFÍ. Skráning: hannabjork@afturelding.is.

20:00 – 22:00 UNGLINGADANSLEIKUR Í HLÉGARÐI
Upphitun fyrir bæjarhátíðina. Unglingaball fyrir 8.-10. bekkinga.
Fram koma: Dj Egill Spegill og rapparinn Huginn. Aðgangseyrir: 800 kr.

 

FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST

BÆJARBÚAR SKREYTA HÚS OG GÖTUR Í HVERFISLITUM
GULUR – Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
RAUÐUR – Tangar, Holt og Miðbær
BLEIKUR – Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
BLÁR – Reykja- og Helgafellshverfi

18:00 SÖNGLEIKURINN 1001 NÓTT Í BÆJARLEIKHÚSINU 
13-17 ára krakkar úr Leikgleði sýna ævintýrasöngleikinn 1001 nótt í Bæjarleikhúsinu. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, byggð á ævintýrinu um Aladdín og töfralampann. Miðaverð er 1.500 krónur og miðasala fer fram í síma 566-7788.

19:00 SKÁLDAGANGA MEÐFRAM VARMÁ 
Safnast verður saman við Hlégarð, gengið niður með Varmá og að Leiruvogi. Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar leiðir gönguna. Kvennakórinn Stöllur verður með í för og syngur lög á leiðinni og fer með bókmenntatexta á völdum stöðum.

19:00 FELLAHRINGURINN – FJALLAHJÓLAKEPPNI
Hjólakeppni um stíga innan Mosfellsbæjar. Keppnin hefst við íþróttahúsið að Varmá. Tvær vegalengdir í boði, 16 km og 30 km. Sjá nánar á netskraning.is/fellahringurinn.

18:00 – 20:00 SUNDLAUGARKVÖLD Í LÁGAFELLSLAUG
Fjölskyldan skemmtir sér saman. Leikhópurinn Lotta kíkir í heimsókn með sína vinsælu söngvasyrpu. Blöðrulistamenn sýna listir sínar og gera skemmtileg blöðrudýr. Wipe-Out brautin snýr aftur og frír ís í boði. Frítt inn fyrir alla fjölskylduna.

20:00 Á LJÚFUM LITAGLÖÐUM NÓTUM
Tónleikar í Lágafellskirkju. Svavar Knútur flytur blöndu af sínum lögum.
Allir hjartanlega velkomnir. Aðgangur ókeypis.

20:15 BÍLAKLÚBBURINN KRÚSER VIÐ KJARNA
Bílaklúbburinn Krúser safnast saman á bílaplaninu við Kjarna. Keyrður verður rúntur um Mosfellsbæ og svo stilla allir sér upp á planinu. Tilvalið að kíkja á flottar drossíur og klassíska bíla frá liðinni tíð. Fjöldi glæsivagna verður á svæðinu ef veður leyfir.

21:00 SÓLI HÓLM MEÐ UPPISTAND Í HLÉGARÐI
Sóli Hólm hefur verið einn vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar síðustu ár ásamt því að hafa getið sér gott orð í sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur farið sigurför um landið með splunkunýtt uppistand. Miðasala á www.midi.is.

 

FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST

8:00 – 20:00 ÆFINGASVÆÐI GOLFKLÚBBSINS
Frítt fyrir alla á nýtt æfingasvæði Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll.

10:00 og 11:00 BÓKASAFN MOSFELLSBÆJAR
Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn og flytur Söngvasyrpu og skemmtir 5 ára börnum í bænum. Sýningarnar verða tvær, kl. 10 og kl. 11. Öll börn fædd 2013 eru hjartanlega velkomin. Dagskrá í samstarfi við leikskólana.

13:00 – 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 800 kr.

18:00 – 21:00 VELTIBÍLL Á MIÐBÆJARTORGINU
Veltibíllinn kemur í heimsókn á torgið þar sem Mosfellingum gefst kostur á því að finna hversu mikilvægt er að nota bílbelti.

19:00 TÍMATAKA Í PUMPUNNI
LexGames stendur fyrir æfingum og tímatöku í Pumpunni, hjólabrautinni á Miðbæjartorginu. Allir krakkar hvattir til að mæta á hlaupahjólum, hjólabrettum, línuskautum eða hjólum. Munið eftir hjálmi á höfuðið.

19:30-23:00 KAFFIHÚS MOSVERJA
Skátafélagið Mosverjar opnar alvöru kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Boðið upp á úrval kaffidrykkja, heitt kakó og vöfflur. Poppvélin í gangi yfir brekkusöngnum.

19:30 – 22:30 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi.

20:00 BMX BROS Á MIÐBÆJARTORGINU
Snillingarnir í BMX bros hita upp á Miðbæjartorginu áður en skrúðgöngurnar leggja af stað. Þeir munu sýna listir sínar og bjóða upp á kennslu.

20:30 ÍBÚAR SAFNAST SAMAN Á MIÐBÆJARTORGI
GULIR, RAUÐIR, BLEIKIR og BLÁIR – Allir hvattir til að mæta í lopapeysu.

20:45 SKRÚÐGÖNGUR LEGGJA AF STAÐ Í ÁLAFOSSKVOS
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum.
Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar ræsa einn lit af stað í einu.

21:00 – 22:30 ULLARPARTÍ Í ÁLAFOSSKVOS
Brekkusöngur og skemmtidagskrá.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri setur hátíðina.
Ronja Ræningjadóttir tekur nokkur lög og Hilmar og Gústi stýra brekkusöng.
Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum. Rauði krossinn sinnir gæslu ásamt Kyndli.

22:00 Álafossvegur 20 (Þrúðvangur) – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Hljómsveitin Lucy in Blue leikur gömul og góð rokklög í bílskúrnum í Álafosskvos. Rokkbandið hefur leik strax að loknum brekkusöng í Kvosinni og leikur fram að miðnætti. Gestgjafar eru þau Jón Júlíus Elíasson og Ásta Björk Sveinsdóttir.

22:30 HÁTÍÐARBINGÓ OG LIFANDI TÓNLIST
Hátíðarbingó á Hvíta Riddaranum í Háholti að loknum brekkusöng. Glæsilegir vinningar og mikil stemning. Eftir bingó tekur við lifandi tónlist og fjör fram eftir nóttu.

 

LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST

• Frítt í Strætó allan daginn • Frítt í Varmárlaug og Lágafellslaug í dag • Frítt á Gljúfrastein

8:00 – 14:00 HLÍÐAVÖLLUR – OPNA FJ MÓTIÐ
„Í túninu heima“ mótið fer fram á Hlíðavelli. Skráning og rástímar á www.golf.is.

8:00 – 20:00 ÆFINGASVÆÐI GOLFKLÚBBSINS
Frítt fyrir alla á nýtt æfingasvæði Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll.

9:00 – 17:00 FRÍTT Á GLJÚFRASTEIN
Gljúfrasteinn – hús skáldsins opnar dyrnar að safninu í Mosfellsdal. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Frítt inn á safnið og munu starfsmenn glaðir skeggræða við gesti og gangandi.

9:00 – 17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

9:00 – 16:00 TINDAHLAUP MOSFELLSBÆJAR
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst kl. 9:00 og kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (37 km), 5 tindar (35 km), 3 tindar (19 km)
og 1 tindur (12 km). www.mos.is/tindahlaup og www.hlaup.is.

9:30 KETTLEBELLS ICELAND – ENGJAVEGUR 12
Opin Ketilbjölluæfing fyrir hrausta Mosfellinga. Gengið með ketilbjöllur upp á Reykjafell þar sem æfing verður tekin á toppnum. Lagt af stað frá Engjavegi. Allir velkomnir.

9:30-10:15 QI GONG ÆFINGAR VIÐ HLÉGARÐ
Heilsueflandi samfélag býður upp á QI GONG æfingar með Guðmundi G. Þórarinssyni. Aldagömul kínversk leið til að höndla og efla lífskraftinn. Aðferðin er sambland af hugleiðingu og léttum líkamsæfingum ásamt öflugri öndun. Þátttaka er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

10:00 WORLD CLASS – MOSFELLSBÆ
Opinn tími, LITAGLEÐI, í World Class fyrir alla Mosfellinga. Skemmtileg blanda af styrktaræfingum og góðum teygjum. Kennari: Þorbjörg. Tökum á því í hverfalitunum!

10:30 – 11:30 OPIN ÆFING KARATEDEILDAR AFTURELDINGAR
Boðið verður upp á opna æfingu fyrir alla áhugasama til að koma og prófa.
Íþróttin hentar öllum frá 5 ára aldri og upp úr. Mætið í þægilegum íþróttafötum og með vatnsbrúsa. Erum í bardagasalnum uppi á 3. hæð að Varmá.

10:00 – 16:00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL
Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl. Kammerkór Mosfellsbæjar tekur nokkur lög kl. 14:30.
Úrslit í sultukeppni kl. 15:00. Skila þarf inn sultum í keppnina fyrir kl. 12.

12:00 Hamratangi 14 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Stofutónleikar á æskuheimili Sigrúnar Harðardóttur, fiðluleikara. Tónleikarnir eru um 30 mínútur. Leikin verða verk eftir frönsku impressionistana Ravel, Debussy og Franck. Ásamt Sigrúnu koma fram Jane Ade píanóleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir, sellóleikari. Grænmetissúpa í boði fyrir tónleikagesti.

12:00 – 16:00 SKIPTIFATAMARKAÐUR RAUÐA KROSSINS
Skiptifatamarkaður í Þverholti 7. Barnaföt frá 0-12 ára, komdu með heillegar flíkur og skiptu út fyrir aðrar heillegar eða gerðu reifarakaup.

12:00-17:00 FJÖLSKYLDURATLEIKUR OG KLIFURVEGGUR Í KVOSINNI 
Skátafélagið Mosverjar setur upp klifurvegg við Skálann í Álafosskvos. Öllum boðið að sigra vegginn og komast á toppinn. Mosverjar standa fyrir fjölskylduratleik með þrautum og skemmtilegheitum. Útdráttarverðlaun fyrir þá sem klára allar þrautirnar.

12:00 – 17:00 WINGS AND WHEELS – Tungubakkaflugvöllur
Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka.

12:00 HÓPAKSTUR UM MOSFELLSBÆ
Ferguson-félagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla.
Lagt er af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrður hringur um Mosfellsbæ.

12:00 – 14:00 KOMDU OG VERTU MEÐ AFTURELDINGU
Allar deildir Aftureldingar koma saman í íþróttahúsinu að Varmá í sal 3.
Allir velkomnir að prófa þær íþróttir sem þeir vilja.
Fulltrúar frá deildum verða á staðnum og kynna vetrardagskrána.

12:00 – 17:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur.
12:00 Blaðrarinn mætir með sín vinsælu blöðrudýr
12:30 Mosfellskórinn
13:00 Krakkar úr Krikaskóla syngja
13:30 Kammerkór Mosfellsbæjar
14:00 Karlakórinn Stefnir
14:30 Krakkar kveða rímur
15:00 Leikgleði flytur lög úr ævintýrasöngleiknum 1001 nótt
15:30 Skósveinar (Minions) á röltinu um svæðið
16:00 Ukulele-ævintýri undir stjórn Berglindar Björgúlfs

12:00-18:00 KAFFIHÚS MOSVERJA
Skátafélagið Mosverjar opnar alvöru kaffihús í Skálanum í Álafosskvos.
Boðið upp á úrval kaffidrykkja, heitt kakó og vöfflur.

13:00 – 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 800 kr.

13:00 AMSTURDAM 6 VIÐ REYKJALUND – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Kvennakórinn Stöllurnar og María Guðmundsdóttir bjóða til árlegrar garðveislu.

13:00-16:00 ÚGANDA-FESTIVAL HJÁ RAUÐA KROSSINUM
Úganda-festival í húsi Rauða krossins. Í boði verða réttir frá Úganda, lifandi tónlist, atriði og tækifæri til þess að kynnast nýjum íbúum Mosfellsbæjar.

13:00 – 18:00 OPIÐ HÚS Á REYKJAVEGI 84
Keramik, kaffi, konfekt og snafsar frá vínframleiðandanum Eimverk verða í boði á opnu húsi á Leirvinnustofunni Reykjavegi 84, hjá Helgu Jóhannesdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.

13:00-15:00 EIRHAMRAR – FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA
Mosfellingar, FaMos-félagar og aðrir gestir velkomnir í heimsókn í þjónustumiðstöðina á Eirhömrum.
Fjölbreytt vetrardagskrá kynnt. Kaffi á könnunni og Vorboðarnir taka lagið um kl. 13:00.

13:00-13:30 BARNADAGSKRÁ Á TÚNINU VIÐ HLÉGARÐ
Barnaleikritið Karíus og Baktus verður sýnt við Hlégarð. Fjallar um tvo skrýtna náunga sem una sér best við sæl­gætisát og holugerð í tönnunum hans Jens. Aðgangur frír.

13:00 – 16:00 SKOTTMARKAÐUR VIÐ KJARNA
Mosfellingum gefst kostur á að koma með alls kyns gull og gersemar úr skápum og bílskúrum og bjóða gestum og gangandi til sölu. Einnig er handverksfólk velkomið. Nánari upplýsingar á Facebook. Skráning hjá Elísabetu í s. 898 4412.

14:00 UKULELE-ÆVINTÝRI
Ukulele-ævintýri í stigagangi stóra hússins að Álafossvegi 23. Berglind Björg leiðir hóp nemenda.

14:00 – 24:00 TÍVOLÍ VIÐ MIÐBÆJARTORG

14:00 – 16:00 REEBOK FITNESS LEIKARNIR
Líf og fjör á Miðbæjartorginu. Zumba undir stjórn Röggu. CrossFit Katla með sýnikennslu. Unglingar fæddir 2003 fá gjafakort frá Reebok Fitness. Lean Body kynning. Kynning á starfsemi Reebok Fitness. LexGames stendur fyrir æfingum og tímatöku í Pumpunni (hjólabrautinni). Street-soccer mót á litla battavellinum. Skráning á staðnum, einn á móti einum. Heilsueflandi samfélag stendur fyrir leikjum á torginu, snú-snú, teygjó, parís o.fl.

14:00 – 16:00 KJÚKLINGAFESTIVAL
Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ýmis skemmtiatriði, sumarbiathlon, harmonikkuleikur, tónlist, uppistand og fleira.

14:00 – 17:00 STEKKJARFLÖT – HOPPUKASTALAR
Frítt fyrir káta krakka.

15:00 Listasalur Mosfellsbæjar
Jóní og Lína bjóða uppá leiðsögn um sýningu sína Frá móður til dóttur – frá dóttur til móður. Íbúar hvattir til að mæta og kynna sér betur þessa flottu sýningu sem hefur verið lýst sem „púlsandi af tilfinningum“.

15:00 ÁLMHOLT 10 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Davíð Ólafsson óperusöngvari býður til útitónleika í garðinum heima. Frábærir söngvarar til mæta leiks. Kristín Sveinsdóttir sem söng við La Scala óperuna á Ítalíu og bróðir hennar Guðfinnur Sveinsson bariton koma í heimsókn. Þá syngur Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Anna Guðný mun leika á píanóið. Gestgjafinn tekur einnig lagið og býður fólk velkomið.

15:00 OPIN ÆFING STEFNIS Í FMOS 
Karlakórinn Stefnir heldur opna kóræfingu í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.
Allir velkomnir og verðum gestum boðið að syngja með ef þeir þora.

15:00 – 16:00 STEKKJARFLÖT – HESTAFJÖR
Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar.

14:00 VARMÁRVÖLLUR – AFTURELDING – HUGINN
Knattspyrnulið Aftureldingar tekur á móti Hugin frá Seyðisfirði.
Leikur í Íslandsmótinu í knattpyrnu – 2. deild karla.

16:30 KARMELLUKAST Á FLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM

16:30 Laxatunga 5 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Kvennakórinn Heklurnar verður með tónleika í bakgarðinum að Laxatungu 5. Gestgjafi er Kristín Ingvarsdóttir.

17:00 Túnfótur – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Blúshljómsveit Þorkels Jóelssonar og ­félagar verða með stofu- eða palltónleika í Túnfæti í Mosfellsdal. Tónleikarnir standa yfir í klukkustund og mun staðsetning ráðast eftir veðri.

17:00 Bollatangi 2 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Garðtónleikar Sprite Zero Klan ásamt góðum gestum. Mikið stuð og mikil læti. Sigrún Þuríður Ermarsundsfari sér ­
um að baka fyrir gesti og gangandi.

18:00 Álafossvegur 20 (Þrúðvangur) – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Kvennabandið spilar á bílaplaninu við Þrúðvang. Bandið er skipað sjö konum sem koma úr öllum áttum tónlistarlífsins. Gestgjafar eru þau Jón Júlíus Elíasson
og Ásta Björk Sveinsdóttir.

17:00 – 21:00 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ
Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins.
Tríóið Kókos fer á milli staða og heimsækir heppna íbúa.
Látið vita ef þið viljið eiga kost á því að fá lifandi tónlist á Facebook-síðu Kókos.

21:00 – 23:00 STÓRTÓNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður öllum upp á tónleika á Miðbæjartorginu.
Fram koma: Sprite Zero Klan, Karma Brigade, Stjórnin, Páll Óskar, Albatross, Sverrir Bergmann, Jóhanna Guðrún og Ragga Gísla. Kynnir verður Sigmar Vilhjálmsson.
Rauðakrosshópurinn sinnir gæslu ásamt Kyndli.

23:00 BJÖRGUNARSVEITIN MEÐ FLUGELDASÝNINGU

23:30 – 04:00 STÓRDANSLEIKUR MEÐ PÁLI ÓSKARI
Hinn eini sanni Páll Óskar mætir í íþróttahúsið að Varmá. Miðverð aðeins 2.000 kr. í forsölu sem fer fram á Hvíta Riddaranum og 3.000 kr. við hurð.

 

SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST

8:00 – 20:00 ÆFINGASVÆÐI GOLFKLÚBBSINS
Frítt fyrir alla á nýtt æfingasvæði Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll. Æfingaboltar á staðnum.

9:00 – 17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur.

11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Í MOSFELLSKIRKJU
Guðsþjónusta með „Í túninu heima“ hátíðarblæ.
Við guðsþjónustuna syngur kirkjukór Lágafellssóknar ásamt Einari Clausen. Prestur: sr. Arndís Linn.

12:30 og 15:30 ÞORRI OG ÞURA Í MELTÚNSREIT
Álfabörnin Þorri og Þura fagna 10 ára starfsafmæli sínu í ár og bjóða Mosfellingum á ókeypis leiksýningu undir berum himni. Áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni sem er full af grípandi tónlist og miklu fjöri. Meltúnsreitur er nýtt útivistarsvæði á bak við Björgunarsveitarhúsið í Völuteig.

13:00 – 17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM
Geitur, refur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr í Mosfellsdal. Aðgangur 800 kr.

14:00 – 17:00 OPIÐ HÚS Á SLÖKKVISTÖÐINNI
Ný og glæsileg slökkvistöð við Skarhólabraut verður til sýnis fyrir hátíðargesti. Þá gefst almenningi tækifæri til að ganga um slökkvistöðina og skoða tæki og búnað. Allir velkomnir.

14:00 – 17:00 STEKKJARFLÖT – HOPPUKASTALAR
Frítt fyrir káta krakka.

14:00 HLÉGARÐUR – HÁTÍÐARDAGSKRÁ
Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2018.
Útnefning bæjarlistarmanns Mosfellsbæjar 2018.
Skemmtileg tónlistaratriði og hátíðleg stund.
Kynnir Davíð Ólafsson formaður menningarmálanefndar.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.

16:00 GLJÚFRASTEINN- STOFUTÓNLEIKAR
Sjálfur tónlistarstjóri Íslensku óperunnar og nýráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Bjarni Frímann Bjarnason, mun blaða í nótnasafni Halldórs Laxness og flytja úrval verkanna á flygil skáldsins.
Miðar eru seldir í safnbúðinni samdægurs og kosta 2.500 kr.

17:00 LEIKHÓPURINN LOTTA – GOSI
Leikhópurinn Lotta sýnir hið klassíska ævintýri um spýtustrákinn Gosa á túninu við Hlégarð. Sagan um gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og vísa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Miðaverð: 2.300 kr.

20:00 LOKATÓNAR Í TÚNINU HEIMA
Hlégarður kynnir síðasta atriði bæjarhátíðarinnar á svið.
Sjálfur Bubbi Morthens mætir með gítarinn og verður boðið upp á notalega stund í Hlégarði. Nánar á Miði.is