Á sama afmælisdag og Krikaskóli

Patrik Logi útskrifast úr krikaskóla 10 árum síðar

Patrik Logi útskrifast úr krikaskóla 10 árum síðar.

Þann 16. júní fagnaði Krikaskóli 10 ára afmæli. Nemendur og starfsfólk skólans héldu upp á daginn með dagskrá sem undirbúin var af krökkunum sjálfum.
„Börnin voru sammála um að þau vildu halda dagskrána utandyra með fjölbreyttum stöðvum sem endurspeglar áherslur skólans,“ segir Þrúður Hjelm skólastjóri.
„Það var þann 16. júní 2008 sem fyrstu börnin komu í aðlögun í Krikaskóla sem þá var staðsettur í Helgafellslandi meðan á byggingu skólans stóð í Sunnukrika. Flutt var í varanlegt húsnæði í Krikahverfinu vorið 2010.
Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum tveggja til níu ára.“

Á fæðingardeildinni þegar eldri bróðirinn byrjaði
Skólaslit og útskriftir elstu barna skólans fór fram þann 25. júní. Patrekur Logi Vignisson var einn þeirra sem útskrifaðist þann dag en hann er einmitt fæddur 16. júní 2008 og er því jafngamall skólanum.
„Eldri sonur minn Hörður Óli byrjaði fyrsta daginn sinn í skólanum þennan dag. Amma hans þurfti að fylgja honum því ég var á fæðingardeildinni. Patti byrjaði svo í Krikaskóla þegar hann hafði aldur til. Við erum með tárin í augunum að kveðja skólann eftir allan þennan tíma.
Við fullyrðum að þetta sé besti skólinn,“ segir María Fjóla Harðardóttir móðir Patta.