Entries by mosfellingur

Hafsteinn gefur kost á sér í 3. sæti

Hafsteinn Pálsson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer 10. febrúar. Hafsteinn situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og er formaður bæjarráðs. Haf­steinn er ritari stjórnar Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands þar sem hann leiðir heiðurs­ráð sam­bands­ins. Hann er stjórn­ar­formaður Íslenskra get­rauna og áður gegndi hann ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Aft­ur­eld­ingu. Hafsteinn er […]

Ný bók frá Bjarka Bjarnasyni

Bjarki Bjarnason hefur sent frá sér bókina Tíminn snýr aftur sem hefur að geyma örsögur og ljóð. „Undirtitill bókarinnar er örsöguljóð,“ segir höfundurinn í viðtali við Mosfelling. „Oft eru óljós mörk á milli þessara bókmenntagreina. Ég skipti henni í nokkra hluta, sem bera kunnugleg nöfn, svo sem Hagfræði, Biblíusögur og Landbúnaður. En þegar betur er […]

Ávallt með mörg járn í eldinum

Veitingastaðurinn Hvíti Riddarinn er vinsæll og sívaxandi veitingastaður í hjarta Mosfellsbæjar en hann var stofnaður árið 2011. Á Hvíta, eins og oft er sagt manna á milli, er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og skemmtilegt umhverfi ásamt barnahorni. Ungi athafnamaðurinn Hákon Örn Bergmann er eigandi staðarins og hefur hann gert ýmsar breytingar frá því hann […]

Fékk áskorun um að skrifa spennandi bók

Ingibjörg Valsdóttir gaf nýverið út sína fyrstu bók, barnabókina Pétur og Halla við hliðina – Fjöruferðin. Ingibjörg lærði sjúkraþjálfun og lauk mastersnámi í ritstjórn og útgáfu árið 2014. Hún hefur síðan starfað sjálfstætt við þýðingar, ritstörf og yfirlestur. „Ég fékk áskorun frá vinkonum mínum um að skrifa spennandi bók fyrir krakka. Ég hef skrifað eitt […]

Bók um Alla Rúts kemur út fyrir jólin

Seinna í mánuðnum kemur út ævisaga hins eina sanna Alla Rúts. Hann er Mosfellingum að góðu kunnur enda rekið Hótel Laxnes og Áslák í þó nokkur ár. Lesblindur drengur flosnar upp úr námi á Siglufirði og verður einn mesti braskarinn á Íslandi; rekur hér stærstu bílasöluna, flytur út hesta í tugatali og kemur sér bæði […]

Peter Bronson ráðinn golfkennari

Í ágúst auglýsti GM stöðu golfkennara hjá klúbbnum lausa til umsóknar og hátt í 80 umsóknir bárust. Ráðningarferlið tók töluverðan tíma en niðurstaðan var sú að ráða Peter Bronson til starfa. Peter mun því á næstu vikum hefja störf og starfa samhliða Davíð Gunnlaugssyni íþróttastjóra Golfklúbbs Mosfellsbæjar við þjálfun barna og ungmenna hjá klúbbnum. Atvinnumaður […]

Máttur eldhúsborðsins

Mikill árangur hefur náðst í forvörnum hér á landi á síðustu 20 árum í að draga úr unglingadrykkju og reykingum ungmenna. Það er margt sem skýrir þennan árangur en nefna má gott forvarnarstarf, aukna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta – og tómstundastarfi og síðast en ekki síst samverustundir með fjölskyldunni. Í dag glímum við við […]

Ásgeir býður sig fram á lista Sjálfstæðisflokksins

Ásgeir Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forystusveit Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ásgeir er framkvæmdastjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. auk þess sem hann hefur verið virkur í sjálfboðaliðastarfi innan handknattleiksdeildar Aftureldingar, m.a. sem formaður meistarflokksráðs karla. Hann hefur, ásamt öflugum hópi, stýrt uppbyggingu á sterku meistarflokksliði karla. „Ég hef lengi haft brennandi […]

Stóra upplestrarkeppnin í 20 ár í Mosfellsbæ

Það má með sanni segja að þjóðarátak í upplestri hafi byrjað með Stóru upplestrarkeppninni sem hófst í Hafnarfirði haustið 1996. Fljótlega bættust fleiri bæjarfélög í hópinn og allt frá árinu 2001 hafa nær allir nemendur í 7. bekk um land allt verið skráðir til verkefnisins og tekið þátt í ræktunarhlutanum sem stendur frá degi íslenskrar […]

Heilsueflandi göngur

Enginn efast lengur um að hreyfing sé mikilvæg og hafi góð áhrif á heilsuna. Fjöldinn allur af rannsóknum liggja fyrir sem sýna fram á það. Rannsóknir staðfesta einnig að hreyfing þarf ekki að vera svo mikil til að skila bættri heilsu. Annað sem rannsóknir sýna er að félagsskapur er líka mjög mikilvægur góðri heilsu, það […]

Líkaminn í rúst

Ég hlustaði á viðtal við athafnakonu á rúmlega miðjum aldri í gær. Hún var spræk í anda og ánægð með það sem hún hafði fengist við um ævina. Það tengdist mest þjónustu og rekstri veitingastaða. En það stakk mig að heyra hana segja „Líkaminn er náttúrulega í rúst. Maður vann svo mikið og gerði ekkert […]

Breytingar á leiðakerfi Strætó um áramótin

Umtalsverðar breytingar verða á leiðakerfi Strætó um næstu áramót. Breytingarnar eru liður í að ná fram því markmiði sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að bæta þjónustu og fjölga þannig notendum. Einföldun leiðakerfis og aukin tíðni ferða eru mikilvægt skref í þá átt að gera Strætó að ferðamáta sem er samkeppnishæfur við aðrar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þær breytingar […]

Halda herra- og kvennakvöld Aftureldingar

Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóli og degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað. Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus […]

Myndir skipta miklu máli

Þær Helga Dögg Reynisdóttir og Nanna Guðrún Bjarnadóttir hafa stofnað fyrirtækið Fókal sem sérhæfir sig í viðburða- og fyrir­tækjaljósmyndun. Þær starfa einnig sem sjálfstætt starfandi ljósmyndarar og eru með ljósmyndastúdíó í Kjarnanum. „Við erum fjórir ljósmyndarar sem höfum aðstöðu hér í Kjarnanum. Hér erum við með fullbúið ljósmyndastúdíó og tökum að okkur alla vega verkefni. […]

Hef alltaf haft áhuga á mótorsporti

Steingrímur Bjarnason er þaulreyndur akstursíþróttamaður og hefur tekið þátt í torfæru- og sandspyrnukeppnum víða um land. Það eru ekki margir sem keyra um á 12 metra langri rútu með torfærubíl í skottinu en það gerir aksturs­íþróttamaðurinn Steingrímur Bjarnason þegar hann leggur af stað í ferðir sínar út á land. Fjölskyldan er oftar en ekki með […]