Entries by mosfellingur

Mosfellsbær sem staður að búa á

Gallup gerir skoðanakönnun árlega meðal íbúa stærstu sveitarfélaga landsins og spyr almennra spurninga um ýmis atriði sem snúa að þjónustu sveitarfélaganna. Svarendur í Mosfellsbæ 2017 voru 438 en úrtakið er að stærstum hluta unnið upp úr viðhorfahópi fyrirtækisins að viðbættu úrtaki úr Þjóðskrá. Ég hefði getað lent í síðara úrtakinu en gerði ekki. En hverju […]

Samfélagssjóður Kaupfélags Kjalarnesþings stofnaður

Stofnaður hefur verið Samfélagssjóður Kaupfélags Kjalarnesþings. Sjóðnum er ætlað að úthluta fjármunum til almenningsheilla á fyrrum félagssvæði Kaupfélagsins og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir. Kaupfélag Kjalarnesþings var stofnað um miðja síðustu öld og starfaði fyrstu árin að Fitjakoti á Kjalarnesi en lengst af eða frá 1956 í Mosfellssveit. Kaupfélagið sjálft hætti verslunarrekstri um 1997 og […]

Hvað er Rótarý?

Rótarý er hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu. Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur sem er starfandi í meira en 200 löndum í öllum heimsálfum. Félagar eru rúmlega 1,2 milljónir í um 35 þúsund klúbbum. Þessi alþjóðlegu samtök standa fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvildar […]

Töluverð endurnýjun á lista Sjálfstæðisflokksins

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 10. febrúar. Tólf frambjóðendur gáfu kost á sér og tæplega 700 manns greiddu atkvæði. Kosið var í félagsheimili flokksins í Kjarna. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar varð efstur í prófkjörinu. Hann er ánægður með niður­stöðuna og vænt­an­leg­an lista. „Þetta er breiður hópur fólks á ólíkum aldri, með fjölbreytta menntun […]

10.000

Ég týndi skrefamælinum mínum í Flatey fyrir einu og hálfu ári. Síðan þá hef ég ekki mælt hvað ég er að hreyfa mig mikið dags daglega. Ekki fyrr en núna í febrúar. Þá ákvað ég að setja mér það markmið að ganga allavega 10.000 skref á dag í 50 daga. Af hverju? Í fyrsta lagi […]

Heilsueflandi bærinn okkar

Við búum í fallegum bæ. Stutt er til fjalla og í fjöru. Allir sem vilja stunda útivist geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Talað er mikið um það að menn eigi að hreyfa sig daglega og þá sérlega börnin. Mér finnst til dæmis mjög hjákátlegt þegar menn mæta í íþróttamiðstöðvar og vilja helst keyra beint […]

„Fermetrar með þaki“ eða byggingarlist

Undanfarin misseri hefur mikið verið byggt í Mosfellsbæ. Ný hverfi hafa risið í Helgafellslandi og Leirvogstungu, íbúðabyggingar af ýmsum stærðum og gerðum. Sömuleiðis hefur atvinnuhúsnæði verið byggt við Desjamýri, og víða eru framkvæmdir inni í eldri hverfum bæjarins. Undirritaður hefur setið síðastliðin 3 ár í skipulagsnefnd sem fulltrúi Íbúahreyfingarinnar og fylgst með þessari framkvæmdasemi á […]

Er gott að búa í Mosfellsbæ?

Á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mosfellsbaer.is eru einkunnarorðin: „Virðing – Jákvæðni – Framsækni – Umhyggja“ Ekki veit ég hversu margir taka þessi orð alvarlega né hversu margir líta á þessa yfirlýsingu sem eins og hver önnur innantóm orð. Þessi fjögur orð voru sett á heimasíðu Mosfellsbæjar fyrir um áratug. Sjálfsagt er að þeim sem þar áttu hlut […]

Ráðin verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks

Eva Rós Ólafsdóttir félagsráðgjafi MA hefur verið ráðin sem verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks. Áætlað er að hópurinn komi til Mosfellsbæjar 19. mars n.k. Eva Rós lauk starfsréttindum í félagsráðgjöf með MA prófi frá Háskóla Íslands árið 2013 og hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Fangelsismálastofnun frá þeim tíma. Starf verkefnisstjóra er fólgið í því að hafa […]

Kærleiksvika haldin í Mosfellsbæ

Kærleiksvikan í Mosfellsbæ verður haldin 12.-18. febrúar. Skipuleggjendur eru þær Vigdís Steinþórsdóttir, Oddný Magnúsdóttir og Jóhanna B. Magnúsdóttir og vilja þær nota Kærleiksvikuna til að auðga samskipti fólks á milli með falleg hætti. „Verum örlát á hrós og falleg skilaboð. Það er ekki væmni heldur styrkur að geta tjáð sig um hæfileika annarra. Tökum höndum […]

Flokkun á plasti hefst 1. mars

Mosfellsbær mun frá og með 1. mars bjóða íbúum upp á aukna þjónustu varðandi flokkun á plasti frá heimilum til endurvinnslu. Frá og með þeim degi geta íbúar sett hreint plast í lokuðum plastpoka í sorptunnuna (orkutunnuna) og SORPA flokkar það svo vélrænt frá öðrum úrgangi og kemur til endurvinnslu. Ekki er nauðsynlegt að setja […]

Framúrskarandi fyrirtæki í Mosfellsbæ

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Fyrirtæki á listanum sýna góða viðskiptahætti með sterka innviði […]

Hefur skrifað um fótbolta frá unga aldri

Vefurinn fotbolti.net var opnaður árið 2002 og er því 16 ára um þessar mundir. Vefurinn hefur í mörg ár verið leiðandi í umfjöllun um fótbolta á Íslandi og er vinsælasta íþróttatengda síða landsins. Mosfellingurinn Magnús Már Einarsson var einungis 13 ára er hann hóf störf á vefnum og skrifaði þá um heimaleiki Aftureldingar. Hann er […]

Mosfellskar þingkonur

Tvær mosfellskar þingkonur hafa setið á Alþingi frá því þing kom saman eftir jólaleyfi. Una Hildardóttir varaþingmaður Vinstri grænna hélt jómfrúarræðu sína miðvikudaginn 24. janúar. Una kemur inn sem varaþingmaður fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur. Í fyrstu ræðu sinni beindi Una augum þingheims að stöðu samnings Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi sem […]

Sókn í upplýsinga- og tæknimálum í skólunum

Haustið 2017 hófst vinna við að undirbúa sókn í upplýsinga- og tæknimálum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Sú vinna byggir á niðurstöðum vinnu með kennurum vorið 2017 sem kölluð hefur verið Vegvísirinn. Vegvísirinn er eitt af leiðarljósum fræðslu- og frístundasviðs í þeirri umbreytingu á tækniumhverfi grunnskólanna sem nú stendur yfir. Í Vegvísinum koma skýrt fram […]