Entries by mosfellingur

Helgafellsskóli tekinn í notkun í janúar

Stefnt er að því að skólahald í nýjum Helgafellsskóla í Helgafellshverfi hefjist í janúar 2019. Bygging skólans er stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins um þessar mundir en skóflustunga var tekin í desember 2016. Í vor var ákveðið að flýta framkvæmdum en byggt er í fjórum áföngum og verður sá fyrsti tekinn í notkun í janúar. Flytja […]

Hver er Mosfellingur ársins 2018?

Val á Mosfellingi ársins 2018 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Þetta er í fjórtánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni […]

Mosfellingar fá hraðhleðslu

Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við N1 tekið í notkun hraðhleðslu fyrir rafbíla í Mosfellsbæ. Það var rafbílaeigandinn og Mosfellingurinn Valgerður Fjóla Einarsdóttir sem hlóð fyrstu hleðsluna föstudaginn 14. desember. „Það er gríðarlegur munur að fá hraðhleðslu hingað í heimahagana og þurfa ekki að leita langt yfir skammt þegar hleðslu er þörf,“ sagði Valgerður Fjóla […]

Ekki bara íþrótt

Núna rétt fyrir jólin ætti heilsupistill mögulega að fjalla um það sem flesta skiptir mestu máli um hátíðarnar – samveru, góðan mat, ró og frið, afslappað andrúmsloft. Gjafir skipta máli, en eftir að hafa flakkað á milli vinnustaða í desember til að ræða þetta, leyfi ég mér að fullyrða að við séum að breytast sem […]

Gefum okkur tíma

Það er auðvelt í amstri hversdagsins að detta í sjálfstýringuna og sérstaklega í kringum hátíðirnar. Mikilvægt er að við gefum sjálfum okkur þá gjöf að staldra við, draga djúpt andann og taka inn augnablikið. Upplifa og njóta líðandi stundar. Veitum athygli Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Veitum börnunum okkar óskipta athygli, hlustum […]

Jákvæð þróun að Varmá

Árið 2018 leyfi ég mér að segja að sé búið að vera farsælt ár hjá Aftureldingu. Margt gott hefur áunnist í félaginu okkar, árangur innan allra þeirra 11 deilda sem við höfum starfandi er gríðarlegur. Við höfum unnið marga titla og líka stundum verið nálægt því að vinna titla. Enn fremur hefur iðkendum okkar fjölgað […]

Jólaljós og lýsing fyrir börnin, eldri borgara og okkur öll

Á aðventunni skreytum við hús okkar og önnur hýbýli, við lýsum upp tilveruna og skammdegið með fögrum litríkum jólaljósum. Þau veita okkur gleði og við fögnum hvert okkar þessum frítíma fjölskyldurnar í friði og ró. Öll þurfum við ljós í líf okkar og það skiptir málið þegar skamm­degi ríkir að við getum lýst upp bæði […]

Umhverfið er okkar

„Umhverfið er okkar,“ stendur fremst á nokkrum trukkum sem keyra mörgum sinnum á dag í gegnum bæinn okkar með baggaðan úrgang á leið í urðun í Álfsnes. Í raun eru mun fleiri bílar sem leggja leið sína þangað en um 150 þúsund tonn af úrgangi verða urðuð í Álfsnesi í ár. Eitt stykki skemmtiferðaskip af […]

Höldum gleðileg jól

Nú þegar jólin nálgast og aðventan lýsir okkur inn í nýja tíma er rétt að líta örstutt til baka og þakka þann stuðning sem bæjarbúar veittu Miðflokknum í síðustu kosningum til sveitastjórnar. Hann var ómetanlegur og markmið okkar, sem skipuðum lista flokksins hér í Mosfellsbæ, er að vinna vel fyrir bæjarbúa og tryggja málefnalega og […]

Árið sem er að líða

Á sama tíma og við hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ óskum ykkur gleðilegrar hátíðar viljum við þakka fyrir samstarfið og árið sem er að líða. Starf deildarinnar hefur farið víða á liðnu ári og tekið breytingum í samræmi við breytta íbúasamsetningu. Sjálfboðaliðar deildarinnar prjónuðu fyrir börn í Hvíta-Rússlandi og hælisleitendur á Íslandi, þeir aðstoðuðu börn […]

Lýðræði og mannréttindi varða okkur öll

Ein af meginkröfum okkar tíma er aukið lýðræði, samráð og upplýsingar um athafnir stjórnvalda. Þar gegna sveitarfélög mikilvægu hlutverki og ber að tileinka sér markvissar aðferðir til íbúasamráðs. Þau mega aldrei missa sjónir af því að þeirra hlutverk er að taka ákvarðanir út frá mati á heildarhagsmunum. Lýðræðis- og mannréttindanefnd hefur verið sett á stofn […]

Við vetrarsólhvörf

Um þessar mundir er skammdegið í algleymingi og sól lágt á lofti. En á morgun verða vetrarsólhvörf, þá verður tafli tímans snúið við og lífgjafi okkar allra hækkar á himni, jafnt og þétt. Fram undan eru jól og áramót og mikil eftirvænting og tilhlökkun liggur í loftinu, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni. Á þessum tímamótum […]

Ætla að afla sér þekkingar um langlífi og heilsuhreysti

Hjónin Vala Mörk og Guðjón Svansson eru á leið í spennandi rannsóknarleiðangur í janúar næstkomandi. Hjónin reka æfingastöðina Kettlebells Iceland á Reykjavegi í Mosfellsbæ. Vala er menntaður iðjuþjálfi og vann í mörg ár á Reykjalundi, Guðjón er samskiptafræðingur og starfar sem ráðgjafi í orkustjórnun hjá Hagvangi auk þess að skrifa heilsupistla í Mosfelling. Vala og […]

Heimurinn hreinlega hrundi við þessar fregnir

Júlía Rut Lárusdóttir Mønster greindist með bráðahvítblæði árið 2017 aðeins þriggja ára gömul. Föstudagurinn 15. september 2017 byrjaði eins og allir aðrir dagar hjá fjölskyldu Júlíu Rutar sem býr í Klapparhlíðinni. Börnin fóru í skólann og foreldrarnir til vinnu en stuttu síðar fékk faðirinn símtal frá leikskólanum um að Júlía væri komin með hita svo […]

Leikfimi eldri borgara slær í gegn

Í haust var hleypt af stokkunum 12 vikna tilraunaverkefni sem byggir á samstarfi FaMos, Mosfellsbæjar og World Class. Um er að ræða leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri sem fram fer í World Class í Lágafellslaug. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu og er […]