Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir nú Fellið

fellid

viðurkenningarNýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun. Húsið er sérútbúið til knattspyrnuiðkunar með gervigrasi á gólfum. Þar eru einnig þrjár hlaupabrautir auk göngubrautar umhverfis völlinn.
Efnt var til nafnasamkeppni fyrir nýja húsið og var hægt að senda inn tillögur á vefsíðu Mosfellsbæjar og skipuð var sérstök nafnanefnd Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Í nefndinni sátu frá Mosfellsbæ þau Bjarki Bjarnason og Anna Sigríður Guðnadóttir en fulltrúi Aftureldingar var Geirarður Þór Long. Starfsmaður nefndarinnar var Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar.
Alls sendu 206 bæjarbúar inn tillögur sínar í nafnasamkeppnina og komu fram 135 tillögur að heiti á húsinu.
Nefndin hélt tvo fundi og varð það niðurstaða nefndarinnar að velja nafnið Fellið sem 6 einstaklingar lögðu til. Þeir sem lögðu nafnið til eru Ingibjörg Ívarsdóttir, Hafdís Benediktsdóttir, Magnea Ingimundardóttir, Agnar Davíð Halldórsson, Elín Konráðsdóttir og Rakel Baldursdóttir. Mynd af þeim má sjá hér til hliðar ásamt fulltrúum bæjarins þegar þeim var afhentur þakklætisvottur í vikunni. Á stóru myndinni má sjá hvernig húsið verður merkt að utan.