Entries by mosfellingur

Á sama afmælisdag og Krikaskóli

Þann 16. júní fagnaði Krikaskóli 10 ára afmæli. Nemendur og starfsfólk skólans héldu upp á daginn með dagskrá sem undirbúin var af krökkunum sjálfum. „Börnin voru sammála um að þau vildu halda dagskrána utandyra með fjölbreyttum stöðvum sem endurspeglar áherslur skólans,“ segir Þrúður Hjelm skólastjóri. „Það var þann 16. júní 2008 sem fyrstu börnin komu […]

Ráð við rigningu…

Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim því ég er kominn heim. Það er fátt betra en að syngja um sólina sem slær silfri á voga með þúsundum Íslendinga nokkrum mínútum fyrir risastóran fótboltaleik. Fæ gæsahúð við tilhugsunina. Sólin var í Rússlandi en hefur minna verið hér heima […]

Hefðbundinn starfsvettvangur ekki framtíðin

Guðrún Helga Skowronski ákvað að læra söðlasmíði svo hún gæti sameinað áhuga sinn á handverki og hestamennsku. Helga eins og hún er ávallt kölluð, lagði oft leið sína á sínum yngri árum í gegnum Mosfellsdalinn á leið í bústað fjölskyldunnar á Þingvöllum. Hún hugsaði oft um hvernig væri að eiga heima í dalnum en óraði […]

Creedence tónlistin trekkir vel

Birgir Haraldsson og félagar hafa með reglulegu millibili þeyst um landið og spilað Creedence og John F. Fogerty lög. Þeir hafa ferðast víða og fengið frábærar undirtektir. „Það er algerlega magnað hvað tónlist þessa manns er vel þekkt,“ segir Birgir. „Hún hefur síast inn í landann með móðurmjólkinni þannig að menn þekkja hvert einasta lag. […]

Pólitísk afskipti Varmárskóla af kosningabaráttunni

Þann 24. maí síðastliðinn birtist færsla á Facebook-síðu Varmárskóla þess efnis að ónafngreindir aðilar væru að vega að skólastarfinu og var sami texti settur á vef skólans daginn eftir. Af samhengi og efni pósta í kjölfarið og gagnrýni sem fram kom á opnum íbúafundi í Hlégarði 24. maí var engum blöðum um það að fletta […]

Eftir kosningar

Ég leyni því ekki að niðurstöður kosninganna þann 26. maí voru vonbrigði fyrir Samfylkinguna í Mosfellsbæ. Framboðum fjölgaði til muna í bænum við þessar kosningar frá þeim síðustu og ljóst að mun meiri samkeppni yrði um atkvæðin. Enda kom það á daginn og niðurstaðan varð að Samfylkingin tapaði einum bæjarfulltrúa. Miklar breytingar verða nú í […]

Finnsku húsin í Arnartanga

Aðfaranótt 23. janúar 1973 hófst mikið eldgos í Heimaey eins og kunnugt er. Í vetur sem leið voru því 45 ár liðin frá þessum atburði. Frækilegur brottflutningur fólks varð víðfrægur um allan hinn upplýsta heim og dáðust margar þjóðir að hversu Íslendingar reyndust úræðagóðir þegar mikið reyndi á. Víða barst aðstoð erlendis frá. Norðurlöndin brugðust […]

Vala og Gaui hlutu Gulrótina 2018

Lýðheilsuviðurkenning Mosfellsbæjar, Gulrótin, var afhent þriðjudaginn 29. maí. Afhendingin fór fram í Listasalnum á árlegum Heilsudegi Mosfellsbæjar. Viðurkenningunni er ætlað að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa bæjarins. Óhefðbundin æfingastöð á Engjavegi Hjónin Guðjón Svansson og Vala Mörk eigendur Kettlebells Iceland hljóta viðurkenninguna í ár en […]

Áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna

Mál­efna­samn­ing­ur Sjálf­stæðis­flokks og Vinstrihreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs var formlega undirritaður við Hlégarð þriðjudaginn 5. júní. D- og V-listi fengu fimm af níu bæjarfulltrúa kjörna í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum og halda meirihlutasamstarfi sínu áfram sem hófst fyrst árið 2006. Skólar í fremstu röð D- og V- listar vilja að skólar bæjarins verði í fremstu röð og státi […]

Takk fyrir…

Heilsuna. Konuna. Börnin. Fjölskylduna. Ættingjana. Vinina. Kunningjana. Nágrannana. Æfingafélagana. Samstarfsfélagana. Keppinautana. Liðsfélagana. Þjálfarana. Aftureldingu. Fylki. Þrótt. ÍR (í körfu). Sjálfboðaliðana. Landsliðin okkar. Sigurleikinn í Amsterdam. HM í Rússlandi. Miðana á Argentínuleikinn – þú veist hver þú ert, meistari. Lars og Heimi. Fólk sem er opið fyrir hugmyndum og óhefðbundnum leiðum. Náttúruna. Mosfellsbæ. Strandir. Ísland. Ferðalög. […]

Hafa fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð

Snorri Hreggviðsson er aðalhluthafi og stofnandi mosfellska nýsköpunarfyrirtækisins Margildi sem sérhæfir sig í framleiðslu bragðgóðs hágæða lýsis úr íslenskum uppsjávarfiski. Fyrirtækið var stofnað af þeim Snorra og Erlingi Viðari Leifssyni og hóf starfsemi árið 2014. „Í dag eru 11 hluthafar í fyrirtækinu, þeir hafa bæði lagt okkur lið fjárhagslega en ekki síður með þekkingu, reynslu […]

V-listinn gengur óbundinn til kosninga

Kjósendur í Mosfellsbæ geta valið á milli átta framboða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 26. maí. Í nýjasta tölublaði Mosfellings sitja oddvitar framboðanna fyrir svörum. Hér er á ferðinni oddviti Vinstri-grænna.   Nafn: Bjarki Bjarnason. Aldur: 65 ára. Gælunafn: Í Mosfellsdal var ég stundum kallaður Bjarkmundur eftir að við Guðmundur bróðir minn gerðumst áskrifendur að Þjóðviljanum undir […]

Höfum sýnt ábyrgð og staðfestu í störfum okkar

Kjósendur í Mosfellsbæ geta valið á milli átta framboða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 26. maí. Í nýjasta tölublaði Mosfellings sitja oddvitar framboðanna fyrir svörum. Hér er á ferðinni oddviti Samfylkingarinnar. Nafn: Anna Sigríður Guðnadóttir. Aldur: 58 ára. Gælunafn: Kölluð Anna Sigga. Starf: Verkefnastjóri á Heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ. Fjölskylduhagir: Gift Gylfa Dýrmundssyni og eigum við 4 […]

Kosningarnar snúast um að skipta um meirihluta

Kjósendur í Mosfellsbæ geta valið á milli átta framboða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 26. maí. Í nýjasta tölublaði Mosfellings sitja oddvitar framboðanna fyrir svörum. Hér er á ferðinni oddviti Miðflokksins. Nafn: Sveinn Óskar Sigurðsson. Aldur: 49 ára. Gælunafn: Óskar. Starf: Ráðgjafi og sjálfstætt starfandi. Fjölskylduhagir: Giftur Danith Chan, lögfræðingi. Við eigum tvær dætur, Sylvíu Gló Chan, […]

Kosningarnar snúast um fólk en ekki flokka

Kjósendur í Mosfellsbæ geta valið á milli átta framboða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 26. maí. Í nýjasta tölublaði Mosfellings sitja oddvitar framboðanna fyrir svörum. Hér er á ferðinni oddviti Vina Mosfellsbæjar. Nafn: Stefán Ómar Jónsson. Aldur: 63 ára. Gælunafn: Stebbi (en bara gamlir skólafélagar úr Gaggó Mos 🙂 Starf: Stjórnsýsluráðgjafi og verkefnastjóri rafrænnar stjórnsýslu. Fjölskylduhagir: Einstæður, […]