Entries by mosfellingur

Hilmar Elísson valinn Mosfellingur ársins

Mosfellingur ársins 2019 er Hilmar Elísson. Hilmar sem er húsasmíðameistari og rekur fyrirtækið H-verk er meðlimur í karlaþrekinu í World Class og fastagestur í Lágafellslaug. Þann 28. janúar 2019 ákvað Hilmar að fá sér sund­sprett eftir æfingu. Það má segja að hann hafi verið réttur maður á réttum stað því hann bjargaði sundlaugargesti frá drukknun […]

Um áramót

Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Kæru Mosfellingar!Um áramót er hefðbundið að líta yfir farinn veg og leggja mat á það hvernig okkur tókst til, læra af því sem kann að hafa farið miður um leið og við setjum okkur markmið eða veltum fyrir okkur hvað kann að bíða okkar á nýju ári. Í það heila tekið reyndist […]

Ögraðu þér

Ég er búinn að lesa þrjá pistla um nýja árið, skrifaða af þekktum pennum Fréttablaðsins og Moggans. Allir pistlarnir snúast um þá algengu hjarðhegðun okkar Íslendinga að rífa sig í gang eftir allsnægtadesember þegar lífið snýst um að njóta og leyfa sér allar mögulegar og ómögulegar freistingar, sérstaklega þær sem hafa eitthvað með mat og […]

Skólinn á nýjum áratug

Skólakerfið hefur þróast og breyst undanfarna áratugi og er skólinn í dag ekki sá sami og hann var fyrir 10 árum svo ekki sé talað um fyrir 20 árum. Sjónum er nú meira beint að líðan barna og er sannað að góð skólamenning og jákvæður skólabragur er forvörn gegn vanlíðan og undirstöðuatriði hvað námsárangur varðar. […]

Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun fyrir 2020 var samþykkt eins og lög gera ráð fyrir síðla árs 2019. Margt er gott þar að finna enda samstaða um ýmis málefni innan bæjarstjórnar. Vinnubrögðin við gerð fjárhagsáætlunar eru þó árlegur ásteytingarsteinn. Samfylkingin hefur í áraraðir lagt það til að fagnefndir bæjarins komi með markvissari hætti að undirbúningi fjárhagsáætlunar. Virkja ætti nefndir […]

Leggðu höfuðið í bleyti

Eitt af því sem við flest sjáum eftir er að hafa ekki tekið til máls og látið okkar skoðun í ljós þegar við höfðum eitthvað að segja. Flest þekkjum við þá tilfinningu að vera í hópi fólks, hvort sem er á fundi eða í öðrum kringumstæðum, og vilja leggja eitthvað til umræðunnar, en ekki getað. […]

Stofna minningarsjóð um Pál Helgason

Stofnaður hefur verið minningarsjóður um Pál Helgason, tónlistarmann. Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Páls Helgasonar og er stofnaður af börnum Páls og eftirlifandi eiginkonu. Stofnframlag sjóðsins kemur frá eiginkonu Páls, Bjarneyju Einarsdóttur, auk innkomu af styrktartónleikum sem haldnir voru í Langholtskirkju 23. október. Páll var afkastamikill í tónlistarlífi landsins, þó mest í Mosfellsbæ og kom að stofnun […]

Ég hræðist ekki sorgina

Anna Sigurðardóttir sálfræðingur hjá Heilsuborg segist hafa fengið tækifæri til að endurskoða gildi sín og lífsviðhorf eftir barnsmissi. Anna er þekkt fyrir að vera orku­­mikil, jákvæð og bros­mild og ekki vantar upp á húm­orinn. Í maímánuði árið 2013 tók líf hennar u-beygju er hún fæddi andvana dóttur. Krufning leiddi í ljós að hún hefði látist […]

Stofna styrktarsjóð í nafni Kötlu Rúnar sem lést 2007

Mæðgurnar og Mosfellingarnir Kristjana Arnardóttir, Arna Hagalínsdóttir og Rúna Birna Hagalínsdóttir hafa stofnað styrktarsjóðinn Kraftur Kötlu. Markmið sjóðsins er að styðja við börn í þróunarlöndum til uppeldis og menntunar. „Hugmyndin að sjóðnum kviknaði fyrir nokkrum árum þegar okkur mæðgum langaði til að hefja einhvers konar styrktarstarfsemi í nafni Kötlu Rúnar, dóttur Rúnu, sem lést í […]

Hver er Mosfellingur ársins 2019?

Val á Mosfellingi ársins 2019 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Þetta er í fimmtánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tilnefningunni […]

Samvinna

Ég er ekki pólitískur. Ég veit ekki hvort ég myndi passa inn í neinn flokk þar sem ég er annars vegar á þeirri skoðun að við sem einstaklingar berum mikla ábyrgð á okkur sjálfum og hins vegar á þeirri skoðun að við sem samfélag eigum að hlúa á þeim sem þurfa á því að halda. […]

Vegferð til vellíðunar

Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð er ekki úr vegi að staldra aðeins við, líta yfir árið og velta því fyrir sér hvernig það var og af hverju. Leið mér vel? Lagði ég rækt við sjálfa/-n mig og aðra? Var ég meðvituð/-aður um gerðir mínar og viðbrögð í hinu daglega […]

Hækkar sól um jól

Framundan eru tímamót: vetrarsólhvörf, jól og áramót á næsta leiti. Lífgjafi okkar allra hækkar á lofti, skammt undan lúrir janúar sem er nefndur eftir rómverska guðnum Janusi með andlitin tvö, annað sneri til fortíðar en hitt fram á veginn. Hér á eftir hyggjumst við undirrituð drepa stuttlega á það sem hefur verið ofarlega á baugi […]

Umferðarlög – breytingar um áramótin

Það hefur eflaust ekki farið framhjá Mosfellingum frekar en öðrum landsmönnum að eftir um 12 ára ferli þá munu ný umferðarlög taka gildi um áramótin. Margt nýtt er í lögunum sem vert er að taka eftir. Hér eru nokkur nýmæli. Snjalltæki Í lögunum eru ákvæði er varða snjalltæki og bann við notkun þeirra gert skýrt, […]

Jólakveðja frá Aftureldingu

Enn líður að jólum og komið að því að gera upp árið. Árið 2019 hefur verið lifandi og skemmtilegt hjá Aftureldingu, en það eru orð að sönnu að það er aldrei dauð stund í lífinu þegar kemur að því að hlúa að og halda utan um þetta flotta félag sem við erum. Stór skref hafa […]