Hilmar Elísson valinn Mosfellingur ársins
Mosfellingur ársins 2019 er Hilmar Elísson. Hilmar sem er húsasmíðameistari og rekur fyrirtækið H-verk er meðlimur í karlaþrekinu í World Class og fastagestur í Lágafellslaug. Þann 28. janúar 2019 ákvað Hilmar að fá sér sundsprett eftir æfingu. Það má segja að hann hafi verið réttur maður á réttum stað því hann bjargaði sundlaugargesti frá drukknun […]