Entries by mosfellingur

Blak í bænum í 20 ár

Blakdeild Aftureldingar var stofnuð árið 1999 og fagnar því 20 ára afmæli sínu í ár. Stofnendur voru konur sem langaði að spila blak. Haustið 1999 mætti undirrituð á fyrstu æfinguna. Árið 2001 tók ég við formennsku blakdeildarinnar og var fyrsta verkefnið að sækja um Öldungamótið sem við héldum árið 2002 og breytti það starfi deildarinnar […]

Í túninu heima 2019 – DAGSKRÁ

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 30. ágúst-1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Um helgina verður boðið upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, […]

Bærinn iðar af lífi Í túninu heima

Að vanda verður líf og fjör í Mosfellsbæ þegar bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram helgina 30. ágúst til 1. september. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ taka virkan þátt í hátíðinni og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þekktir liðir verða á sínum stað, svo sem flugvéla- og fornvélasýning á Tungubökkum, kjúklingafestival og […]

Endurbætur og viðhald Varmárskóla á lokametrunum

Frá því í júní hafa staðið yfir margháttaðar endurbætur og viðhald á Varmárskóla sem nú sér fyrir endann á. Framkvæmdirnar byggja á tveimur ólíkum úttektum. Annars vegar úttekt Verksýnar sem tekur til almenns viðhalds og endurbóta á elstu hlutum skólahúsnæðisins. Hins vegar heildarúttekt EFLU á rakaskemmdum og afleiðingum þeirra. Dagleg verkefnisstjórnun var í höndum umhverfissviðs […]

Róum okkur aðeins

Heilsa og heilbrigði snýst ekki um að vera alltaf á miljón. Við þurfum að kunna að hvíla okkur alveg eins og að taka vel á því. Ég spjallaði við tvo Mosfellinga í vikunni sem báðir töluðu um muninn á því að búa erlendis, annars vegar í Danmörku og hins vegar Hollandi, og á Íslandi. Þeir […]

Kvenfélagið fagnar 110 ára afmæli

„Vorið og sumarið hefur verið viðburðaríkt hjá Kvenfélagi Mosfellsbæjar. Í ár fagnar félagið 110 ára afmæli. Við vorum svo lánsamar að fá úthlutað styrk frá samfélagssjóði KKÞ og var það okkur mikils virði að fá viðurkenningu fyrir okkar störf,“ segir Sólveig Jensdóttir formaður kvenfélagsins. Konur í félaginu hafa í vetur prjónað sjúkrabílabangsa sem afhentir voru […]

Nýr vefur fyrir íþróttafólk sem vill ná langt

Þau hjónin Linda Svanbergsdóttir og Birgir Arnaldur Konráðsson, betur þekktur sem Biggi Boot Camp, opnuðu á dögunum nýja vefsíðu þar sem áhersla er á tilbúin æfingaprógrömm fyrir íþróttafólk. Þau hafa búið í Kaupmannahöfn í fjögur ár þar sem þau hafa kynnt og fylgt eftir Boot Camp-inu ásamt því að þjálfa, en Birgir fagnar um þessar […]

Carpet í endurnýjun lífdaga

Snemma á tíunda áratug síðustu aldar stofnuðu fjórir ungir piltar hljómsveit í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Það er svo sem ekki í frásögur færandi. Þetta voru þeir Hallgrímur Jón Hallgrímsson (trommur), Eyþór Skúli Jóhannesson (gítar), Arnar Ingi Hreiðarsson (bassi) og Jón Þór Birgisson (gítar, söngur). Jón Þór yfirgaf hljómsveitina 1994 til að stofna aðra hljómsveit. Kristófer Jensson […]

Verslunin Coral.is opnar í Kjarna

Verslunin Coral.is opnaði nýverið í Kjarnanum þar sem Dýralæknirinn var áður til húsa. Verslunin hefur verið starfrækt síðan 2012 en aðallega sem netverslun. „Ég hef verið eigandi Coral.is síðastliðið ár og hef eingöngu rekið búðina á netinu. Það hefur gengið rosalega vel en til að geta veitt viðskiptavinum betri þjónustu og í framtíðinni aukið vöruvalið […]

Bílarnir hafa breyst til hins betra

Bernhard Linn eða Benni eins og hann er ávallt kallaður er með bíladellu á háu stigi og hefur ekið bílum svo lengi sem hann man eftir sér. Hann ætlaði sér alltaf að verða bifvélavirki en fann fljótt út að það heillaði hann meira að sitja undir stýri og starfa sem atvinnubílstjóri. Benni hefur átt hátt […]

Ný heilsugæsla í Sunnukrika

Heilsugæsla Mosfellsumdæmis og Sunnubær ehf. hafa skrifað undir samning um nýja heilsugæslustöð í Mosfellsbæ. Hún mun rísa í Sunnukrika neðst í Krikahverfi og munu framkvæmdir hefjast á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tilbúið í lok ársins 2020. Þar verður einnig gert ráð fyrir apóteki og annarri heilsutengdri starfsemi. „Það eru bjartari […]

Endurbætur á Varmárskóla ganga samkvæmt áætlun

Nú standa yfir endurbætur á húsnæði Varmárskóla og hafa þær gengið vel að sögn Hallgríms Skúla Hallgrímssonar hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar sem annast verkefnisstjórn endurbótanna. Endurbæturnar eru samstarfsverkefni margra aðila en leiddar af umhverfissviði Mosfellsbæjar með ráðgjöf frá verkfræðistofunni EFLU. Endurbæturnar byggjast annars vegar á úttekt verkfræðistofunnar Verksýnar og hins vegar ábendingum sem komu fram í […]

Breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi – Stórir bílar?

Framboð Vina Mosfellsbæjar lagði á það áherslu í stefnu sinni fyrir kosningarnar 2018 að stemma ætti stigu við sífelldum deiliskipulagsbreytingum og að rök fyrir þeim breytingum sem fallist væri á ættu að vera í almannaþágu og til bóta fyrir heildina jafnt og umsækjendur breytinganna. Á 487. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 31.05.2019 var fyrsta mál á […]

Jafnrétti í íþróttum

Það sem veðrið er búið að leika við okkur hérna megin landsins í byrjun sumars, þetta er bara dásamlegt. Við fjölskyldan erum til dæmis búin að fara á tvö stór fótboltamót í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki og það hefur varla rignt, þetta gerir allt svo miklu betra og auðveldara. Ég er mjög upprifin yfir þessum […]

Íþróttaþorpið

Ég hitti Yuri Marcialis í Cagliari á Sardiníu í síðasta mánuði. Hann var í forsvari fyrir nokkrum árum fyrir spennandi verkefni í borginni. Það kallast „Íþróttaþorpið“ og er hluti af mikilli heilsueflingu og íþróttaeflingu sem átt hefur sér stað í borginni síðustu ár. Það snýst um byggja upp svæði þar sem almenningur og atvinnumenn geta […]