Entries by mosfellingur

Opna ilmbanka íslenskra jurta

Í júní opnaði í Álafosskvosinni ilmsýningin Ilmbanki íslenskra jurta og lítil búð sem selur ýmsar vörur sem unnar eru úr íslenskum jurtum. Það eru þær Elín Hrund Þorgeirsdóttir og Sonja Bent sem standa að baki sýningunni en þær hafa unnið saman síðastliðin þrjú ár og reka saman fyrirtækið Nordic angan. „Við höfum verið að vinna […]

Kjóll með sögu

Þann 22. ágúst fermdist Eydís Ósk í Lágafellskirkju ásamt fleirum krökkum úr bæjarfélaginu. Það er skemmtilegt að segja frá því að kjóllinn sem hún var í við þessa hátíðlegu athöfn hefur áhugaverða sögu að baki en þetta er í fjórða skipti sem þessi kjóll er notaður við stórviðburð í fjölskyldunni. Kjóllinn var upphaflega saumaður árið […]

Krefjast lengri opnunartíma

Margir fastagestir sækja Lágafellslaug í Mosfellsbæ enda ein flottasta sundlaug landsins. Hópur fastagesta hittist þar á hverju kvöldi og fer yfir málin. Eftir sund og gufu leggur hópurinn á ráðin yfir engiferskoti í anddyri laugarinnar. „Við erum Mosfellingar og þverskurður samfélagsins á aldrinum 20-80 ára,“ segir Guðmundur Björgvinsson, Makkerinn, einn meðlima sundhópsins. Hátt í þúsund […]

Fyrsta afhending úr Klörusjóði

Í lok júní voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla og var í ár lögð áhersla á verkefni á sviði upplýsinga-og tæknimála. Alls […]

Ég er algjört félagsmálafrík

Svala Árnadóttir er kraftmikil kona sem vill leggja sín lóð á vogaskálarnar til að koma hlutum í framkvæmd. Hún hefur verið virk í margs konar félagsstarfi í gegnum tíðina sem hún segist hafa haft mikla unun af og er hvergi hætt þótt komin sé á besta aldur. Í dag sækir hún fundi hjá Rótarýklúbbi Mosfellsbæjar, […]

Kaffi Áslákur opnar um helgina

Kaffi Áslákur er nýtt kaffihús sem opnar um helgina. Það er Alli Rúts hóteleigandi á Hótel Laxnesi sem hefur breytt móttökurými hótelsins í kaffihús. „Það hefur lengi vantað kaffihús í Mosó þannig að við ákváðum að slá til. Hótelmóttakan minnkar í sniðum enda fara öll samskipti meira og minna fram í gegnum tölvur,“ segir Alli. […]

Áskoranir haustsins!

Haustið er fram undan með fullt af nýjum áskorunum. „Þetta verður eitthvað,“ hugsaði ég um daginn, en nýjar áskoranir eru spennandi og þær eru sannarlega til staðar hjá okkur í Aftureldingu þessa dagana. Auðvitað hef ég þungar áhyggjur af stöðunni, hún er grafalvarleg fjárhagslega hjá okkur, en félags- og mannauðurinn okkar hefur sýnt það undanfarið […]

Enn ein breyting á deiliskipulagi í Helgafellshverfi

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkti meirihluti nefndarinnar breytingu á deiliskipulagi lóðar við Uglugötu. Breytingin felur í sér að í stað þess að ekið sé að húsunum við Uglugötu 14-20 frá Uglugötu sjálfri, á nú að aka að húsunum í gegnum botnlanga frá Vefarastræti fram hjá bílastæðum og aðkomu að bílakjallara þess húss. En af […]

Ljótir skór, sterkir fætur

Ég fæ reglulega að heyra að ég gangi í ljótum skóm. Það er mögulega eitthvað til í því, þetta er auðvitað smekksatriði. Það sem einum finnst ljótt, finnst öðrum fallegt. Skór eru eins og tónlist. Mögnuðustu tónleikar sem ég hef upplifað voru með Sigur Rós í Bjarnarfirði á Ströndum fyrir nokkrum árum. Útitónleikar í göldróttu […]

Íþróttalífið af stað eftir sumarfrí

Nú fer að líða að því sem allir hafa verið að bíða eftir: Íþrótta- og tómstundastarf hefst á ný eftir sumarfríið! Við erum svosem alltaf spennt á haustin, en það er ekki laust við að fiðringurinn sé örlítið meiri en venjulega að þessu sinni. Fyrir margar vetraríþróttir var þetta sumar heldur lengra en við höfðum […]

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2020 aflýst

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ákvað í dag að af­lýsa bæj­ar­hátíðinni Í tún­inu heima vegna kór­ónu­veirufar­aldrus­ins. Þetta var ákveðið eft­ir til­lögu neyðar­stjórn­ar bæj­ar­ins sem samþykkt var á fundi menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar á þriðju­dag. Hátíðin var fyr­ir­huguð dag­ana 28.-30. ág­úst. Tinda­hlaup­inu sem fara átti fram sömu helgi er einnig af­lýst, en Mos­fells­bær er einn af fram­kvæmd­araðilum þess. „Til stóð […]

Unnið að deiliskipulagi fyrir atvinnukjarna í landi Blikastaða

Mosfellsbær og Reitir fasteignafélag vinna saman að deiliskipulagi fyrir nýjan atvinnukjarna í landi Blikastaða. Svæðið er við Vesturlandsveg á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Á svæðinu er fyrirhuguð uppbygging atvinnukjarna sem skipulagður verður með náttúru, sjálfbærni og samnýtingu að leiðarljósi. Náttúra og lífríki í ánni Korpu og í skógræktinni í hlíðum Úlfarsfells skapa vistlega umgjörð um […]

Það er af mörgu að taka

Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Miðflokksins segir flokkinn líta á mótlæti sem orku sem ber að virkja. Sveinn Óskar leiddist ungur út í stjórnmál en það var nú alls ekki á döfinni af hans hálfu. Á unglingsárunum fór Sveinn að fara víða með föður sínum á fundi en hann starfaði bæði sem varaþingmaður og […]

MotoMos í endurnýjun lífdaga

Þann 13. maí var kosin ný stjórn í Moto­Mos og við tók ein yngsta stjórn landsins hjá félagi innan MSÍ (Mótorhjóla- & vélasleðasambandi Íslands sem er hluti af ÍSÍ). Formaður er Jóhann Arnór Elíasson en aðrir stjórnarmenn eru Leon Pétursson, Egill Sverrir Egilsson, Pétur Ómar Þorsteinsson og Örn Andrésson. Varamenn í stjórn eru þeir Egill […]

Ný gas- og jarðgerðarstöð tilbúin til notkunar

Ný flokkunarlína fyrir úrgang var tekin í notkun 18. júní í móttökustöð SORPU í Gufunesi, sem markar upphaf prófunarferlis á flokkun úrgangs frá heimilum. Um er að ræða mikilvægt undirbúningsskref fyrir vinnslu í nýrri gas- og jarðgerðarstöð (GAJA) á Álfsnesi. Nýja flokkunarlínan tekur við lífrænum úrgangi frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu, hreinsar úr honum plast og […]