Jólakveðja frá Framsókn

Halla Karen Kristjánsdóttir

Hógværð, mildi og mannúð
Dýrmætustu gjafirnar
sem þú getur gefið
eru falleg orð og gjörðir
samúð og fyrirgefning
þakklæti, skilningur
viðurkenning og kærleikur

Steinunn Valdimarsdóttir

Kæru Mosfellingar
Lífið er dýrmæt gjöf. Hver dagur hefur sín ævintýri. Enginn dagur er eins, sumir eru mjög venjulegir, aðrir kannski smá öfugsnúnir og erfiðir og enn aðrir spennandi með fullt af skemmtilegum uppákomum. En allir þessir dagar eru lífið okkar og móta okkur. Við þurfum þó alltaf að vera að minna okkur á að staldra aðeins við, njóta lífsins og muna eftir smáu atriðunum. Vöndum líka alla framkomu og hvað við segjum við aðra sem og okkur sjálf. Umhyggja og hlýleg orð geta skipt sköpum. Hafið það sem allra best núna, í gær, á morgun, um jólin og bara alltaf.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla, hamingju og hreysti á nýju ári.

Með jólakveðju, Framsókn í Mosfellsbæ.

Halla Karen Kristjánsdóttir formaður