Entries by mosfellingur

Forréttindi að starfa með eldri borgurum

Markmið félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er að fyrirbyggja félagslega einangrun aldraðra og finna hæfileikum, reynslu og þekkingu þátttakanda farveg. Ferðalög, handmennt, hreyfing, kórstarf, listsköpun og spilamennska eru dæmi um starfsemina.Forstöðumaður félagsstarfsins er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, hún segir að í félagsstarfinu sé ávallt stefnt að því að auka fjölbreytni bæði í námskeiðshaldi […]

Mosfellingum þykir vænt um Blik – Fengið frábærar viðtökur

Blik Bistro hefur nú opnað aftur eftir vel heppnaðar breytingar. Nýir rekstraraðilar, þeir Ágúst Reynisson, Guðlaugur Frímannsson og Grétar Matthíasson, eða GGG veitingar, hafa tekið við staðnum og eru í skýjunum yfir frábærum móttökum eftir fyrstu dagana. „Við opnuðum þann 1. desember eftir smá breytingar á staðnum. Við einblíndum á það að gera staðinn hlýlegri, […]

Tillögu um greiðslu á húsaleigu vegna Karla í skúrum hafnað

Þann 5. apríl 2018 var haldinn opinn íbúafundur í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ um stefnumótandi áherslur íbúa varðandi málefni eldri íbúa í Mosfellsbæ. Þátttakendur voru um 110 talsins.Það kom líklega fyrst fram á prenti hér í Mosó það sem síðar varð að átaksverkefninu frá Rauða krossinum, Karlar í skúrum, en það sem fram kom á íbúafundinum […]

Það er betra að vera unglingur í bæ en í borg

Ég vil vekja athygli á hversu gott það er að vera unglingur í bæ en ekki í borg. Það geri ég vegna væntanlegra aðgerða Reykjavíkurborgar í niðurskurði á opnunartíma félagsmiðstöðva, sem er aðför að barna- og unglingavelferð. Við í stjórn SAMFÉS – samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi gagnrýnum þetta harðlega ásamt öllum þeim sem […]

Ert þú á löglegum hraða?

Skipulagsnefnd fundar aðra hverja viku og hefur nefndin fundað aukalega í ár vegna endurskoðunar aðalskipulags. Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar er langt komin og er áformað að vinnunni ljúki fyrri hluta næsta árs. Nefndinni hafa borist þónokkur erindi er tengjast endurskoðun aðalskipulagsins og er mögulegt að sjá þessi erindi í fundargerðum nefndarinnar. Skipulagsnefnd berast erindi er varða […]

Gefa út bók um hersetuna í Mosfellssveit og á Kjalarnesi

Út er komin, á vegum Sögufélags Kjalarnesþings, bókin Hersetan í Mosfellssveit og á Kjalarnesi 1940-1944 eftir Friðþór Eydal. Friðþór hefur ritað fleiri bækur um hernámsárin á Íslandi og þekkir mjög vel til aðbúnaðar hermanna á þessum tíma. Mosfellssveit og Kjalarnes voru vettvangur mikilla umsvifa erlends herliðs á árum síðari heimsstyrjaldar. Herlið hafði með höndum strandvarnir […]

HM og öflug liðsheild?

Þegar þetta er skrifað er ljóst að Argentína, Holland, England og Frakkland eru komin í 8-liða úrslit á HM. Ég er mikið að vinna í liðsheildarverkefnum þessa dagana, með vinnustöðum sem vilja efla fólkið sitt og fá það til að vinna enn betur saman undir stjórn hvetjandi leiðtoga. HM kemur á allra besta tíma fyrir […]

Hlégarður – næstu skref

Fyrsti fundur menningar- og lýðræðisnefndar var haldinn 15. nóvember sl. en nefndin hét áður menningar- og nýsköpunarnefnd. Hin nýja nefnd fer með menningar- og lýðræðismál og á meðal annars að gera tillögur til bæjarstjórnar um menningarmál, um stefnu í lýðræðismálum, hafa eftirlit með starfsemi stofnana sem vinna að menningarmálum og fleira.Á fyrsta fundi nefndarinnar lögðu […]

Huppa hefur opnað í Mosó

Á dögunum opnaði í Háholti 13 í Mosfellsbæ níunda ísbúð Huppu, en fyrsta útibú Huppu opnaði á Selfossi árið 2013. „Við höfum lengi fundið fyrir eftirspurn eftir að opna Huppu í Mosfellsbæ. Þegar okkur bauðst svo þetta frábæra húsnæði þá slógum við til. Við erum að fá alveg ótrúlega góðar móttökur frá Mosfellingum og erum […]

Söngurinn mun alltaf fylgja mér

  Diskódrottninguna Helgu Möller þarf vart að kynna enda löngu orðin ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar. Ferill hennar hefur til þessa verið afar fjölbreyttur og lög hennar hafa átt miklum vinsældum að fagna. Helga er hvað þekktust fyrir að syngja með dúettinum Þú og Ég ásamt Jóhanni Helgasyni en einnig fyrir að taka þátt í Söngvakeppni […]

Fjórir Mosfellingar í landsliðinu

Fjórir leikmenn, sem uppaldir eru hjá Aftureldingu, komu við sögu í tveimur vináttuleikjum A-landsliðsins Íslands í knattspyrnu á dögunum. Fyrri leikurinn fór fram þann 6. nóvember þar sem Ísland tapaði 1-0 fyrir Saudi-Arabíu, síðari leikurinn var 10. nóvember við Suður-Kóreu en sá leikur tapaðist líka með einu marki. Fyrstu skrefin á stóra sviðinuLeikmennirnir, sem allir […]

Uppbygging leikskóla í Mosfellsbæ

Síðustu vikur hefur verið að störfum starfshópur um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ. Tilurð hópsins má rekja til þess að nauðsynlegt þótti að rýna betur í áætlanir sveitarfélagsins um byggingu annars leikskóla í Helgafellslandi. Frá því að upphaflegar áætlanir voru settar fram um mitt síðasta ár hefur kostnaður við byggingu skólans aukist um 56% bæði vegna […]

Verður áfram best að búa í Mosó?

Á dögunum fór fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar. Að mörgu leyti er hún skynsamleg og góð enda byggð á góðum grunni stefnumótunar og vinnu undanfarinna ára.Það er þó áhyggjuefni þegar brýnum framkvæmdum er skotið á frest. Samkvæmt áætlun er tveggja ára seinkun á uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá auk þess sem leikskólinn sem rísa […]

Bætt þjónusta og framtíðarsýn í fjárhagsáætlun

Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar hefur nú lagt fram sína fyrstu fjárhagsáætlun og ber hún merki um nýjar áherslur. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er snúið þessi misserin m.a. vegna hárrar verðbólgu og afleiðinga innrásar Rússa inn í Úkraínu. Misjafnt er hvernig sveitarfélög taka á aðstæðum. Sum hver hafa ákveðið að fara í niðurskurð, uppsagnir og skerðingu á […]

Nú kemur þetta hjá okkur!

Ég hef verið iðkandi, þjálfari, foreldri og sjálfboðaliði í Aftureldingu frá því ég flutti í Mosfellsbæ. Á þessum tíma, sem spannar nú nokkra áratugi, hef ég upplifað alls konar, eins og gerist og gengur innan íþróttafélaga. En það sem stendur upp úr fyrir mig er allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst. Að starfa […]