Entries by mosfellingur

Hvert næst?

Við fórum 14 saman úr Kettlebells Iceland æfingahópnum til Austurríkis um síðustu helgi til að taka þátt í Spartan Race þrautahlaupi. Kaprun þrautahlaupið þykir með þeim erfiðari en það fer að mestu fram í háum skíðabrekkum og hækkunin mikil. Þrautirnar eru fjölbreyttar og flestar krefjandi. Þetta var frábær ferð, allir kláruðu sín hlaup með stæl […]

Nýr kórstjóri Karla­kórs Kjalnesinga

Lára Hrönn Pétursdóttir hefur verið ráðin kórstjóri hjá Karlakór Kjalnesinga en hún tekur við keflinu af Þórði Sigurðarsyni sem lætur af störfum vegna flutninga út á land. Lára hefur víðtæka reynslu úr tónlistarlífinu, hefur komið að stjórnun barnakóra og sönghópa, hún þekkir aðeins til starfsins hjá Karlakór Kjalnesinga en hún hefur komið fram með kórnum […]

Hjálmurinn bjargaði miklu

Rúnar Óli Grétarsson, 15 ára Mosfellingur, lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi þann 15. ágúst í Álafosskvosinni. Rúnar Óli var á leið heim úr vinnu en hann hefur verið að vinna sem leiðbeinandi við skátanámskeið í sumar. Hann missir stjórn á hjólinu á mikilli ferð og stingst beint fram fyrir sig með alvarlegum afleiðingum. „Sjúkrabíllinn var fljótur […]

Þakklát fyrir traustið

Regína Ásvaldsdóttir tók við sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ 1. september 2022. Hún býr yfir víðtækri reynslu af stjórnun og rekstri á vettvangi sveitarstjórnarmála og hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum og starfshópum. Regína segist þakklát fyrir það traust sem henni var sýnt með ráðningunni, fram undan séu stór verkefni, meðal annars í uppbyggingu og stefnumótun […]

Pop-up kaffihús í Lágafellslaug

Fimmtudaginn 24. ágúst opnar Kaffisæti pop-up kaffihús í Lágafellslaug. Eftir að hafa byrjað mjög seint að drekka kaffi hefur Andrés Andrésson hent sér út í djúpu laugina og meira til. Baristanámskeið í Flórens á Ítalíu, heimsókn í kaffiræktun á Gran Canaria og samtöl við fólk úr bransanum. „Þetta eru ákveðin kaflaskil hjá mér eftir að […]

Kjúllinn klekst út

„Okkur langaði fyrst og fremst að taka þátt í þróa og stækka bæjarhátíðina enn frekar,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. „Markmiðið er að bjóða upp á eitthvað nýtt á hátíðinni og vonandi byggja ofan á það á komandi árum,“ bæta Ásgeir Jónsson og Einar Gunnarsson við en þremenningarnir standa fyrir viðburðinum […]

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar haldin um helgina

Að vanda verður líf og fjör í Mosfellsbæ þegar bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram helgina 24.-27. ágúst. Hátíðin heppnaðist gríðarlega vel í fyrra eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki taka virkan þátt í hátíðinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þekktir liðir verða á sínum stað, […]

Í TÚNINU HEIMA – DAGSKRÁ 2023

Að vanda verður líf og fjör í Mosfellsbæ þegar bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram helgina 24.-27. ágúst. Hátíðin heppnaðist gríðarlega vel í fyrra eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki taka virkan þátt í hátíðinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þekktir liðir verða á sínum stað, […]

Tilhlökkun

Ég las viðtal við unga konu í síðustu viku. Hún er á leiðinni til Ungverjalands með eiginmanni sínum og börnum, en þar ætla þau að búa næstu árin. Hún sagði í viðtalinu frá ástæðum þess að þau væru að flytja og hvernig þau hefðu undirbúið sig fyrir þetta spennandi stökk. Mér finnst alltaf gaman að […]

Vínbóndinn býður upp á lífrænt frá Ítalíu

Mosfellingurinn Arnar Bjarnason hefur síðastliðin sjö ár rekið vefverslunina Vínbóndinn.is sem er lífræn vefverslun bæði með mat og vín, allt gæðavörur frá Ítalíu. Arnar hefur yfir 20 ára reynslu í að flytja inn vín og mat og stofnaði og rak meðal annars verslunina Frú Laugu um tíma. „Ég er eingöngu að flytja inn lífrænar matvörur […]

Snemma farinn að huga að viðskiptum

Daníel Már Einarsson var ungur að árum er hann fór að hafa áhuga á viðskiptum. Hann hefur komið að ýmiss konar rekstri í gegnum tíðina en í dag rekur hann heildsöluna Esjaspirits sem selur áfengi og hágæða matvöru frá Andalúsíu á Spáni. Daníel segist leggja áherslu á gæði og traust vörumerki og að vörulína þeirra […]

Rafskútur Hopp mættar í Mosó

Mosfellsbær og Hopp hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ. Leig­an fer fram í gegn­um smá­for­rit í snjallsíma þar sem unnt er að sjá hvar næsta lausa rafskúta er stað­sett. Upp­hafs­stöðv­ar verða við íþróttamið­stöðv­ar og við mið­bæj­ar­torg en not­end­ur geta skil­ið við hjól­in þar sem þeim hentar. Það er þó […]

Diddú og Davíð Þór á 200. stofutónleikum Gljúfrasteins

Stofutónleikar Gljúfrasteins hafa verið fastur liður í starfseminni frá því 2006 og sunnudaginn 9. júlí verða stofutónleikar númer 200 í stofu skáldsins. Á þessum tímamótatónleikum munu Mosfellingarnir Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Davíð Þór Jónsson píanóleikari koma fram og syngja og spila af hjartans list. Efnisskrá verður fjölbreytt, lífleg og einlæg. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og […]

Fljúgum hærra

Esjan er falleg. Flestir sem fara á Esjuna fara upp að Steini og svo aftur niður. Langfæstir fara alla leið upp á topp. Upp á Þverfellshorn. Ég sjálfur hafði ekki farið alla leið í svo mörg ár að ég man ekki hvað þau eru mörg fyrr en ég fór á toppinn með konunni og þeim […]