Entries by mosfellingur

VIÐ

Ég horfði með mínu fólki á íslensku heimildarmyndina „Velkominn Árni“ í vikunni. Virkilega vel gerð mynd sem hafði áhrif á okkur öll. Eitt af því sem mér fannst magnaðast var að sjá hvað það gerði mikið fyrir söguhetjuna að tengjast fólki sem virkilega þótti vænt um hann og vildi njóta lífsins með honum. Hann varð […]

Áramótakveðja

Nýársávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar Gleðilegt ár kæru íbúar, starfsmenn og aðrir samstarfsaðilar.Ég vil byrja á því að þakka fyrir samfylgdina síðustu mánuði en ég var ráðin sem bæjarstjóri í sumar, af nýjum meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar og Viðreisnar. Ég tók til starfa í byrjun september og það verður að segjast eins og er að verkefnin hafa verið […]

Frístundastyrkir fyrir ungmenni og eldri borgara

Við gerð nýsamþykktar fjárhagsáætlunar lögðu bæjarfulltrúar D-lista fram tillögu um hækkun á frístundaávísunum til barna, ungmenna og eldra fólks í Mosfellsbæ.Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti að vísa málinu til bæjarráðs og var tillaga fulltrúa D-lista samþykkt í bæjarráði á fundi þann 22. desember.Hækkun frístundastyrkja tekur gildi frá 1. ágúst 2023 og verður frístundaávísun fyrir 1 barn kr. […]

Mosfellingar greiða hærri skatta

Sem þingmaður og áður bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hér í bæ hef ég og mun áfram leggja áherslu á að álögum á íbúa sé haldið í lágmarki.Við búum í velferðarsamfélagi og það vil ég standa vörð um. Þess vegna eru skattar nauðsynlegir, til þess að standa straum af þeirri sameiginlegu velferðarþjónustu sem við viljum veita. En á […]

Jákvæðni er valkostur

Gleðilegt ár kæru Mosfellingar og nærsveitungar! Um áramót eru margir sem setja sér markmið fyrir komandi ár og líta margir á þessi tímamót sem nýtt upphaf þar sem fram undan eru 365 óskrifaðir dagar og þar með ótal tækifæri til að efla eigin vellíðan og annarra. Ég sjálf ætla t.d. að temja mér að hrósa […]

Stormsveitin gefur út plötu með frumsömdum lögum

Stormsveitin, sem er rokkkarlakór, er um þessar mundir að leggja lokahönd á plötu með lögum sem samin eru og útsett af Arnóri Sigurðarsyni og textar eftir stórskáldið Kristján Hreinsson. „Formlega er kórinn orðin 10 ára. Við erum fjórraddaður lítill karlakór sem syngur hefðbundin karlakóralög sem og önnur lög við undirleik rokkhljómsveitar. En við höfum samt […]

Hef alltaf horft bjartsýnn fram á veginn

Það er óhætt að segja að líf Þorbjörns Vals Jóhannssonar, eða Tobba eins og hann er ávallt kallaður, hafi tekið stóra u-beygju en hann hefur sl. sextán ár glímt við erfið veikindi. Árið 2007 fór hann í opinn brjóstholsskurð sem hefur haft miklar afleiðingar á líðan hans og haustið 2018 greindist hann með bráðahvítblæði. Þorbjörn […]

Jólasaga – Hríðin

Karitas Jónsdóttir sigraði jólasögukeppni Helgafellsskóla. Hér birtum við þessa fallegu sögu… Agla mín, þú verður að drífa þig, við erum að verða of sein,“ hrópaði mamma frá anddyrinu, orðin frekar óróleg því hún gjörsamlega HATAÐI að vera sein. „Já, já, ég er að koma,“ öskraði ég til baka og tók símann minn úr hleðslu og […]

Hver er Mosfellingur ársins 2022?

Val á Mosfellingi ársins 2022 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 18. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Takk fyrir heilsuhreystið

Inntakið í þessum pistil er fengið að láni hjá vini mínum Halla Nels sem í miðjum snjómokstri fékk góða ábendingu frá eldri manni um að hann ætti að vera þakklátur fyrir að hafa heilsu til að moka svona mikið og af svona miklum krafti. Halli hætti að vorkenna sjálfum sér og bölva því að þurfa […]

Takk fyrir okkur

Kæru Mosfellingar Fyrir hönd sjónvarpsþáttaraðarinnar Aftureldingar langar mig að þakka kærlega fyrir okkur. Þið hafið væntanlega orðið vör við umstangið og vesenið, fólk í snjógöllum að reykja, fræga leikara að spígspora um Kjarnann að þykjast eiga heima þar, síðskeggjaða ljósamenn í stríði við skamm­degið; þetta eru allt saman við, fólkið sem er að gera Aftureldingu […]

Hátíðarkveðja

Kæru Mosfellingar GjöfinÉg veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest.Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartakiaugað sem glaðlega hlær,Hlýja í handartaki,hjartað sem örar slær. Allt sem þú hugsarheiminum breytir til.Gef þú úr sálarsjóði sakleysi fegurð og yl.Úlfur Ragnarsson Okkur í Framsókn langar að óska ykkur […]

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar – árið 2023

Nýr meirihluti Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Viðreisnar hefur samþykkt sína fyrstu fjárhagsáætlun, áætlun ársins  2023. Fjárhagsáætlunin nýtur sannarlega góðs af faglegu og góðu starfi starfsfólki Mosfellsbæjar og bæjarstjórnar undanfarinna ára og með þessum grunni eru allir möguleikar fyrir hendi að til að auka og bæta þjónustu við bæjarbúa. Það eru vissulega krefjandi tímar og óvissa varðandi […]

Þekkir þú erfðarétt þinn?

Að þekkja erfðarétt sinn og ganga frá málum með gerð erfðaskrár getur bæði verið skynsamlegt og komið í veg fyrir ýmis vandamál við andlát eða skilnað. Erfðaskrá er formbundinn skriflegur löggerningur um hinsta vilja einstaklingsins. Vissir þú að……hver sá sem er orðinn fullra 18 ára og telst andlega heill getur ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá. […]

Skógarfólk og veiðimenn finna ýmislegt við sitt hæfi

Hjónin Hrefna Hrólfsdóttir og Viðar Örn Hauksson hafa rekið verslunina Vorverk í Kjarnanum, Þverholti 2 undanfarin þrjú ár. Verslunin hefur vaxið og dafnað á þessum tíma og flutti í stærra og betra húsnæði á árinu. Keðjusagir og köflóttar skyrturFatnaður og skór fyrir útivistina og þægilegur hversdagsfatnaður er áberandi í versluninni og litavalið á brúna og […]