Entries by mosfellingur

Gaman saman í sumar

Þá er sumarið gengið í garð og um að gera að njóta þess til fullnustu eftir þennan vægast sagt sérkennilega vetur sem einkennst hefur af vindi, verkföllum og veiru. Hann hefur að mörgu leyti verið erfiður en um leið lærdómsríkur og jafnvel fært okkur enn nær kjarna þess sem skiptir máli í lífinu. Samvera mikilvæg […]

Besta íþróttagreinin

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á ávinning þess fyrir líkamlega, andlega og félagslega heilsu að stunda íþróttir. Það sem mestu máli skiptir er að hafa gaman og njóta þess að hreyfa sig, til að hreyfingin skili sem mestri vellíðan. Skipulagt íþróttastarf hefur verndandi áhrif á börn og þau eru ólíklegri til að neyta vímuefna á borð […]

Ræktum okkur sjálf í sumar!

Sumarið er frábær tími til þess að rækta okkur og blómstra! Þar sem sólin skín hátt, dagarnir eru lengri og gleðin er við völd! Á sumrin erum við orkumeiri, njótum útiverunnar betur, förum oftar í sund og jafnvel niður á „strönd“. Þegar við fækkum fötum vaknar ef til vill sjálfsóöryggið og púkinn á öxlinni byrjar […]

Bylting í umhverfismálum á Íslandi

Bygging gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi er eitt stærsta umhverfisverkefni sem Íslendingar hafa ráðist í hingað til. Upphaf verkefnisins má rekja til ársins 2013 með undirritun eigendasamkomulags allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um meðhöndlun úrgangs. Fram kom m.a. í eigendasamkomulaginu að byggð skyldi gas- og jarðgerðarstöð og með því gert kleift að hætta urðun lífræns úrgangs. […]

Lifðu!

Við Vala erum að gefa út bók. Hún heitir Lifðu! og snýst um heilsu og hamingju. Bókin byggist á ferðalagi okkar um þau svæði heimsins þar sem langlífi og góð heilsa haldast hvað mest í hendur. COVID-19 var ekki komið til sögunnar þegar við vorum á ferðinni um þessi svæði í fyrra, en það hefur […]

Liðsstyrkur fyrir komandi tímabil

Birkir Benediktson, Einar Ingi Hrafnsson, Arnór Freyr Stefánsson og Gunnar Malmquist hafa allir framlengt samninga sína við handknattleikslið Aftureldingar. Allir hafa þeir verið lykilmenn í liðinu síðustu ár. Birkir og Einar Ingi eru uppaldir Mosfellingar og er Gunni Mall að hefja sitt sjöunda tímabil í Aftureldingu. Arnór Freyr kom til Aftureldingar árið 2018 eftir að […]

Piparkorn gefur út plötu og blæs til útgáfutónleika

Djasshljómsveitin Piparkorn var að gefa út sína fyrstu hljómplötu á Spotify. Hljómsveitina skipa Mosfellingarnir María Gyða Pétursdóttir söngkona, Gunnar Hinrik Hafsteinsson sem spilar á gítar og bassa, Magnús Þór Sveinsson píanóleikari, Þorsteinn Jónsson á trommur og hin ungi og efnilegi 15 ára Keflvíkingur Guðjón Steinn Skúlason sem spilar á saxafón. „Meðlimir Piparkorns hafa spilað saman […]

Mælir ekki með sjúkrahúsvist í Króatíu

Andrea Kristín Gunnarsdóttir fór í örlagaríka hjólaferð ásamt vinkonum sínum þeim Helenu Byron og Hönnu Sigríði Stefánsdóttur til Króatíu í september síðastliðnum. Vinkonurnar flugu til Split og fóru þaðan í viku siglingu með lítilli snekkju sem sigldi á milli króatísku eyjanna þar sem þær hjóluðu um og nutu lífsins. „Við vorum þrjár íslenskar valkyrjur í […]

Krefjandi vinna en afar skemmtileg

Ingvar Hreinsson múrari og verkstjóri hjá Vegagerðinni sér um viðhald á ljósvitum um land allt. Fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður á Valahnúki á Reykjanesi árið 1878 en í dag eru þeir alls 104 að tölu og er þá ótalinn fjöldi innsiglinga-og hafnarvita í eigu og umsjá sveitarfélaga. Óhætt er að fullyrða að með […]

Vínbúðin stækkar í Kjarnanum

Vínbúðin opnaði nýja og endurbætta verslun í Kjarnanum þann 27. maí. „Við erum bara að færa okkur hinum megin við vegginn,“ segir Fríða Margrét Sigvaldadóttir verslunarstjóri búðarinnar. Verslunin er talsvert stærri en sú gamla, eða um 500 fermetrar. Um er að ræða stærri búð með stærri kæli og stórauknu vöruúrvali. „Þetta er um 200 fermetra […]

Uppbygging Blikastaðalands

Bæjarráð hefur tekið fyrir ósk Landeyjar um að hefja vinnu með Mosfellsbæ um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Bæjarstjóra var í kjölfarið falið að bjóða forsvarsmönnum Landeyjar á sameiginlegan fund bæjarstjórnar og skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð uppbyggingaráform á Blikastaðalandi yrðu kynnt nánar. Fyrstu hugmyndir kynntar Kynningarfundur fór fram í byrjun maí þar sem fulltrúar […]

Nýtt rekstrarfélag um Reykjalund

Heilbrigðisráðherra tilnefndi í nóvember 2019 starfsstjórn yfir Reykjalundi til að stýra stofnuninni meðan unnið væri að endurskoðun stjórnskipulags stofnunarinnar sem var samstarfsverkefni starfsstjórnar og SÍBS, eiganda Reykjalundar. Nú hefur starfsstjórnin kynnt starfsfólki Reykjalundar framtíðarfyrirkomulag stjórnunar endurhæfingarmiðstöðvarinnar. M.a var kynnt nýtt skipurit sem tók gildi 1. júní og var unnið í samráði við starfsfólk. Óhagnaðardrifið einkahlutafélag […]

Bjarnarganga á Stöðvarfirði

Við vorum á Kirkjubæjarklaustri um helgina, ég, frúin og sá yngsti ásamt góðum vinum okkar. Þetta var ótrúlega notaleg helgi. Góð samvera, leikir, spil, útivera og magnað umhverfi. Ég fór eftir helgina að pæla í því hvernig jákvæðar tengingar ég hefði við hina ýmsustu staði landsins. Rúllaði í gegnum þann leik með sjálfum mér að […]

Í sumarbyrjun

COVID-19, í senn áskoranir og tækifæri Öll þekkjum við glímuna við veiruna skæðu sem undanfarna rúma tvo mánuði hefur ekki aðeins breytt daglegu lífi okkar Mosfellinga heldur allra Íslendinga og íbúa heimsins. Ýmsar áskoranir hafa mætt starfsfólki í hinum ýmsu þjónustustörfum hjá Mosfellsbæ, skipuleggja hefur þurft breytt vinnubrögð, setja upp viðbragðsáætlanir, sóttvarnir og svo framvegis. […]

Félagsskapur er lýðheilsumál

Manneskjan er félagsvera. Fólki sem býr við langvarandi félagslega einangrun er hættara við ýmsum líkamlegum kvillum og verri heilsu en öðrum. Félagsskapur, má því segja, er því lýðheilsumál. Félagsleg einangrun á sér gjarnan erfiðan fylgifisk: Einmanaleikann. Nú á tímum COVID-19 eru margir að upplifa einangrun í fyrsta sinn og eiga erfitt með að takast á […]