Entries by mosfellingur

Þetta krefst samvinnu og virðingar

Fríða Rut Heimisdóttir eigandi Regalo segir markaðinn alltaf tilbúinn í eitthvað nýtt og ferskt. Í ársbyrjun 2003 stofnuðu hjónin Fríða Rut Heimisdóttir og Vilhjálmur Hreinsson fyrirtæki undir nafninu Regalo. Þau flytja inn hár- og snyrtivörur fyrir fagfólk og hafa verið óhrædd við að fara ótroðnar slóðir enda með ein bestu vörumerki á markaðnum í dag. […]

Úr úrvalsdeild í Úkraínu í Aftureldingu

Afturelding hefur fengið markvörðinn Yevgen Galchuk til liðs við sig fyrir átökin í Lengjudeild karla í sumar. Yevgen er 31 árs gamall Úkraínumaður en hann á yfir hundrað leiki að baki í efstu deild í Úkraínu. Yevgen lék síðast með FC Mariupol í úrvalsdeildinni í fyrravetur en félagið var lagt niður eftir innrás Rússa í […]

FMOS: Alltaf á tánum

Í FMOS leggjum við metnað í að þróa kennsluhætti og námsefni reglulega. Námið í FMOS er verkefnamiðað leiðsagnarnám, sem þýðir að nemendur fá leiðsögn eftir hvert verkefni og hluti af námi nemenda felst í því að tileinka sér leiðsögnina, sem leiðir þá áfram skref fyrir skref í átt að framförum (e. feed forward). Til að […]

Austurríska gulrótin

Um 20 Mosfellingar og reykvískur vinur þeirra ætla að taka þátt í skemmtilega krefjandi Spartan Race þrautahlaupi í Kaprun í Austurríki í september. Við erum byrjuð að æfa fyrir þrautina, saman og sitt í hvoru lagi. Það er ótrúlega gaman að hafa eitthvað ákveðið að vinna að, eitthvað sem hvetur mann til dáða. Það er […]

Korpa – gömul afbökun?

Í Morgunblaðinu þann 29.3.2023 er sagt frá undirbúningi að nýju hverfi syðst í landi Blikastaða. Þetta nýja hverfi er nefnt Korputún. Mér þykir þetta heiti alveg ótækt enda mun ábyggilega vera til heppilegra örnefni í landi Blikastaða en að sækja það til Reykjavíkur. Orðið Korpúlfsstaðaá og stytting í Korpu mun ábyggilega ekki vera gamalt í […]

Menning í mars komin til að vera

Við sem höfum nú starfað saman í menningar og lýðræðisnefnd í tæpt ár erum einstaklega þakklát fyrir þann heiður sem það er að vinna með þennan mikilvæga málaflokk sem snertir alla íbúa bæjarins. Gott menningarlíf eflir bæjarbraginn og það er okkur í nefndinni mikilvægt að bæjarbúar hafi tækifæri til að koma saman og njóta lista […]

Áframhaldandi uppbygging í Helgafelli

Á fundi bæjarráðs þann 16. mars sl. samþykkt bæjarráð úthlutunarskilmála fyrir fyrri hluta útboðs lóða í 5. áfanga Helgafellshverfisins. Áfanginn samanstendur af fjölbreyttu formi íbúða, alls 151 íbúð við götu sem hefur fengið nafnið Úugata. Byrjað er á því að bjóða út lóðir fyrir raðhús og fjölbýlishús sem verður úthlutað til hæstbjóðenda. Gert er ráð […]

Niðurstaða ársreiknings 2022

Það var ljóst þegar nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar tók við í Mosfellsbæ að fjárhagsstaða bæjarins væri ekki sú besta. Miklar lántökur síðustu ára taka í og hafa eðlilega mikil áhrif á möguleika okkar til frekari uppbyggingar. Sjálfur rekstur bæjarins hefur verið ágætur, það er að segja veltufé frá rekstri hefur verið jákvætt sem […]

Stöndum saman

Mosfellsbær er eitt af 11 sveitarfélögum sem nú þegar hafa skrifað undir þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og fleiri sveitarfélög eru á leiðinni. Það er okkar samfélagslega ábyrgð að hjálpa til og taka á móti fólki á flótta. Þetta er allt fólk sem á sína sögu, vonir og þrár eins og […]

Ringófjör fyrir 60+

Ringó hefur verið stundað hjá eldri borgurum í Mosfellsbæ í nokkur ár. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu að Varmá á þriðjudögum kl. 12:10-13:10 og á fimmtudögum kl. 11:30-12:30. Það er íþróttanefnd FaMos sem stendur fyrir þessum æfingum tvisvar í viku. Vel er tekið á móti nýju fólki og er nóg að mæta bara á staðinn […]

Ísey og Djúsí undirbúa opnun í Mosó

Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á N1 í Háholti þar sem fyrirhugað er að opna Ísey skyrbar og Djúsí þar sem áður var Subway. Staðirnir tveir eru í eigu N1 og bjóða báðir upp á holla og fljótlega rétti, Ísey með skyrskálar og þeytinga og Djúsí með safa, sjeika og samlokur. „Við erum mjög […]

Nafninu breytt í Bankinn Bistro

„Við erum búin að breyta nafninu á staðnum okkar hér í Þverholtinu í Bankinn Bistro, en hér var fyrst opnað í lok árs 2019,“ segir Karen Arnardóttir rekstrarstjóri og nú bankastjóri. „Staðurinn hét áður Barion og við munum að sjálfsögðu bjóða upp á sömu góðu þjónustuna áfram enda sami góði hverfisstaðurinn í Mosó. Sömu eigendur […]

Erfðamál koma okkur öllum við

Margrét Guðjónsdóttir var orðin fimmtug er hún hóf nám í lagadeild Háskóla Íslands. Hún hafði starfað til fjölda ára á lögmannsstofum áður en hún hóf námið og þekkti því vel til hinna ýmsu sviða lögfræðinnar. Árið 2016 stofnaði hún eigin lögfræðistofu og fasteignasölu en Margrét er einnig löggiltur fasteignasali. Hún hefur sérstakan áhuga á erfða- […]

Mosfellsbær í öðru sæti á landsvísu

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Könnunin hefur verið framkvæmd samfellt frá árinu 2008 og veitir yfirlit yfir þróun afstöðu íbúa til einstaka málaflokka yfir tíma og stöðu Mosfellsbæjar gagnvart öðrum sveitarfélögum.Á árinu 2022 reyndust 92% aðspurðra frekar eða mjög ánægðir með sveitarfélagið sem stað […]

Frískápur nú aðgengilegur í Mosfellsbæ

Komið hefur verið upp frískáp í Mosfellsbæ þar sem bæjarbúar geta skipst á mat. Góð leið til til að sporna við matarsóun, bæði hægt að deila mat og bjarga mat. „Ég var búin að sjá svona útfærslu í Reykjavík og hef lengi verið hugsa um hvernig við gætum komið upp slíkum skáp hér í Mosó,“ […]