Svartmálmshátíð haldin í Hlégarði
Svartmálmshátíðin Ascension MMXXIV verður haldið í fjórða sinn dagana 3.-6. júlí í Hlégarði, en var áður haldin undir formerkjum Oration Festival frá 2016-2018. Hátíðin leggur ríka áherslu á íslenskan jafnt og erlendan svartmálm en ekki síður fjölbreytta og tilraunakennda tónlist. Fram munu koma 30 hljómsveitir frá 13 löndum og meðal íslenskra hljómsveita verða Kælan Mikla […]