Entries by mosfellingur

Öflug kirkja í Mosfellsbæ

Í Lágafellssókn er unnið mikið og öflugt safnaðarstarf. Það hefur orðið enn umfangsmeira og fjölbreyttara síðustu ár og helgihald hefur tekið miklum breytingum. Safnaðarstarf hefur aldrei verið öflugra né messusókn betri. Teknar hafa verið upp margar nýjungar í starfinu bæði varðandi messuform og messutíma og hefur það mælst vel fyrir. Starf með eldri borgurum hefur […]

Jákvæð afkoma hjá Mosfellsbæ á síðasta ári

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 hefur verið birtur. Niðurstaðan er vel ásættanleg í krefjandi rekstrarumhverfi. Rekstur ársins skilaði um 877 milljóna afgangi og aðrar lykiltölur eins og veltufé frá rekstri og skuldahlutfall eru innan viðmiða. Heildartekjur Mosfellsbæjar námu um 22 milljörðum á síðasta ári, laun og launatengd gjöld tæpum 11 milljörðum og annar rekstrarkostnaður rúmum […]

Um safnaðarstarf

Hvað skyldi það vera sem dregur fólk til kirkjusóknar og til þátttöku í starfi safnaðar? Sjálfsagt er margt svarið við því. Trúrækni vafalítið meginástæðan en þarf þó ekki endilega að vera. A.m.k. get ég ekki hælt mér af því að svo hafi verið um mig. Ég hóf að fylgja eiginkonu minni til kirkju þegar við […]

Af hverju er ekki allir í berfættaskóm?

Berfættaskór (barefoot shoes) leyfa fótunum að hreyfast á náttúrulegan hátt. Þeir eru með þunna og sveigjanlega sóla, breiðan tákassa og enga hælshækkun. Ég er búinn að ganga í svona skóm í næstum tuttugu ár. Fyrst átti ég eitt par sem ég notaði nokkrum sinnum í viku, síðan hætti ég smám saman að nota „hefðbundna“ skó […]

Mosfellsbær skilar 877 milljóna króna afgangi

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 var lagður fyrir fund bæjarráðs 3. apríl. Rekstrarniðurstaða A og B hluta Mosfellsbæjar er jákvæð um 877 milljónir. „Þessi niðurstaða endurspeglar traustan og ábyrgan rekstur, þrátt fyrir verðbólgu og hátt vaxtastig. Við höfum náð þessum árangri á sama tíma og við höfum ráðist í metnaðarfullar framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald,“ segir […]

Vinn að endurheimt líkamans

Halldóra Huld Ingvarsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Verkjalausnum, er mikil ævintýramanneskja. Hún hefur verið í hestamennsku frá unga aldri en eftir því sem hún varð eldri fór hún einnig að hafa áhuga á fjallgöngum, jöklagöngum, utanvegahlaupum og stangveiði. Draumur Halldóru er að heimsækja allar heimsálfurnar og upplifa mismunandi menningarheima en þau ævintýri þurfa að þola smá bið […]

UMFUS styrkir Reykjadal

UMFUS (Ungmennafélagið Ungir sveinar) stóð fyrir glæsilegu kótilettukvöldi þann 28. febrúar. Um var að ræða góðgerðarkvöld þar sem allur ágóði rann í gott málefni. Staðið var fyrir happdrætti, uppboði, skemmtiatriðum og almennri gleði um kvöldið. Ágóði kvöldsins varð alls 1.431.500 kr. og var upphæðin afhent Reykjadal í Mosfellsdal á dögunum. Glæsilegur styrkur frá flottum félagsskap […]

Besta deildin hefst í kvöld

Laugardaginn 5. apríl mun karlalið Aftureldingar spila sinn fyrsta leik í sögunni í Bestu deildinni en liðið heimsækir þá Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvöll klukkan 19.15. Mikil spenna er fyrir fótboltasumrinu í Mosfellsbæ enda er um sögulegt tímabil að ræða hjá Aftureldingu. „Strákarnir hafa æft gríðarlega vel í vetur og þjálfarateymið, sjálfboðaliðar í kringum liðið og […]

Nýi leikskólinn fær nafnið Sumarhús

Í haust tekur til starfa nýr leikskóli í Vefarastræti í Helgafellslandi og hefur hann nú hlotið nafnið Sumarhús. Nafn skólans var valið á fundi fræðslunefndar eftir hugmyndaöflun frá bæjarbúum. Sumarhús var ein af þeim hugmyndum sem oftast komu fyrir í hugmyndaleitinni og hefur sérstaka skírskotun til bókmennta Halldórs Laxness, eins virtasta rithöfundar þjóðarinnar og Nóbelsverðlaunahafa […]

Samþætt heimaþjónusta við eldra fólk og stórefling dagdvalarþjónustu

Samningar voru undirritaðir í vikunni um samþætta heimaþjónustu við íbúa Mosfellsbæjar, aukna dagdvalarþjónustu með fleiri rýmum og stofnun heima-endurhæfingarteymis fyrir eldra fólk í heimahúsum. Með samningunum verður rekstur allrar heimaþjónustu á hendi Eirar sem rekur hjúkrunarheimili og dagdvöl í bæjarfélaginu. Dagdvölin stækkar til muna og verður þar rými fyrir 25 einstaklinga í stað níu áður. […]

Fjörumór

Þegar ég las jarðfræði í Menntaskólanum í Hamrahlíð fyrir meira en hálfri öld var lesin nýútkomið rit Þorleifs Einarssonar jarðfræðings sem bar það yfirlætislausa nafn Jarðfræði, saga bergs og lands. Þetta rit heillaði mig og átti ég oft margar stundir með þessu merka riti löngu eftir að ég las á námsárunum mínum. Á einum stað […]

Blikastaðabærinn – hvað verður um hann?

Uppbygging á svæðinu kallar á yfirvegaða umræðu og virðingu fyrir þeirri starfsemi sem þar fer nú fram. Nú liggur fyrir gríðarleg uppbygging á Blikastöðum sem mun móta samfélag okkar til framtíðar. Slíkar framkvæmdir kalla á yfirvegaða umræðu og gagnrýna hugsun, því sporin hræða. Í gegnum tíðina hafa skipulagsákvarðanir verið teknar sem hafa haft óafturkræf áhrif […]

Leikskólanum Hlaðhömrum lokað

Miklar breytingar hafa orðið á aðstæðum barna og starfsfólks á leikskólanum Hlaðhömrum á undanförnum mánuðum. Árið 2024 fannst raki í eldra húsi Hlaðhamra og úr varð að hluta þess húsnæðis var lokað samkvæmt ströngustu kröfum þar um. Í lok síðasta árs kom síðan upp leki í tengibyggingu milli eldri og yngri hluta leikskólans og á […]

Samnýting og samstarf

Ég fór með samstarfsfólki mínu í fræðsluferð til Finnlands í síðustu viku. Það er margt sem við getum lært af Finnunum, ekki síst samnýting á aðstöðu. Hluti hópsins fór í dagsferð til Tampere þar sem við fengum kynningu á hinum glæsilega Tammelan leikvangi sem var vígður á síðasta ári. Framkvæmdastjóri vallarins, Toni Hevonkorpi, tók á […]

Hvert fara skattpeningarnir þínir?

Þegar kjörnir fulltrúar fjalla um fjármál sveitarfélaga þá er mikilvægt að þeir geri það með þeim hætti að íbúar skilji stóru myndina. Það er ósanngjarnt að taka út litla búta af púslinu sem sýna í raun bara það sem fólk vill sýna hverju sinni en lætur þann sem hlustar, eða les, um að geta sér […]