Entries by mosfellingur

Grænn Mosfellsbær í fremstu röð

Í Mosfellsbæ hefur íbúafjölgun orðið hvað mest á meðal allra sveitarfélaga á landinu enda kostirnir við að búa í Mosfellsbæ augljósir. Hér er gott að ala upp börn því Mosfellsbær heldur vel utan um börnin sín. Hér eru framúrskarandi leik- og grunnskólar, fjölbreytt og gott íþrótta – og tómstundastarf og síðast en ekki síst mikil […]

Lista- og menningarfélag Mosfellinga

Menning er hluti af hinu daglega lífi og skilgreiningar á menningu eru margar og jafnvel ólíkar. Menning er mjög vítt hugtak sem tekur til nær allra þátta samfélagsins. Í okkar huga er menning þeir þættir sem einkenna samfélag okkar. Hér í Mosfellsbæ eru margir kórar þar sem fólk kemur saman og syngur, hér eru göngu- […]

Mosfellsbær – uppbygging á miðbæjarsvæði

Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag enda eftirsóknarverður búsetukostur fyrir margra hluta sakir. Byggðakjarnar sveitarfélagsins eru skipulagðir með það að leiðarljósi að auðvelda aðgengi íbúanna að hvers kyns þjónustu og áhersla lögð á fjölbreytt búsetuform. Uppbyggingin mun halda áfram jafnt og þétt á komandi árum, meðal annars í miðbæ Mosfellsbæjar sem er í uppbyggingu og er […]

Jólakveðja frá Framsókn

Hógværð, mildi og mannúðDýrmætustu gjafirnar sem þú getur gefiðeru falleg orð og gjörðirsamúð og fyrirgefningþakklæti, skilningurviðurkenning og kærleikur Steinunn Valdimarsdóttir Kæru Mosfellingar Lífið er dýrmæt gjöf. Hver dagur hefur sín ævintýri. Enginn dagur er eins, sumir eru mjög venjulegir, aðrir kannski smá öfugsnúnir og erfiðir og enn aðrir spennandi með fullt af skemmtilegum uppákomum. En […]

Vetrarsólhvörf

Þessi dægrin liggur sól lægst á lofti, skammdegið er mikið en um leið er eitt fullvíst: „Dagarnir lengjast og dimman flýr í sjó“ svo vitnað sé í þekkt vorkvæði. Orðið „sólhvörf“ getur bæði merkt þau tímamót þegar daginn tekur að lengja og stytta, hvorttveggja minnir okkur á hverfulleika lífsins og hringrás tímans. Jól og áramót […]

Konur eru líka öflugar

Undirbúningur sjálfstæðismanna til sveitastjórnarkosninga í vor eru nú í fullum gangi. Margir ólíkir einstaklingar með ólíkar skoðanir gefa kost á sér sem mér finnst mjög jákvætt því það leiðir til fjölbreyttra hugmynda um hvernig hægt sé að gera Mosfellsbæ að betri bæ til að búa í, þótt gott sé að búa þar í dag og […]

Jólakveðja

Bæjarstjórn er nú komin í jólafrí og lítið að frétta úr bæjarpólitíkinni. Búið að afgreiða fjárhagsáætlun og komin tími á jólaundirbúning og jólagleði. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í maí og ef að líkum lætur færist fjör og líf í bæjarmálin og stjórnmálaumræðu þegar kemur fram á nýja árið. Það eru mörg verkefnin sem sinna þarf í […]

Helga gefur kost á sér í 2. sæti

Helga Jóhannesdóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksin sem fer fram 5. febrúar. Helga er nefndarmaður í skipulagsnefnd, hún hefur verið varabæjarfulltrúi tvö kjörtímabil, setið í fræðslu­nefnd og verið varamaður í fjölskyldu­­nefnd. Helga er viðskipta­fræðingur að mennt, hún er með meistargráðu í stjórnun og stefnumörkun og með meistargráður í opinberri stjórnsýslu. Helga […]

Hilmar Stefánsson sækist eftir 6. sæti

Hilmar Stefánsson býður sig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 5. febrúar 2022. Hilmar starfar sem framkvæmdastjóri MHG Verslunar. „Ég flutti í Mosfellsbæinn 1998 til að spila handbolta með Aftureldingu. Upphaflega átti það að vera eitt ár en hér líður mér vel og árin orðin 23. Ég hef alltaf […]

Ragnar Bjarni gefur kost á sér í 4. sæti

Ragnar Bjarni Zoëga Hreiðarsson gefur kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ þann 5. febrúar næstkomandi. „Ástæðan fyrir ákvörðun minni er að mér hefur fundist vanta að rödd unga fólksins heyrist í málum bæjarins þegar horft er til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að gera Mosfellsbæ að enn […]

Efnt til hugmyndasamkeppni um miðbæjargarð

Mosfellsbær hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt. Gerður verður samningur við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um að halda utan um undirbúning og framkvæmd hugmyndasamkeppninnar. Í deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir miðbæjargarði við Bjarkarholt. Svæðið er um hálfur hektari að stærð og tillaga um garðinn byggist meðal annars á […]

Hef alltaf haft gaman af því að skapa

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir fatahönnuður og klæðskeri er hönnuðurinn á bak við fata- og fylgihlutamerkið Sif Benedicta. Á dögunum opnaði hún verslun og vinnustofu ásamt tveimur öðrum hönnuðum í fallegu húsi við Laugaveg en þar má finna kvenföt og fylgihluti sem unnin eru úr hágæðaefnum. Hún segir móttökurnar hafa gengið vonum framar og er ánægð með […]

„Landsbyggðarkaupfélag“ á Múlalundi

Á Múlalundi er eina ritfangaverslunin í Mosfellsbæ. Reyndar er verslunin ekki einungis ritfangaverslun heldur eins konar „landsbyggðarkaupfélag“ sem selur alls konar. Í versluninni fást ritföng, bækur, ljósritunarpappír, púsl, jólavörur, ljósaseríur úti og inni, límbönd, prjónar, kaffi og kex svo eitthvað sé nefnt. Nú er tími til að setja upp ljósaseríur úti sem inni, á Múlalundi […]

Jólagjöfin í ár

Nú er sá árstími þar sem margir eru að brjóta heilann um hvað skuli gefa í jólagjafir. Slíkt getur stundum verið þrautin þyngri þar sem mörg okkar eiga nóg af alls konar. Fæstir vilja hvorki gefa né fá óþarfa og þá er bara að leggja höfuðið í bleyti. Loftslagsvænar jólagjafirSífellt fleiri eru orðnir meðvitaðir um […]

Eilíf hækkun launa íslensku elítunnar – Æðstu embættismannanna

Á ensku talað um „conflict of interest,“ þ.e. þegar atvik valda því hagsmunir aðila rekast á. Einn aðilinn getur verið sá sem hefur umboðið (e. agent) og hinn umboðsveitandinn (e. principal). Það kann að vera að hagræðing sé því að veita einhverjum umboð. Hvað getur gerst þegar umboðsveitandinn er ekki viðstaddur, farið er út fyrir […]