Entries by mosfellingur

Framleiðir sitt eigið fæðubótarefni

Mosfellingurinn Daníel Ingi Garðarsson er ungur athafnamaður sem hóf framleiðslu á fæðubótarefnum á síðasta ári. „Upphafið að þessu var að ég fór sjálfur í hormónamælingu og greinist með of lágt testósterón og vantaði góðan búster fyrir testó en fann engan hér á landi og ákvað að búa til minn eigin og svo þróaðist þetta út […]

Náttúran heillar mig alltaf

Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur er landsmönnum vel kunnugur enda hefur hann starfað mikið að upplýsingamiðlun til almennings um náttúruna, margs konar vísindi og tækni, nýsköpun, jarðvísindi og umhverfismál. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands og gefið út ljóðabækur, skáldsögur og smásagnasöfn. Árið 2016 var Ari Trausti kosinn á þing þar sem […]

Fyrsti Mosfellingur ársins kom í heiminn á nýársdag

Fyrsti Mosfellingur ársins 2024 er drengur sem fæddist á Landspítalanum þann 1. janúar klukkan 22:49, hann var 3.855 gr. og 50 cm. Drengurinn er fyrsta barn foreldra sinna sem eru þau Karina Cieslar og Piotr Cieslar sem koma frá Póllandi en hafa búið í Mosfellsbæ í tvö ár. Fæðingin gekk vel „Við vorum í gamlárspartýi […]

Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023

Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Dóri er annar tveggja höfunda sjónvarpsþáttaraðarinnar Afturelding sem sýnd var á RÚV á síðasta ári og fékk frábærar viðtökur. Serían hefur verið sýnd víðsvegar á Norðurlöndunum og var m.a. valin besta norræna sjónvarpssería ársins í Svíþjóð. „Ég er djúpt snortinn, […]

Tökum fagnandi á móti nýju ári

Kæru íbúar og starfsfólk Mosfellsbæjar. Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs með kærum þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Árið 2023 var fyrsta heila árið mitt í starfi bæjarstjóra og er óhætt að segja að það hafi verið viðburðaríkt. Það var til dæmis ótrúlega gefandi að fylgjast með okkar flotta íþróttafólki vinna hvern sigurinn á […]

Þorum að horfa til framtíðar

Í desember var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Áætlunin er í senn metnaðarfull og ábyrg í því efnhagslega umhverfi sem nú ríkir. Það er að mati meirihlutans skynsamlegra þegar kemur að framtíðaruppbygginu að taka sér tíma til að rýna hlutina og endurmeta þarfir sveitarfélagsins reglulega. Þannig að þær fjárfestingar sem ráðist er í séu hugsaðar […]

Hlégarður kominn heim

Hlégarður á sérstakan stað í hjörtum Mosfellinga á öllum aldri. Hlégarður skipar stóran sess í hugum allra íbúa sem unna menningu og félagslífi ýmiss konar. Því er sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með öllu því lífi og allri þeirri gleði sem sívaxandi starfsemi í húsinu veitir út í samfélagið. Má í því sambandi nefna sögukvöld sem […]

Gildistími frístundaávísana og fjárhagsáætlun

Þann 6. desember síðastliðinn var fjárhagsáætlun ársins 2024 samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar lagði fram tvær breytingartillögur við fjárhagsáætlun. Fyrri tillagan sneri að því að ráða inn fjármálaráðgjafa fyrir skólastjórnendur og sú seinni laut að frístundaávísunum og gildistíma þeirra. Frístundaávísanir gildi í 12 mánuði Frístundaávísun er framlag sveitarfélagsins til að börn eigi þess […]

Sundlauginni á Skálatúni lokað vegna slæms ástands

Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni á Skálatúni til frambúðar vegna slæms ástands hennar. Meðal þeirra sem mikið hafa notað laugina er sundkennarinn Snorri Magnússon sem kennt hefur ungbarnasund. Snorri greinir frá því á Facebook að hann sitji uppi með nemendur sem biðu þess að hefja námskeið eftir jólafrí og fullan biðlista. Þungbær ákvörðun Nýr […]

Hvernig viljum við sjá bæinn okkar þróast?

Á þeim 50 árum sem ég hef búið í Mosfellsbæ, þá hef ég verið sannfærðari og sannfærðari um að það sé best að búa í Mosfellsbæ. Við höfum okkar sérkenni innan höfuðborgarsvæðisins sem erfitt er að útskýra fyrir utanbæjarmönnum, en hugtakið sveit í borg er ein leiðin til að útskýra þetta. Við erum enn pínu […]

Núið

Ég er að vinna í núinu. Það er ekki einfalt. Kollurinn fer svo auðveldlega á flakk. Ég fer að hugsa um það sem ég ætla að gera, það sem er fram undan, það sem væri gott að myndi gerast og það sem væri minna gott að myndi gerast. En þegar ég næ að róa hugann […]

Bjarki ritar Árbók FÍ

Bjarki Bjarnason rithöfundur á Hvirfli í Mosfelldal og Ferðafélag Íslands hafa undirritað samning um ritun árbókar félagsins 2026. Bókin mun fjalla um Kjósarsýslu sem náði um aldir frá Elliðaánum inn í Hvalfjarðarbotn og upp á miðja Mosfellsheiði; innan sýslunnar voru þrír hreppar: Mosfellshreppur, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur. Bjarki segir það mikið tilhlökkunarefni að takast á við […]

Veitingafélagið styrkir Reykjadal

Síðastliðið sumar var góðgerðarhelgi hjá Veitingafélaginu, sem er í eigu hjónanna Óla Vals og Ragnheiðar, þá í tilefni hálfrar aldar afmælis Óla Vals. Ákveðið var að ánafna 50% af sölu á veitingastöðum félagsins til valdra góðgerðarfélaga. Auk Bankans bistro í Mosfellsbæ á félagið og rekur veitingastaðina Mandi og Hlöllabáta. Reykjadalur í Mosfellsdal er eitt af […]

Við metum betur það sem við höfum í dag

Bjarki Sigurðsson viðskiptastjóri og Elísa Henný Arnardóttir hjúkrunarfræðingur hafa bæði glímt við eftirköst af COVID-19. Í einlægu viðtali við Ruth Örnólfsdóttur ræða þau um lífshlaup sín og hvernig veikindin hafa skert lífsgæði þeirra til muna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru algengustu einkenni COVID-19 hiti, hósti, kvefeinkenni, slappleiki og skyndileg breyting á lyktar- eða bragðskyni, sumir smitast þó […]

Sigurpáll heim í Aftureldingu

Sigurpáll Melberg Pálsson hefur gert tveggja ára samning við Aftureldingu og mun spila með liðinu í Lengjudeild karla í fótbolta næsta sumar. Sigurpáll er 28 ára varnar- og miðjumaður sem lék upp alla yngri flokkana hjá Aftureldingu. Sigurpáll kemur til Aftureldingar frá danska félaginu FA 2000 en hann lék áður með Fjölni, Fram og HK. […]