Entries by mosfellingur

Ný heilsugæslustöð opnar 29. mars

Heilsugæsla Mosfellsumdæmis vinnur nú að því að flytja starfsemi sína úr Kjarnanum í Sunnukrika 3 og er ráðgert að opna á nýjum stað mánudaginn 29. mars. Síðar í apríl verður svo formlegri opnun með hátíðarbrag. „Þetta verður algjör bylting á starfsaðstöðunni fyrir okkur,“ segir Dagný Hængsdóttir svæðisstjóri Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. „Húsnæðið býður upp á tækifæri til […]

Varmárskóla skipt upp í tvo sjálfstæða skóla

Haustið 2020 fór fram ytra mati á Varm­árskóla á vegum Menntamálastofnunar. Í niðurstöðum þess mats komu fram vísbendingar um að skoða þyrfti nánar stjórnskipulag skólans. Á fundi bæjarráðs hinn 4. júní 2020 samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að láta gera úttekt og mat á stjórnskipulagi Varmárskóla og á þeim grunni […]

Býrð þú yfir þrautseigju og seiglu?

Mörg okkar gera markvissar æfingar til að efla líkamlegt úthald og vöðvastyrk en spurning hversu mörg okkar gera æfingar til að auka andlegan styrk og verða sterkari í daglegu lífi? Hvað er þrautseigja/seigla? Þessi hugtök eru sannarlega ekki ný af nálinni enda voru þau og merking þeirra til umræðu hjá forngrískum heimspekingum á borð við […]

Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna

Í nóvember 2020 bauð félagsmálaráðuneytið fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, ásamt sex öðrum sveitarfélögum í landinu, að vera með í tilraunaverkefni um framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem sérstaklega snýr að skilnaðarráðgjöf. Markmið samkomulagsins um verkefnið er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í samstarfi við félagsmálaráðuneytið. Verkefnið snýr að eflingu félagslegrar ráðgjafar með áherslu á skilnaðar-, forsjár- og umgengnismál. […]

Vorhreingerningar

Veturinn í vetur hefur verið afskaplega blíður hér í bænum og lítið tilefni til að kvarta undan veðri. Því kitlar hækkandi sól og lengri dagsbirta eflaust marga til að huga að vorverkum, hvort sem er í görðum, hesthúsum, bílskúrum eða geymslum. Vorinu fylgir oft innileg löngun til endurnýjunar, til þess að taka til og gera […]

Áskoranir

Vorið er að koma. Kannski er það komið? Maður spyr sig. Það er alla vega bjart yfir núna þegar þessar línur eru skrifaðar, sólin skín og fuglarnir syngja. Núna er tíminn til að hrista aðeins upp í sér og finna sér skemmtilega áskorun fyrir sumarið. Eitthvað sem þú getur notað næstu vikur í að undirbúa […]

Hlégarður – Hús okkar Mosfellinga

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að ráðast í viðamiklar endurbætur innanhúss á félagsheimilinu Hlégarði. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið á næstu fjórum árum, nú þegar hefur fyrsti áfanginn verið boðinn út og er hann fólginn í gagngerum breytingum og endurbótum á jarðhæð hússins. Í síðari áföngum verksins verður opnuð leið upp á efri […]

Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi

Lærdómssamfélag leikskóla í Mosfellsbæ Í september 2018 fóru leikskólar í Mosfellsbæ í samstarf við Menntamálastofnun og Áshildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing um innleiðingu á verkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“. Áherslur í verkefninu voru í samræmi við áherslur Aðalnámskrár leikskóla þar sem vægi leiksins er þungamiðjan og meginnámsleið leikskólastarfsins. Leikur er þannig mikilvæg […]

Golfið orðið að heilsársíþrótt

Golfklúbbur Mosfellsbæjar tók nýverið í notkun nýja og glæsilega inniaðstöðu á neðri hæðinni í íþróttamiðstöðinni Kletti. Það er óhætt að segja að með því hafi aðstaða kylfinga í Golfklúbbi Mosfellsbæjar orðið allt önnur og býður klúbburinn nú upp á frábæra aðstöðu til golfiðkunar allt árið um kring. Í íþróttamiðstöðinni er virkilega góð aðstaða til þess […]

Hundasnyrtistofan Dillirófa opnar í Kjarna

Í desember síðastliðnum opnaði í Kjarnanum hundasnyrtistofan Dillirófa. Það eru þær Anna Dís Arnarsdóttir og Valborg Óðinsdóttir sem eiga og reka stofuna. Þær eru báðar með áralanga reynslu og góða menntun sem hundasnyrtar. „Ég hef starfað sem hundsnyrtir síðan 2008, ég hef sótt ótal námskeið og fór svo til Ítalíu að læra og hef verið […]

Endurbætur á Hlégarði að hefjast

Umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur á grundvelli heimildar bæjarráðs boðið út framkvæmdir við fyrsta áfanga endurbóta á innra rými Hlégarðs. Verkefnið felur í sér heildstæða endurgerð fyrstu hæðar hússins. Hönnuðir skiptu framkvæmdum í fyrsta áfanga með eftirfarandi hætti: Uppbygging og endurnýjun stoðrýma svo sem salerna, bars og undirbúning burðavirks áður en gólf verða endurgerð á fyrstu hæð […]

Hljómsveitin Eilíf sjálfsfróun gefur út sína aðra plötu

Mosfellska hljómsveitin Eilíf sjálfsfróun gaf út aðra plötu sína þann 18. febrúar. Eilífa sjálfsfróun skipa þeir Halldór Ívar Stefánsson, Árni Haukur Árnason, Davíð Sindri Pétursson og Þorsteinn Jónsson en platan sem þeir tóku upp og unnu sjálfir frá grunni nefnist Með fullri uppreisn og inniheldur 10 lög. Stofnað sem grín Eilíf sjálfsfróun var stofnuð í […]

Fáum vonandi að njóta jöklanna sem lengst

Listakonan Steinunn Marteinsdóttir opnar um helgina sýningu í Listasal Mosfellsbæjar í tengslum við 85 ára afmæli sitt. Sýningin nefnist JÖKULL -JÖKULL en Snæfellsjökull hefur lengi verið henni hugleikinn eða allt frá því hún fluttist að Hulduhólum árið 1969. Þar hefur hún búið og starfað síðan og sér jökulinn út um stofugluggann. Minna um fyrirhuguð veisluhöld […]

Fann farveg fyrir sköpunargleðina

Hanna Margrét Kristleifsdóttir skartgripahönnuður hannar sína eigin skartgripalínu, Bara Hanna. Það má sannarlega segja að áhugamál Hönnu Margrétar Kristleifsdóttur séu margvísleg en áhugi hennar á listsköpun er eitt af því sem stendur upp úr. Hún sinnir leiklist af kappi en árið 2007 kynntist hún skartgripagerð og fór í framhaldi í nám í almennri hönnun og […]

Íbúar í Mosfellsbæ ánægðir

Gallup kannar árlega þjónustu sveitarfélaga og mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Eins og undanfarin ár situr Mosfellsbær í efstu sætum könnunarinnar. Þegar spurt er um sveitarfélagið sem stað til þess að búa á og þjónustuna í heild er Mosfellsbær yfir landsmeðaltali í ellefu málaflokkum af þrettán, en rétt undir landsmeðaltali […]