Entries by mosfellingur

Mosfellsbær fyrir barnafjölskyldur

Í febrúar birtust niðurstöður þjónustukönnunar Mosfellsbæjar en þær sýndu ánægju notenda þjónustu sveitarfélagsins,en Mosfellsbær var yfir landsmeðaltali í 11 flokkum af 13. Er það sérstakt fagnaðarefni að 97% foreldra leikskólabarna eru ánægðir með þjónustu leikskóla bæjarins enda hefur bæjarstjórn lagt mikla áherslu á eflingu skólastigsins. Plássum á ungbarnadeildum og opnun sérstaks ungbarnaleikskóla hefur stytt biðlista […]

Okkar Mosó 2021

Kæru Mosfellingar. Íbúalýðræði er eitt af stefnumálum Vina Mosfellsbæjar því við vitum að íbúarnir eru sérfræðingar í nærumhverfinu. Því er það gleðiefni að verkefnið Okkar Mosó er komið af stað að nýju. Markmiðið með verkefni sem þessu er að fá almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Okkar Mosó er tilvalinn staður fyrir íbúa […]

Það er best að búa í Mosfellsbæ!

Ekki alls fyrir löngu þá barst mér skoðanakönnun sem fjallaði um upplifun mína á því hvernig mér fyndist að búa á þeim stað sem ég bý. Að mínu mati þá var ekki erfitt að svara þeim spurningunum öllum í þá veru að hvergi á jarðríki er betra að búa en í Mosfellsbæ. En eftir á […]

Tökum höndum saman

Kannanir á líðan barna og unglinga á covid tímum sýna að full ástæða þykir að beina betur sjónum að unglingum okkar. Nú takast fjölskyldur á við afleiðingar faraldurs og þeirra aðstæðna sem hafa skapast. Íþrótta – og tómstundastarf hefur fallið niður og miklar takmarkanir verið á félagsstarfi unglinga en við þær aðstæður er hætta á […]

Lifandi málaskrá og dagbók

Kæru Mosfellingar. Bættur aðgangur að upplýsingum er forsenda gegnsæi í störfum stjórnsýslunnar en það er eitt af áherslum Vina Mosfellsbæjar. Það er því okkar kjörinna fulltrúa að búa svo um hnútana að íbúarnir geti á auðveldan hátt nálgast upplýsingar og öðlast þannig innsýn í verkefni stjórnsýslunnar. Aukin upplýsingagjöf og gott aðgengi að upplýsingum eykur traust […]

Friðlandið við Varmárósa stækkað

Í síðustu viku undirritaði ég stækkun friðlandsins við Varmárósa. Ósarnir hafa verið á náttúruminjaskrá frá árinu 1978 og voru fyrst friðlýstir árið 1980. Verndargildi svæðisins felst fyrst og fremst í því að þar er að finna fágæta plöntutegund, fitjasef, auk þess sem sjávarfitjarnar eru sérstæðar að gróðurfari og mikilvægt vistkerfi fyrir fugla. En það er […]

Von og vellíðan

Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar fagnaði 25 ára afmæli þann 19. mars. Hvernig við náum von og vellíðan er nokkuð sem flestir velta fyrir sér. Sjálf hef ég fundið leið með svokölluðu NEWSTART Program (newstart.com). Það er byggt á meira en 100 ára kenningum E.G. White. Fólk sem lifir eftir þessum kenningum, lifir hvað lengst í heiminum í […]

Umferðaröryggi í Leirvogstunguhverfi

Í Leirvogstunguhverfi sem og í öðrum hverfum Mosfellsbæjar snýst umferðaröryggi að miklu leyti um hegðun íbúanna í umferðinni. Leirvogstunga er nýlegt hverfi í Mosfellsbæ og í meirihluta hverfisins er leyfilegur hámarkshraði 30 km. á klukkustund. Að beiðni Mosfellsbæjar var Verkfræðistofan EFLA fengin til að meta umferðaröryggi í Leirvogstunguhverfi og samhliða því var íbúum hverfisins gefin […]

STRAX-heilkennið í Mosfellsbæ

Embættismenn í Kína tilheyra gamalli stétt. Sú er mun þróaðri en sú íslenska. Rekja má kínverska embættismannakerfið langt aftur í aldir. Réðu þar konungar og keisarar sem oft á tíðum voru fremur lítt stjórntækir. Má þar m.a. nefna síðasta keisarann Puyi. Puyi sagði af sér embætti „STRAX“ í upphafi síðustu aldar. Við tók borgarastyrjöld, svo […]

Verður byggð blokk í bakgarðinum hjá þér?

Þegar fólk kaupir sér húsnæði er að mörgu að hyggja. Byggingin þarf að uppfylla lög og reglugerðir en því miður virðast allt of margir gallar koma í ljós eftir að eigendur taka við fasteign. Margir slíkra galla eru á ábyrgð hönnuða, byggingastjóra eða meistara. Skv. lögum má Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (áður Mannvirkjastofnun) ávíta og svipta […]

Einn eða tveir skólar?

Foreldar barna í Varmárskóla fengu rafræna kynningu á niðurstöðum HLH ráðgjafar um stjórnskipulag Varmárskóla og tillögu hans um að skipta skólanum í tvo skóla. Fámennt var á fundinum og því ákvað stjórn foreldrafélgsins að varpa spurningunni yfir til foreldra/forráðamanna um álit þeirra á fyrirhugaðar breytingar stjórnskipulagsins. Á heimasíðu foreldrafélagsins var einfaldlega spurt; einn eða tveir […]

Besta platan

Heilsa er ekki bara að sofa, borða og hreyfa sig. Heilsa snýst um miklu meira. Viðhorf til lífsins til dæmis. Það er hægt að skrolla sig í gegnum lífið með neikvæð gleraugu á nefinu og finna öllu og öllum allt til forráttu. En það er líka hægt að fara hina leiðina, einbeita sér að því […]

Leiruvogurinn – útivistaperla í Mosfellsbænum

Við sem búum í Mosfellsbænum erum stolt af náttúrunni allt í kringum okkur. Hér getur hver og einn stundað útivist við sitt hæfi. Það er sérlega mikilvægt á þessum erfiðu tímum þar sem COVID setur okkur svo þröngar skorður. Fjöllin í kringum okkar laða að alveg eins og skóglendin. Fjórar fallegar ár renna í gegnum […]

Hugmyndasöfnun stendur yfir fyrir Okkar Mosó 2021

Nú er komið að þriðju hugmyndasöfnuninni vegna Okkar Mosó, samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa Mosfellsbæjar. Verkefnið byggir á áherslum í lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar um samráð og íbúakosningar auk þess sem markmið verkefnisins er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Okkar Mosó 2021 […]

Börn eru svo einlæg og hreinskilin

Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir leiðsögumaður og viðburðastjóri er félagsforingi Skátafélagsins Mosverja. Hæ Dagga, kölluðu börnin úr öllum áttum er við Dagbjört, eða Dagga eins og hún er ávallt kölluð, fengum okkur göngutúr í bænum einn góðviðrisdaginn. Það sést langar leiðir að Dagga hefur unun af því að vera í návist barna, hún hefur lengi sinnt yngstu […]