Til hamingju, stelpur!

Jón Fannar Árnason

Íþróttaárið 2021 hefur verið frábært hjá stelpum í Aftureldingu. Mörg afrek hafa unnist á síðustu mánuðum. Hérna verður farið yfir þau helstu í tímaröð.
Sunnudaginn 2. maí tryggðu stelpurnar í handbolta sér sæti í Olís deildinni á næsta tímabili. Liðið gerði það með útisigri á Fjölni/Fylki þó að einni umferð væri ólokið.
Nokkrum vikum seinna eða laugardaginn 22. maí urðu blakstelpurnar Íslandsmeistarar með sigri í oddaleik gegn HK. Leikurinn vannst 3-0. Þetta var í fjórða sinn sem Afturelding vinnur þennan titil.
Nýjasta afrekið var fimmtudagskvöldið 9. september en þá unnu stelpurnar í fótbolta sér sæti í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Liðið vann 4-0 sigur gegn FH í lokaumferðinni.
Framtíðin er björt hjá stelpum í Aftureldingu. Þið eruð flottar fyrirmyndir.
Til hamingju, stelpur!

Jón Fannar Árnason
tómstunda- og félagsmálafræðingur