Endurminningar drengs sem réð sig sem kaupamann á Meltún
Út er komin Meltúnsbók, Sumardvöl í Mosfellssveit 1962-1963 eftir Kristbjörn Egilsson. Um er að ræða endurminningar drengs sem galvaskur réð sig sem kaupamann á bæinn Meltún í Mosfellssveit sumrin 1962 og 1963. Í bókinni er fágæt lýsing á lífi og starfi á nýbýli í hreppi sem var í örum vexti á sjöunda áratug 20. aldar. […]