Gerum góðan bæ enn betri

Helga Jóhannesdóttir

Framtíðin er björt í Mosfellsbæ, tækifærin mörg og það er okkar sem verðum í framboði í sveitarstjórnarkosningunum að marka leiðina með bæjarbúum.
Okkur ber sem fyrr að hlusta á og taka mið af ábendingum og athugasemdum bæjarbúa, endurskoða gildandi stefnur og meta hvernig gengið hefur hverju sinni og hverju þarf að breyta og bæta.

Verkefni sveitarfélagsins eru mörg, málaflokkarnir margir og fjölbreyttir og ekki hægt að taka eitt verkefni eða einn málaflokk fram yfir annan. Góð fjármálastjórn og skýr markmið eru forsenda góðs reksturs og þjónustu við bæjarbúa.

Gerum góðan bæ enn betri, gerum góða þjónustu Mosfellsbæjar til bæjarbúa enn betri og aukum lífsgæði og lýðheilsu Mosfellinga. Ég er tilbúin í þetta verkefni og sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. febrúar.

Helga Jóhannesdóttir