Entries by mosfellingur

Við förum í fríið

Ljósin á ströndu skína skærskipið það færist nær og nærog þessi sjóferð endi fær.Ég búinn er að puða og púlapokann að hífa og dekkin spúla. Við erum búin að standa okkur vel í kóvidinu, Íslendingar. Höfum haft þolinmóða, mannlega og öfluga leiðtoga sem hafa stýrt okkur í gegnum þessa sjóferð, ég held við getum öll […]

Ritskoðun í Rusllandi

Enn er talsvert fjör í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og nýsköpun bætist við annars talsverða listsköpun forseta bæjarstjórnar í gegnum árin. Í upphafi ársins 2021, nánar tiltekið 27. janúar, var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi nr. 775 mál er sneri að brunanum í SORPU 8. janúar þegar landsins stærsta gúanó, þ.e. hann Gýmir blessaður, kviknaði bókstaflega til lífsins. […]

Helga Þórdís nýr skólastjóri Listaskólans

Helga Þórdís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar frá 1. ágúst. Helga starfaði sem skólastjóri Tónlistarskólans á Tálknafirði í fjögur ár. Hún hefur sinnt tónlistarkennslu í grunnskólum og við ýmsa tónlistarskóla. Hún er prófdómari í samræmdum prófum í prófanefnd tónlistarskóla. Frá árinu 2013 hefur hún gegnt stöðu organista við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. […]

Mosfellskt hlaðvarp um bókmenntir

Vinkonurnar Tanja Rasmussen og Ástrós Hind Rúnarsdóttir eru með hlaðvarpið Listin og lífið sem aðgengilegt er á öllum helstu streymisveitum. Þar fjalla þær stöllur aðallega um bókmenntir á skemmtilegan og opinn hátt. „Við höfum líka alveg tekið fyrir lagatexta, ljóð og langar alveg að fjalla um leikrit og fleira sem tengist bókmenntum. Við kynntumst á […]

Ákvað að taka stóra stökkið

Kristín Valdemarsdóttir hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari frá árinu 2019. Myndir hennar hafa vakið mikla athygli enda segja þær sögu og eru draumkenndar og ævintýralegar. Kristín tekur allar sínar myndir úti við og hefur verið dugleg að nota nærumhverfi sitt og þá helst skógana sem eru eins og allir vita annálaðir fyrir mikla náttúrufegurð. Kristín […]

Styrkjum úthlutað úr Klörusjóði

Á dögunum voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla og var í ár lögð áhersla á verkefni á sviði upplýsinga- og tæknimála. Nafn sjóðsins, […]

ALLT fasteignasala opnar í Kjarna

ALLT fasteignasala hefur opnað útibú í Þverholti 2. Fasteignasalan er staðsett í gamla Íslandsbankarýminu í Kjarnanum en fyrir eru starfsstöðvar í Reykjanesbæ, Grindavík og Vestmannaeyjum. Kristinn Sigurbjörnsson, annar eigenda ALLT, hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2016. Sjálfur hefur Kristinn búið í Mosfellsbæ í þrjú ár og telur að með allri þeirri uppbyggingu sem hefur átt […]

Jóna Benediktsdóttir ráðin skólastjóri Varmárskóla

Jóna Benediktsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Varmárskóla frá 1. ágúst. Hún er með B.Ed gráðu frá KHÍ, meistaragráðu í sérkennslufræðum og diplómu í stjórnun menntastofnana frá HÍ. Hún hefur einnig setið námskeið í stjórnun og opinberri stjórnsýslu.Jóna hefur starfað sem grunnskóla­kennari, aðstoðarskólastjóri til fjölda ára og sem skólastjóri við grunnskólann á Ísafirði. Frá […]

Kosið um 29 tillögur í Okkar Mosó 2021

Rafræn kosning er hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2021. Þar gefst íbúum tækifæri á að kjósa sín uppáhalds verkefni til framkvæmda, verkefni sem þeim þykja gera bæinn betri. Um er að ræða forgangsröðun og úthlutun fjármagns til framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Mosfellsbæ.Alls bárust 140 fjölbreyttar tillögur að verkefnum í hugmyndasöfnuninni, talsvert fleiri en árin […]

Nettó opnar í Mosfellsbæ

Föstudaginn 4. júní mun Nettó opna nýja verslun við Sunnukrika 3 í Mosfellsbæ. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að standsetja rýmið síðustu vikur. Í Sunnukrika er einnig að finna heilsugæslu, apótek, bensíndælur og kjötbúð. „Við höfum horft til Mosfellsbæjar mörg undanfarin ár og erum ótrúlega spennt fyrir því að opna,“ segir Gunnar Egill […]

Framtíðin er unga fólksins

Öflugt atvinnulíf til framtíðar, framboð af húsnæði og góðar samgöngur eru forsenda framfara og undirstaða velferðarkerfisins á Íslandi. Samkeppni um unga fólkið er einn af hornsteinum framtíðarinnar. Getur unga fólkið byggt upp sitt líf í Mosfellsbæ, á höfuðborgarsvæðinu, á Íslandi eða velur það að fara eitthvað annað? Við sem hér búum þekkjum kosti þess hversu […]

Rödd atvinnulífsins inn á Alþingi

Öflugt atvinnulíf er grundvöllur velferðar, framþróunar og hagsældar fyrir alla. Atvinnulífið stendur undir grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, velferðarkerfinu, samgöngum, innviðum og menningu. Það er því hagur okkar allra að atvinnulífið blómstri. Hvetjandi umhverfiVið fæðumst með ólíka forgjöf. Bakland fólks er misjafnt en við þurfum öll að fá tækifæri til að nýta hæfileika okkar. Til þess […]

Þrautin

Við héldum KB þrautina nýverið. KB þrautin er utanvegahlaup með fjölbreyttum þrautum sem gera lífið skemmtilegra. Fólk þurfti til dæmis að klifra yfir veggi og upp kaðla, skríða undir gaddavír, labba í djúpu drullusvaði og upp langa og bratta brekku, bera þunga hluti á milli staða og prófa sig á jafnvægis­slá. 100 manns tóku þátt […]

Hugsum stærra, gerum meira og gerum betur

Það viðhorf er ekki óalgengt hjá fólki á öllum aldri að það skipti engu máli hverjir fari með stjórn landsins eða í sveitarfélögunum, það sé sami rassinn undir öllu þessu liði. Engin ástæða sé til þess að drattast á kjörstað, þetta verði allt óbreytt eftir kosningar hvort eð er. En er það þannig? Skiptir virkilega […]

Látum verkin tala

Íslendingar eru í grunninn samheldin þjóð og þegar á reynir stöndum við saman og klárum verkefnin. Áskoranir komandi missera verða margvíslegar og þar er einna stærsta verkefnið uppbygging og endurreisn atvinnulífsins. Með því að taka lítil en ákveðin skref munum við komast í gegnum verkefnin. En til að halda uppi traustu og öflugu atvinnulífi þurfum […]