Entries by mosfellingur

Loftgæðamælingar hefjast hjá Mosfellsbæ

Á fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar hinn 24. júní 2021 var lögð fram tillaga um uppsetningu loftgæðamælanets í Mosfellsbæ sem yrði hluti heildarnets sem til stendur að koma upp á öllu höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisnefndin sammæltist um að koma uppsetningu loftgæðamælanets í framkvæmd enda samræmdist það vel megináherslum í umhverfisstefnu Mosfellsbæjar. Í kjölfarið heimilaði bæjarráð gerð samnings við Resource […]

Útilistaverk reist á Kjarnatorgi

Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur samþykkt að útilistaverk Elísabetar Hugrúnar Georgsdóttur arkitekts verði reist á Kjarnatorgi. Tillaga hennar hlaut viðurkenningu dómnefndar í hugmyndasamkeppni um aðkomutákn sem Mosfellsbær efndi til árið 2018. Verkið er nú í hönnun og markmiðið er að reisa verkið í mars á næsta ári. Meginmarkmið menningarstefnu Mosfellsbæjar eru að móta áherslur í menningarmálum, […]

Synir mínir björguðu lífi mínu

Líf Guðrúnar Jónsdóttur breyttist á örskotsstundu árið 2017 er hún fékk heilablóðfall á heimili sínu í Skåne í Svíþjóð. Hún var meðvitundarlaus í þrjár vikur, dvaldi á spítala í nokkra mánuði og glímir í dag við alvarlega fylgikvilla áfallsins eins og málstol og heilaþreytu. Í einlægu viðtali við Ruth Örnólfsdóttur­ ræðir Guðrún um æskuárin, dvölina […]

Hver er Mosfellingur ársins 2021?

Val á Mosfellingi ársins 2021 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í sautjánda sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Kerti og spil

Staðan er ekki flókin. Jólin eru rétt handan við hornið og þau verða öðruvísi í ár. Það er bara þannig og það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu. Það sem við gerum núna er að finna leiðir til þess að gera jólin eins góð og gefandi fyrir okkur sjálf og okkar fólk og við […]

Breytingar á lyfjaendurnýjunum á Heilsugæslu Mosfellsbæjar

Kæru MosfellingarHinn 1. janúar næstkomandi verða breytingar á ákveðnum lyfjaendurnýjunum hjá Heilsugæslu Mosfellsbæjar. Ávanabindandi sterk verkjalyf (svo kölluð ópíöt) og ávanabindandi róandi lyf (benzódíasepín) verður ekki hægt að endurnýja nema í bókuðum tíma hjá lækni. Ekki verður hægt að endurnýja lyfin á vaktinni, gegnum síma eða rafrænt gegnum Heilsuveru. Hægt verður að skrifa út lyfin […]

Verkefnið Járnfólkið – Rótarýhreyfingin

Fyrir nokkrum árum hvatti viðskiptafélagi minn mig til að mæta á fund hjá Rótarýklúbbnum Þinghól sem starfræktur er í Kópavogi. Frá þeim tíma hef ég verið meðlimur í Rótarýhreyfingunni og tek heilshugar undir orð frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem líkti Rótarý við „opinn háskóla“. Samhliða frábærum fyrirlestrum um allt milli himins og jarðar […]

Grænn Mosfellsbær í fremstu röð

Í Mosfellsbæ hefur íbúafjölgun orðið hvað mest á meðal allra sveitarfélaga á landinu enda kostirnir við að búa í Mosfellsbæ augljósir. Hér er gott að ala upp börn því Mosfellsbær heldur vel utan um börnin sín. Hér eru framúrskarandi leik- og grunnskólar, fjölbreytt og gott íþrótta – og tómstundastarf og síðast en ekki síst mikil […]

Lista- og menningarfélag Mosfellinga

Menning er hluti af hinu daglega lífi og skilgreiningar á menningu eru margar og jafnvel ólíkar. Menning er mjög vítt hugtak sem tekur til nær allra þátta samfélagsins. Í okkar huga er menning þeir þættir sem einkenna samfélag okkar. Hér í Mosfellsbæ eru margir kórar þar sem fólk kemur saman og syngur, hér eru göngu- […]

Mosfellsbær – uppbygging á miðbæjarsvæði

Mosfellsbær er ört stækkandi sveitarfélag enda eftirsóknarverður búsetukostur fyrir margra hluta sakir. Byggðakjarnar sveitarfélagsins eru skipulagðir með það að leiðarljósi að auðvelda aðgengi íbúanna að hvers kyns þjónustu og áhersla lögð á fjölbreytt búsetuform. Uppbyggingin mun halda áfram jafnt og þétt á komandi árum, meðal annars í miðbæ Mosfellsbæjar sem er í uppbyggingu og er […]

Jólakveðja frá Framsókn

Hógværð, mildi og mannúðDýrmætustu gjafirnar sem þú getur gefiðeru falleg orð og gjörðirsamúð og fyrirgefningþakklæti, skilningurviðurkenning og kærleikur Steinunn Valdimarsdóttir Kæru Mosfellingar Lífið er dýrmæt gjöf. Hver dagur hefur sín ævintýri. Enginn dagur er eins, sumir eru mjög venjulegir, aðrir kannski smá öfugsnúnir og erfiðir og enn aðrir spennandi með fullt af skemmtilegum uppákomum. En […]

Vetrarsólhvörf

Þessi dægrin liggur sól lægst á lofti, skammdegið er mikið en um leið er eitt fullvíst: „Dagarnir lengjast og dimman flýr í sjó“ svo vitnað sé í þekkt vorkvæði. Orðið „sólhvörf“ getur bæði merkt þau tímamót þegar daginn tekur að lengja og stytta, hvorttveggja minnir okkur á hverfulleika lífsins og hringrás tímans. Jól og áramót […]

Konur eru líka öflugar

Undirbúningur sjálfstæðismanna til sveitastjórnarkosninga í vor eru nú í fullum gangi. Margir ólíkir einstaklingar með ólíkar skoðanir gefa kost á sér sem mér finnst mjög jákvætt því það leiðir til fjölbreyttra hugmynda um hvernig hægt sé að gera Mosfellsbæ að betri bæ til að búa í, þótt gott sé að búa þar í dag og […]

Jólakveðja

Bæjarstjórn er nú komin í jólafrí og lítið að frétta úr bæjarpólitíkinni. Búið að afgreiða fjárhagsáætlun og komin tími á jólaundirbúning og jólagleði. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í maí og ef að líkum lætur færist fjör og líf í bæjarmálin og stjórnmálaumræðu þegar kemur fram á nýja árið. Það eru mörg verkefnin sem sinna þarf í […]

Helga gefur kost á sér í 2. sæti

Helga Jóhannesdóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksin sem fer fram 5. febrúar. Helga er nefndarmaður í skipulagsnefnd, hún hefur verið varabæjarfulltrúi tvö kjörtímabil, setið í fræðslu­nefnd og verið varamaður í fjölskyldu­­nefnd. Helga er viðskipta­fræðingur að mennt, hún er með meistargráðu í stjórnun og stefnumörkun og með meistargráður í opinberri stjórnsýslu. Helga […]