Viljum hafa meiri áhrif á stefnumörkun bæjarins

Þóra Sigrún, Ólafur Ingi, Ólafur Guðmunds, Elín Eiríks, Anna Sigríður, Sunna Björt, Guðbjörn, Sólborg Alda, Jakob Smári, Kristín, Finnbogi og Gerður.

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí var samþykktur einróma á fjölsóttum félagafundi 5. mars.
Anna Sigríður Guðnadóttir núverandi oddviti leiðir listann, annað sætið skipar Ólafur Ingi Óskarsson varabæjarfulltrúi. Í þriðja sæti er Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt og fjórða sæti skipar svo Elín Árnadóttir lögmaður. Sérstakur gestur fundarins var Logi Einarsson alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar.
Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 fékk Samfylkingin í Mosfellsbæ 9,5% greiddra atkvæða og einn kjörinn bæjarfulltrúa.


Anna Sigríður Guðnadóttir

Við byggjum á þekkingu og reynslu
Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir nú framboðslista Samfylkingarinnar í þriðja sinn.
„Ég er full tilhlökkunar og bjartsýni fyrir vorið. Við bjóðum fram mikla reynslubolta í sveitarstjórnarmálum ásamt öflugu fólki með reynslu víða að úr samfélaginu sem vill nú taka þátt og vinna að góðum málum í sínu sveitarfélagi. Sveitarstjórnarmál snúast um nærumhverfi okkar, félagsauðinn, skipulag, skólana, umhverfið, fólkið í bænum og hvernig við mótum umgjörðina um daglegt líf þess. Við byggjum afstöðu okkar til úrlausnarefna alltaf á alþjóðlegum grunngildum jafnaðarstefnunnar: Frelsi, jafnrétti og samábyrgð. Jafnaðarstefnan setur almannahagsmuni alltaf framar sérhagsmunum. Við viljum hafa meiri áhrif á stefnumörkun sveitarfélagsins og stefnum ótrauð þangað.“


Jakob Smári Magnússon

Gerum bæinn skemmtilegri og meira aðlagandi
Jakob Smári Magnússon skipar 5. sæti Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum 2022. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður og er menntaður áfengis og vímuefnaráðgjafi. Hann er giftur Rögnu Sveinbjörnsdóttur viðskiptastjóra.
„Ég vil leggja mitt á vogarskálarnar til að gera Mosfellsbæ að betri bæ. Ég vil gera bæinn skemmtilegri og meira aðlaðandi. Mig langar að sjá hér fallegan miðbæ og efla menningarstarf í bænum. Mosfellsbær á mikið af frábæru listafólki og bærinn á sér sögu sem við verðum að varðveita. Það þarf að vekja bæinn til lífsins og ég er til í að taka það að mér. Svo vil ég fá Pizzabæ aftur, takk fyrir.”


Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

1. Anna Sigríður Guðnadóttir  bæjarfulltrúi, stjórnsýslufræðingur og upplýsingafræðingur
2. Ólafur Ingi Óskarsson  kerfisfræðingur
3. Ómar Ingþórsson  landslagsarkitekt
4. Elín Árnadóttir  lögmaður
5. Jakob Smári Magnússon  tónlistamaður og áfengis- og vímuefnaráðgjafi
6. Sunna Björt Arnardóttir  sérfræðingur í mannauðsmálum
7. Daníel Óli Ólafsson  læknanemi
8. Margrét Gróa Björnsdóttir  stuðningsfulltrúi í grunnskóla
9. Elín Eiríksdóttir  framhaldsskólakennari
10. Ragnar Gunnar Þórhallsson  hefur setið í stjórnum ÖBÍ, NPA miðstöðvarinnar og Sjálfsbjargar
11. Kristrún Halla Gylfadóttir  umhverfis- og auðlindafræðingur
12. Guðbjörn Sigvaldason  verslunarmaður
13. Sólborg Alda Pétursdóttir  verkefnastjóri/ náms-og starfsráðgjafi
14. Þóra Sigrún Kjartansdóttir  hágreiðslunemi
15. Símon Guðni Sveinbjörnsson  bifreiðasmiður
16. Gerður Pálsdóttir  þroskaþjálfi
17. Greipur Rafnsson  nemi í félagsráðgjöf
18. Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir  viðburðahönnuður og leiðbeinandi í grunnskóla
19. Finnbogi Rútur Hálfdánarson  lyfjafræðingur
20. Nína Rós Ísberg  framhaldsskólakennari
21. Ólafur Guðmundsson  húsasmiður
22. Kristín Sæunnar Sigurðardóttir  eftirlaunakona