Entries by mosfellingur

Viltu ekki bara spila á þetta?

Þegar ég var 6 ára fóru ég, mamma og móðursystir mín á fund Birgis skólastjóra til að finna hljóðfæri fyrir mig að spila á. Ég átti þegar að baki heils árs feril í blokkflautuleik og það var kominn tími á að glíma við nýtt hljóðfæri. Mamma hafði heyrt svo vel látið af lúðrasveitinni að hún […]

Afmælisfögnuður í tilefni 40 ára afmæli Bólsins

Félagsmiðstöðin Bólið fagnar 40 ára afmæli sínu með þriggja daga afmælisfögnuði í Hlégarði dagana 10.-12. apríl. Félagsmiðstöðin Bólið býður upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 til 16 ára börn og ungmenni. Í Bólinu er fjölbreytt og lifandi starfsemi sem er skipulögð að miklu leyti í samráði við unglingana. Félagsmiðstöðin Bólið var fyrst opnuð um áramótin […]

Múlalundur, minning eða möguleiki?

Það blása harðir vindar um vinnustaðinn minn Múlalund þessa dagana. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að upplifa þessa stöðu og ekki síst verklagið við að „loka Múlalundi“ í núverandi mynd. Hópur frábærra einstaklinga með mismunandi fatlanir fengu að vita fyrir stuttu að þeir muni missa vinnuna sína og verði að fara út á […]

Menningin blómstrar í Mosfellsbæ

Það eru forréttindi að fá að taka þátt í að gera bæinn okkar blómlegri með menningarviðburðum. Nú er mars, mánuður Menningar í Mosó, nýliðinn og það var nóg um að vera. Þar má nefna tónleika sem kvennakórarnir Stöllurnar úr Mosfellsbæ og Sóldís úr Skagafirði héldu saman í Hlégarði, en þar voru flutt lög Magnús­ar Ei­ríks­son­ar. […]

Gott að eldast

Undirrituð hóf nýlega störf hjá Mosfellsbæ í þróunarverkefni sem er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda sem ber nafnið „Gott að eldast“. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu eftir sveitarfélögum og stofnunum sl. sumar til að taka þátt í þróunarverkefninu og voru Mosfellsbær og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins eitt af þeim sex svæðum sem valin voru til þátttöku en […]

Sameiningarorka

Eitt það besta við íþróttirnar er að þær búa yfir þeim töframætti að geta sameinað fólk. Það er ólýsanlegt að vera hluti af stórum hópi fólks sem er samankominn til þess að styðja eitt og sama liðið til dáða. Lið sem allir í hópnum hafa tengingu við. Tengingarnar ná saman eins og ósýnilegir rafmagnsþræðir, tengja […]

Leikfélagið sýnir Línu Langsokk

Leikfélag Mosfellssveitar sýnir um þessar mundir söngleikinn um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren sem fólk á öllum aldri ætti að þekkja. Þegar ný stelpa flytur inn í Sjónarhól með apann sinn Herra Níels og hestinn Litla Kall umturnast líf Tomma og Önnu og þau lenda í hverju ævintýrinu á eftir öðru. Aron Martin Ásgerðarson leikstýrir […]

Ferðalagið tók fjögur ár

Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar ákvað að fara í tæknifrjóvgunarferli til Grikklands. Ýmsar meðferðir flokkast undir tæknifrjóvgun og margvíslegar ástæður geta legið að baki þess að fólk fari í slíkar meðferðir. Þetta er t.d. kjörmeðferð fyrir einhleypar konur sem vilja eignast börn og hefur árangur af slíkum meðferðum verið góður. Hanna Björk Halldórsdóttir er ein […]

Jökla og Ístex efna til hönnunarsamkeppni

Ullin og Jökla er yfirskrift hönnunarsamkeppni sem Jökla stendur að um þessar mundir í samvinnu við Ístex í Mosfellsbæ. Markmið keppninnar er að styðja íslenskan prjónaiðnað, listiðnað, hönnun og frumleika fyrir íslensku ullina sem og nýsköpun fyrir íslenskan landbúnað. „Keppnin gengur út á að hanna peysu úr íslenskri ull með merki eða hönnun Jöklu rjómalíkjörs […]

Þjónustusvæðið á landi Skálatúns fær nafnið Farsældartún

Á Skálatúni hefur um árabil verið búsetusvæði fyrir fatlað fólk sem var rekið af IOGT á Íslandi. Vorið 2023 hætti IOGT á Íslandi þeirri starfsemi og þjónusta við íbúa á Skálatúni er nú á höndum Mosfellsbæjar en eignarhald fasteigna á svæðinu í eigu nýs aðila, Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna. Til stendur […]

Bankinn kominn í nýjar hendur

Það er komið að tímamótum á veitingastaðnum Bankanum Bistro í Þverholtinu. Eftir að hafa rekið Bankann Bistro (áður Barion) í tæp 5 ár, afhenda hjónin Ragnheiður Þengilsdóttir og Óli Valur Kára Guðmundssyni lyklana. „Ég var þjónustustjóri í Arion Mosó og þegar útibúinu var lokað í kjölfar breytinga árið 2018 kom upp tækifæri til að kaupa […]

Íþrótta- og heilsubær Íslands

Ég hef nýhafið störf sem íþrótta- og lýðheilsufulltrúi Mosfellsbæjar. Starfið byggir á grunni sem ljúfmennið Sigurður Guðmundsson reisti, en starfslýsingin er á ýmsan hátt ólík hans. Ég er mjög spenntur fyrir þeim fjölmörgu verkefnum sem fram undan eru, er afar þakklátur fyrir traustið og ætla að gera mitt allra besta til að standa undir því. […]

Fjölgun stöðugilda á bæjarskrifstofunum

Hún er lífseig umræðan um fjölgun starfsmanna á bæjarskrifstofunum í kjölfar stjórnkerfisbreytinga og auglýsingar sjö stöðugilda stjórnenda sumarið 2023. Einhverjir virðast telja sig hafa af því hagsmuni að þvæla þá umræðu. Þess vegna er ástæða til að fara aftur yfir þær breytingar, ráðningarnar umtöluðu og forsendur þeirra. Forsendur breytinga Forsendur stjórnkerfisbreytinganna voru annars vegar málefnasamningur […]

Íbúakönnun vegna nýrrar þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá

Íþróttasvæðið okkar að Varmá er mjög dýrmætt og mikilvægt að um það gildi skýr framtíðarsýn. Því var ákveðið að mynda stýrihóp sem hefði það hlutverk að endurskoða framtíðarsýnina fyrir svæðið, kortleggja íþróttasvæðið að Varmá með tilliti til skipulegra þátta og þarfagreiningar vegna uppbyggingar til næstu 15 ára með áherslu á að styrkja íþróttastarf, bæta útivistaraðstöðu […]

Mosfellsk menning

Menningarlíf Mosfellsbæjar hefur svo sannarlega verið á hraðri uppleið undanfarna mánuði. Það eru margir þættir sem eiga þar hlut að máli. Óhætt er þó að segja að hugsjón og áhugi Mosfellinga ber þar hæst. Með tilkomu nýs fyrirkomulags á rekstri Hlégarðs hefur komið í ljós hvað tækifærin til að efla menningu í Mosfellsbæ eru mikil […]