Entries by mosfellingur

Birgir útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar

Birg­ir D. Sveins­son fyrrverandi skólastjóri Varmárskóla og stofnandi skólahljómsveitar Mosfellsbæjar var útnefndur heiðursborgari Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn þann 17. júní. „Ég er snortinn og þakklátur,“ sagði Birgir við afhendinguna en hann er heiðraður fyrir hans mikla framlag til tónlistar- og menningarlífs sem og uppeldismála í Mosfellsbæ. Birgir D. Sveinsson er fæddur 5. apríl 1939 í […]

Farsæl efri ár

Íslensk stjórnvöld hafa nýlega sett fram aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem ber nafnið „Gott að eldast“ sem byggir á nýrri hugsun við ört stækkandi hóp í samfélaginu. Í þeirri áætlun er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, tryggja þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi og fjölga þeim sem taka […]

Hvernig viljum við þroskast sem samfélag?

Mosfellsbær varð formlega að kaupstað 9. ágúst 1987 og fagnaði því 35 ára kaupstaðarafmæli á liðnu ári. Á liðnum áratug eða svo hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað mikið. Það kemur okkur ekki á óvart – því það er gott að búa í Mosó. Nú þegar íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað þurfum við sem samfélag að velta því […]

Reykjalaug fundin

Í tengslum við lagningu gangstígs upp Reykjaveg að Suður-Reykjum var ákveðið að reyna að staðsetja Reykjalaug sem lenti undir vegi um 1940. Mosfellsbær óskaði eftir aðstoð Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Minjastofnunar Íslands við að finna hina sögufrægu Reykjalaug með jarðsjá. Af hundruðum lauga og hvera sem voru eitt sinn í Mosfellssveit var hún þeirra þekktust. […]

Náttúruíþróttabærinn

Mosfellsbær er hugsanlega það bæjarfélag á Íslandi sem er best fallið til þess að verða paradís þeirra fjölmörgu sem stunda náttúruíþróttir af einhverju tagi. Ég sé fyrir mér fjallahjólastíga í fellunum okkar fjölmörgu, miskrefjandi stíga þannig að allir geti fengið áskoranir við hæfi, reynsluboltar sem byrjendur. Stígarnir myndu tengjast þannig að hægt væri að fara […]

Svartmálmshátíð haldin í Hlégarði

Svartmálmshátíðin Ascension MMXXIV verður haldið í fjórða sinn dagana 3.-6. júlí í Hlégarði, en var áður haldin undir formerkjum Oration Festival frá 2016-2018. Hátíðin leggur ríka áherslu á íslenskan jafnt og erlendan svartmálm en ekki síður fjölbreytta og tilraunakennda tónlist. Fram munu koma 30 hljómsveitir frá 13 löndum og meðal íslenskra hljómsveita verða Kælan Mikla […]

Ég fæ að kafa ofan í ýmsa heima

Vivian Ólafsdóttir útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2012 og hefur síðan þá starfað sem leikkona. Hér á landi er hún hvað þekktust sem Stefanía í Leynilöggunni og svo lék hún hugrökku Kristínu í Napoleonsskjölunum en Vivian var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir bæði þessi hlutverk. Þessa dagana er hún að leika í bíómynd og fram undan […]

Barnadjass í Mosó í annað sinn

Dagana 20.-23. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í annað sinn. Flytjendurnir eru á aldrinum 7-15 ára og koma frá Mosfellsbæ, Ísafirði, Reykjavík, Noregi og Færeyjum. Börnin eiga þó rætur að rekja mun víðar, svo sem til Svíþjóðar, Kína, Póllands, Palestínu, Hollands, Nígeríu og víðar. Haldnir verða fernir tónleikar: Opnunartónleikar 20. júní kl. 19:00 […]

Mosfellsbær úthlutar 50 lóðum við Úugötu

Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða við Úugötu í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóð­ir þar sem gert er ráð fyr­ir 30 ein­býl­is­hús­um, átta par­hús­um (16 íbúð­ir) og einu fjög­urra ein­inga rað­húsi. Úugata er í skjól­sæl­um suð­ur­hlíð­um Helga­fells og er eitt glæsi­leg­asta bygg­ing­ar­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Lóð­irn­ar sitja hátt í land­inu og það­an er mik­ið út­sýni. Í […]

Sr. Guðrún Helga bætist í prestahópinn

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin prestur í Lágafellssókn í Mosfellsprestakalli. Prestarnir verða því þrír í stækkandi bæjarfélagi. Hún var vígð til prestþjónustu í Lágafellssókn annan í hvítasunnu frá Skálholtsdómkirkju. Sr. Guðlaug Helga ólst upp á Hvols­velli og er dóttir hjónanna Guð­rúnar Árnadóttur og Guðlaugs Friðþjófssonar. Hún er gift Einari Þór Hafberg sérfræðingi í […]

Fjárfestum í lýðheilsu – aðstaða fyrir alla

Mosfellsbær er landmikið sveitarfélag með nær óþrjótandi möguleikum á að njóta útivistar. Hér eru græn svæði frá fjöru til fjalla. Áhersla fólks og áhugi á að það séu byggð upp útivistarsvæði og aðstaða til hreyfingar í nærumhverfi þess hefur líka aukist mikið með árunum. Það er orðinn sjálfsagður hlutur að flest íþrótta- og tómstundafélög eigi […]

Stríð og friður

Við fengum heimsókn í vikunni. Yuri, Victoria og Margret, yngri dóttir þeirra, eru á landinu og kíktu til okkar. Þau eru frá Rússlandi. Ég kynntist Yuri fyrir mörgum árum þegar ég vann hjá Útflutningsráði Íslands og hann hjá sendiráði Íslands í Moskvu. Við unnum talsvert saman, ferðuðumst með íslensk fyrirtæki til staða sem ég hefði […]

„Allir þurfa eina skóla­hljómsveit í sitt líf“

Hér er vitnað í orð vinkonu minnar, en börnin hennar spiluðu með skólahljómsveit í öðru sveitarfélagi til margra ára. Ég tek heilshugar undir hennar orð þar sem Skólahljómsveit Mosfellsbæjar eða Skómos, hefur verið einn af ánægjulegu föstum punktum okkar fjölskyldu síðustu 14 árin hér í bæjarfélaginu. Þegar hljómsveitarmeðlimir voru beðnir um að lýsa Skómos var […]

Mosfellskirkju lokað vegna rakaskemmda og myglu

Sóknarnefnd Lágafellssóknar hefur tekið ákvörðun um að loka Mosfellskirkju tímabundið. Ástæðan er sú að rakaskemmdir og mygla fannst þegar verkfræðistofan Efla var fengin til að kanna ástand kirkjunnar. „Nefndin bað um úttekt á ástandi kirkjunnar, kirkjan er komin til ára sinna og ljóst er að hún þarfnast mikils viðhalds,“ segir Ólína Kristín Margeirsdóttir formaður sóknarnefndar […]

Tónlist gefur manni svo mikið

Hulda Jónasdóttir hlaut tónlistarlegt uppeldi frá blautu barnsbeini og hefur tónlistin fylgt henni æ síðan. Á heimili hennar var mikið hlustað á blús, djass og klassíska tónlist og gömlu góðu íslensku lögin voru einnig í hávegum höfð. Árið 2016 skellti Hulda sér í nám í viðburðastjórnun og stofnaði sitt eigið fyrirtæki í kjölfarið, Gná tónleikar. […]