Entries by mosfellingur

Öll börn á unglingastigi hafa nú aðgang að tölvum

Í síðustu viku tóku skólar í Mosfellsbæ á móti 360 Chromebook fartölvum til afnota fyrir nemendur í 7.-10. bekk í grunnskólum bæjarins. Þá hafa einnig verið keyptir 200 iPadar til afnota fyrir nemendur í 1.–6. bekk. Um er að ræða stærsta einstaka áfangann í því átaki sem hefur staðið yfir síðustu misseri við að bæta […]

Arnór Gauti til liðs við Aftureldingu

Afturelding hefur fengið sóknarmanninn öfluga Arnór Gauta Ragnarsson til liðs við sig fyrir átökin í Lengjudeildinni í fótbolta í sumar. Arnór Gauti er að snúa aftur á heimaslóðir í Mosfellsbæ en hann kemur á lánssamningi frá Fylki. Arnór Gauti er 24 ára gamall og hefur spilað 68 leiki í Pepsi Max-deildinni á ferli sínum með […]

Íþróttahús við Helgafellsskóla

Ég starfa sem stuðningsfulltrúi við Helgafellsskóla. Meðal þeirra verkefna sem ég sinni er að fara ein með um 40 nemendur í rútu tvisvar sinnum í viku niður að Varmá í íþróttatíma. Ferðin tekur okkur 80-85 mínútur frá því við förum frá Helgafellsskóla og þar til við komum til baka. Íþróttatíminn er 40 mínútur og það […]

Hvernig er heilsugæslan mín og hver passar upp á heilsu mína?

Nú þegar vonandi fer að líða að því að við Íslendingar getum farið að lifa eðlilegra lífi, hugsa ég til margs sem kófið hefur haft í för með sér. Að mörgu leyti höfum við Íslendingar haft það gott og betra en aðrar þjóðir. Margt mætti þó gagnrýna eins og hæga viðspyrnu við efnahagsvanda þjóðarinnar, lélegt […]

Unglingarnir okkar – harðnaðir glæpamenn eða hæfileikaríkir og kurteisir einstaklingar?

Við í félagsmiðstöðinni Bóli vinnum með unglingunum okkar alla virka daga. Það er fjölmennur hópur sem leggur leið sína til okkar dag hvern, annaðhvort í skipulagt starf eða „bara“ til þess að spjalla. Þess á milli lesum við, á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, athugasemdir um krakkana okkar. Við, starfsfólkið, lokum ekki augunum fyrir þeirri hópamyndun sem […]

Hey þú, hættu að skemma og eyðileggja!

Skemmdarverk og eyðilegging er alltaf leiðinleg og það fara mjög miklir peningar á hverju ári í viðgerðir eftir þessi ömurlegu skemmdarverk. Nýjasta afleiðingin af skemmdaverkum í Mosó, okkar frábærar bæjarfélagi, er nú sú að búið er að loka Kósí Kjarna sem var mjög flottur og naut mikilla vinsælda. Húsgögn og annað sem var búið að […]

Ákvarðanir og afstaða

Í gærmorgun (þetta er skrifað á mánudagsmorgni) sat ég við eldhúsborðið og skipulagði vorið og sumarið út frá þeirri heimsmynd sem þá blasti við mér. Dagatalið var stútfullt af fótboltaleikjum, æfingum og viðburðum sem tengdust þessu tvennu. Tilhlökkunin var mikil. Núna rétt rúmum sólarhring síðar eru blikur á sóttvarnarlofti vegna þess að örfáir einstaklingar höfðu […]

Sjálfboðaliðar á ritaraborðinu síðastliðin 40 ár

Mosfellingarnir Ingi Már Gunnarsson og Gunnar Ólafur Kristleifsson hafa unnið ötult sjálfboðaliðastarf fyrir Aftureldingu síðastliðin 40 ár. Þeir félagar hafa gengt ýmsum störfum fyrir félagið en þeirra aðalstarf hefur þó verið að sinna ritara- og tímavörslu fyrir handboltadeildina. „Íþróttahúsið var tekið í notkun 4. desember 1977, ég held að fyrsta klukkan hafi komið í húsið […]

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar 40 ár

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar átti 40 ára afmæli 17. mars og var haldinn glæsileg afmælisveisla hjá Vigni Kristjánssyni í veislusal í Lágmúlanum. 50 gestir mættu og komust færri að en vildu, vegna sóttvarnarreglna. Meðal gesta voru sex stofnfélagar, Guðmundur Bang, Hilmar Sigurðsson, Davíð Atli Oddsson, Georg Tryggvason, Örn Höskuldsson og Sveinn Frímannsson. Á myndini má sjá stofnfélagana […]

Hestar þurfa ekki að kunna allt

Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari og tamningakona hefur sérhæft sig í sirkusþjálfun síðastliðin 10 ár. Ragnheiður er alin upp í Hvítárholti í Hrunamannahreppi og segir það forréttindi að hafa alist þar upp. Hestamennska er henni í blóð borin því fjölskylda hennar hefur ræktað hross í áratugi ásamt því að reka hestaleigu. Ragnheiður starfar í dag við reiðkennslu […]

Friðland við Varmárósa stækkað

Umhverfis- og auðlindaráherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur skrifað undir stækkun á friðlandinu við Varmárósa í Mosfellsbæ. Með stækkuninni er svæðið sem friðlýsingin tekur til um 0,3 ferkílómetrar að flatarmáli (30 hektarar), sem er um þrisvar sinnum stærra svæði en áður var, og hefur það markmið að vernda náttúrulegt ástand votlendis og sérstakan gróður sem á […]

Sorgarferlið ansi flókið

Vinkonurnar Anna Lilja Marteinsdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir eiga margt sameiginlegt. Þær heita báðar Anna, eru þrítugar, búa í Mosó, og búa báðar yfir þeirri reynslu að hafa misst maka sinn fyrir þrítugt. Þar af leiðandi hafa þær báðar verið nánasti aðstandandi þess sem missir. Þær hafa verið vinkonur frá sextán ára aldri og fylgst […]

Mosfellsbær fyrir barnafjölskyldur

Í febrúar birtust niðurstöður þjónustukönnunar Mosfellsbæjar en þær sýndu ánægju notenda þjónustu sveitarfélagsins,en Mosfellsbær var yfir landsmeðaltali í 11 flokkum af 13. Er það sérstakt fagnaðarefni að 97% foreldra leikskólabarna eru ánægðir með þjónustu leikskóla bæjarins enda hefur bæjarstjórn lagt mikla áherslu á eflingu skólastigsins. Plássum á ungbarnadeildum og opnun sérstaks ungbarnaleikskóla hefur stytt biðlista […]

Okkar Mosó 2021

Kæru Mosfellingar. Íbúalýðræði er eitt af stefnumálum Vina Mosfellsbæjar því við vitum að íbúarnir eru sérfræðingar í nærumhverfinu. Því er það gleðiefni að verkefnið Okkar Mosó er komið af stað að nýju. Markmiðið með verkefni sem þessu er að fá almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Okkar Mosó er tilvalinn staður fyrir íbúa […]

Það er best að búa í Mosfellsbæ!

Ekki alls fyrir löngu þá barst mér skoðanakönnun sem fjallaði um upplifun mína á því hvernig mér fyndist að búa á þeim stað sem ég bý. Að mínu mati þá var ekki erfitt að svara þeim spurningunum öllum í þá veru að hvergi á jarðríki er betra að búa en í Mosfellsbæ. En eftir á […]