Entries by mosfellingur

Að reka sveitarfélag

Á síðustu vikum hefur sveitarstjórnarfólk af öllu landinu komið saman til að fjalla um rekstur og málefni sveitarfélaga. Í lok september var haldið Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga og í október var fjármálaráðstefna. Það er mjög gagnlegt fyrir fólk sem kemur að því að stýra þessum mikilvægu innviðum um allt land að hittast og bera saman […]

Lífrænn úrgangur er auðlind

Mosfellingar bíða eflaust spenntir eftir að innleiðing á samræmdu úrgangsflokkunarkerfi höfuðborgar­svæðisins líti dagsins ljós og verði að veruleika. En hingað til hefur ekki verið samræmi milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í þessum málum. Lagt er til að almenn sorphirða muni skiptast í lífrænan eldhúsúrgang, blandað heimilissorp, pappír/pappa og plast. Fyrir okkur Mosfellinga er viðbótarflokkun á lífrænum […]

Leiruvogurinn okkar

Loksins er búið að friðlýsa Leiruvoginn. Það var kominn tími til. Þvílík gersemi og útivistarpardís sem við eigum rétt fyrir framan nefið á okkur. Alveg sama hvort þér finnst gaman að ganga, skokka, hjóla, vera á hestbaki eða spila golf, þetta svæði býður upp á marga möguleika. Áhugamenn í náttúruskoðun geta unað sér vel: Þetta […]

Framtíðarsýn í atvinnumálum

Á yfirstandandi ári náði Mosfellsbær þeim merka áfanga að komast yfir 13 þúsund manns í íbúafjölda, sem er merkilegur áfangi. Sér í lagi ef við spólum rúma tvo áratugi aftur í tímann eða í kringum aldamót, þá voru íbúar rétt um 6 þúsund. Á þeim tíma voru Leirvogstungu- og Helgafellshverfin enn fjarlægur draumur, sama má […]

Ungt fólk hefur alltaf heillað mig

Örlygur Richter fyrrverandi skólastjóri var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Örlygur Richter var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní sl.Örlygur hefur starfað lengi við stjórnunarstörf, hann segir að í upphafi hafi það verið áskorun en hann hafi alla tíð reynt að […]

Bæjarblað í tvo áratugi

Bæjarblaðið Mosfellingur var stofnað haustið 2002 og fagnar því um þessar mundir 20 ára afmæli. Blaðið kemur út á þriggja vikna fresti og er dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ.Mosfellingur er frítt, frjálst og óháð bæjarblað sem flytur jákvæðar og skemmtilegar fréttir af því helsta sem gerist í Mosfellsbæ. Stofnandi blaðsins er Karl Tómasson […]

Smass hefur opnað í Háholti

Þann 23. september var opnaður nýr Smass hamborgarastaður í Háholti í Mosfellsbæ. Þetta er fjórði staðurinn sem við opnum á tæpum tveimur árum. „Við erum nokkrir félagar úr Vesturbænum sem opnuðum fyrsta staðinn fyrir tæpum tveimur árum. Við höfum fengið frábærar viðtökur og þar sem yfirkokkurinn okkar, hann Magnús Jökull, er Mosfellingur lá beinast við […]

Í þá gömlu góðu… Nemendur Varmárskóla 1964-1965

Ljósmyndin sem hér fylgir var birt í Mosfellingi 16. desember 2010 og fylgdu þá væntingar um að reynt yrði að nafnsetja hana. Hér er gerð tilraun til þess. Dagbækur skólans komu að góðu gagni. Þó tókst ekki að tengja nöfn og mynd allra nemenda. Undirritaður naut dyggrar aðstoðar Helgu Jónsdóttur frá Reykjum o.fl. við verkefnið, […]

60 ára afmælishátíð Varmárskóla

Haldið var upp á 60 ára starfsafmæli Varmárskóla fimmtudaginn 29. september. Dagskrá var á sal þar sem farið var stuttlega yfir skólasöguna, samfélagsbreytingar og breytt viðfangsefni skólastarfs framtíðarinnar. „Skólar þurfa nú að búa börn undir samfélag sem enginn veit hvernig verður og þá þarf að leggja áherslu á að nemendur geti þroskað með sér seiglu, […]

Haustið

Október er kominn. Það þýðir að haustið er formlega komið. September er ekki haustmánuður eins og allir ættu nú að vita. September er síðsumarmánuður og sömuleiðis mikill afmælismánuður, en margir góðir eiga afmæli í september, eðlilega kannski, „julehyggen“ er þarna níu mánuðum áður. Haustið er tíminn til að kafa ofan í sálina. Næra hugann, lesa […]

Kære nordiske venner!

Dagana 22. og 23. september fór fram vinabæjarráðstefna í Noregi. Mosfellsbær er eins og kunnugt er í vinabæjarkeðju með bæjunum Thisted í Danmörku, Loimaa í Finnlandi, Uddevalla í Svíþjóð og Skien í Noregi en þar fór ráðstefnan fram að þessu sinni. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að samstarf og samband við erlenda […]

Fjárhagur og lóðaúthlutun í Mosfellsbæ

Það er gott og vinsælt að búa í Mosfellsbæ, íbúar hafa verið með þeim ánægðustu á landinu undanfarin ár samkvæmt könnunum og í gangi hefur verið mikil uppbygging innviða og viðhalds og endurnýjun eigna auk þess sem þjónusta við bæjarbúa er alltaf að aukast. Mosfellsbær stendur vel fjárhagslega, þökk sé ábyrgri fjárhagsstjórn undanfarinna ára og […]

Skólarnir okkar

Skólar eru grunnstoðir í okkar samfélagi. Þeir gegna mörgum hlutverkum þó að meginmarkmiðið sé að sjálfsögðu að mennta börnin okkar í þeim grunngreinum sem skilgreindar hafa verið í aðalnámsskrá. Menntun og fræðsla fer þó fram víða annars staðar en í skólastofum og jafnframt fer ýmislegt annað fram í skólastofunum en eingöngu kennsla í fögum. Það […]

Söfnuðu fyrir fjórum útivistarhjólastólum

Reykjadalur fékk á dögunum afhenta fjóra nýja útivistarhjólastóla sem safnað var fyrir á góðgerðargolfmótinu Palla Open sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Palli Líndal stóðu fyrir. Mótið gekk vonum framan og var eitt það fjölmennasta sem haldið var á suðvesturhorninu í sumar. Alls söfnuðust 2,5 milljónir króna í tengslum við mótið sem hefur verið varið í kaup […]

Vil láta gott af mér leiða

Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og verkefnastjóri nýtur þess að kenna og skapa. Uppáhaldsstaður Evu Rúnar Þorgeirsdóttur á hennar yngri árum var skólabókasafnið í Langholtsskóla. Þar gat hún gleymt sér í ró og næði í ævintýraveröld bókanna. Draumur hennar um að skrifa kviknaði þegar hún var átta ára, hún byrjaði á því að skrifa dagbækur og […]