Entries by mosfellingur

Er gott að vera eldri borgari í Mosó?

Í sumar eru fyrirhugaðar miklar byggingaframkvæmdir að Eirhömrum og Hömrum í Mosfellsbæ. Sennilega hefjast þessar framkvæmdir í júlí, jafnvel fyrr.Það á að byrja á að byggja tengibyggingu ofan á elstu og best byggðu eininguna á Eirhömrum. Í þessari einingu eru 6 íbúar í jafn mörgum íbúðum og okkur hefur verið gert að flytja út, tæma […]

Kosningavor

Á almennum félagsfundi VG í Mosfellsbæ, sem haldinn var 12. mars sl., var framboðslisti félagsins í komandi kosningum samþykktur einróma. Listann skipa 22 einstaklingar, í samræmi við fjölgun bæjarfulltrúa úr 9 í 11. Við erum afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt við að leiða listann, hann er skipaður einstaklingum úr ýmsum stéttum […]

Viðreisn setur þjónustu við fólk í fyrsta sæti

Fyrir fjórum árum stofnuðum við nokkrir félagar í Viðreisn félag í Mosfellsbæ og hófum undirbúning að framboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar vorið 2018. Við veltum því vandlega fyrir okkur hvort við ættum að blanda okkur í þennan slag, hvort við ættum brýnt erindi við kjósendur og hvort við gætum látið gott af okkur leiða til að gera […]

Velferð og þjónusta í Mosfellsbæ

Orðið velferð þýðir samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók að „einhverjum farnist vel“. Samkvæmt lögum ber stjórnvöldum að tryggja velferð sinna þegna og markmið þeirrar velferðarþjónustu sem Mosfellsbær veitir ætti því að vera að auka lífsgæði og stuðla að því að allir íbúar Mosfellsbæjar eigi kost á að lifa með reisn. Velferð skarast á svo mörgum sviðum samfélagsins […]

Af því að það skiptir máli

Tilvera okkar er full af áreiti og álitaefnum. Til dæmis hvort maður eigi að bjóða sig fram til setu í sveitastjórn eða ekki. Það eru ótrúlega margar ástæður fyrir því að gera það ekki. Trúið mér, ég er búin að fara yfir þær allar. En á endanum varð niðurstaðan sú að ég vil leggja mitt […]

Mosfellsbær – bærinn minn og þinn

Öflugt atvinnulíf er forsenda verðmætasköpunar og á sama hátt er traustur og ábyrgur rekstur hvers sveitarfélags undirstaða velferðar borgaranna og góðrar þjónustu við þá.Við Sjálfstæðismenn höfum alltaf lagt áherslu á að fara vel með fjármuni til þess að geta eflt enn frekar góðar stofnanir bæjarins í að veita sem besta þjónustu. Þjónusta í þína þágu, […]

Skipulagsvald sveitarfélaga

Skipulagsmál eru eitt þeirra lögbundnu verkefna sem sveitarfélögum ber að sinna. Með skipulagsvaldinu er kjörnum fulltrúum gert kleift að móta ásýnd og umhverfi sveitarfélagsins og setja fram framtíðarsýn um uppbyggingu innan þess. Aðalskipulag – deiliskipulagStóra myndin í hverju sveitafélagi er sett fram í aðalskipulagi sem er stefnumótun til lengri tíma og ber að endurskoða með […]

Samtalið gerir Mosfellsbæ að betri bæ

Fólk talar saman af ýmsum ástæðum. Við deilum upplýsingum til að gera okkur lífið auðveldara, eflum félagsleg tengsl okkar við aðra og samtalið gerir okkur kleift að hafa áhrif á hvernig aðrir upplifa okkur.Löngunin í að hafa samskipti er forrituð í okkur öll. Við getum bara ekki þagað endalaust. Við tölum um veðrið og hvað […]

Ástríða mín að hvetja fólk og sjá það blómstra

Berta Guðrún Þórhalladóttir hefur lengi haft áhuga á hreyfingu og andlegri heilsu. Hún er með mastersgráðu í jákvæðri sálfræði, einkaþjálfararéttindi frá ACE og hefur nýlega lokið námi í markþjálfun.Berta starfar í dag sem lífstílsþjálfari og segir það mikil forréttindi að geta starfað í sínum heimabæ. Hún þjálfar jafnt hópa sem einstaklinga bæði inni og úti […]

Gefur út plötur á tíu ára fresti

Undanfarið ár hefur tónlistarmaðurinn Bjarni Ómar spilað reglulega fyrir gesti á Barion og getið sér gott orð fyrir vandaðan tónlistarfluting. Hann flutti í Mosfellsbæinn ásamt eiginkonu sinni Öldu Guðmundsdóttur fyrir rúmu ári en þau keyptu sér íbúð í einni nýbyggingunni í Bjarkarholtinu. „Ég er fæddur á Akureyri en ólst upp á Raufarhöfn frá fimm ára […]

Ásgeir Sveinsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins

Prófkjör Sjálfstæðis­flokksins í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 5. febrúar. 17 frambjóðendur gáfu kost á sér og greiddu alls 1.044 manns atkvæði. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ásgeir Sveinsson formaður bæjarráðs fékk afgerandi kosningu í 1. sæti eða um 70% atkvæða. „Ég hlakka til að halda áfram að gera Mosfellsbæ […]

Algjör endurnýjun á lista Framsóknar

Á félagsfundi þriðjudaginn 22. febrúar var samþykkt tillaga að framboðslista Framsóknar í Mosfellsbæ, en uppstillingarnefnd hefur unnið að mótun listans frá því í nóvember.Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari skipar 1. sæti listans og Aldís Stefánsdóttir viðskiptafræðingur er í 2. sæti. Áhersla lögð á samtal og samvinnu„Við, sem skipum lista Framsóknar í Mosfellsbæ, erum hópur fólks sem […]

Látum kerfin ekki þvælast fyrir okkar veikasta fólki

Einn mælikvarði á velsæld þjóða er hvernig komið er fram gagnvart þeim sem veikust eru. Hvernig til tekst að skapa þeim eins gott líf og aðstæður leyfa hverju sinni. Flest erum við sammála um að þetta er markmið sem við eigum að setja okkur. En hvernig tekst okkur til? Ríkið vill spara sér fé til […]

Væringar á vígstöðvum

Eftir að úrslit prófkjörs lágu fyrir hér í Mosfellsbæ nýlega virðist sem að upp á yfirborðið hafi leitað sjóðheit mál sem virðast hafa kraumað lengi undir niðri. Hér er um innanbúðarátök að ræða.Okkur sem sitjum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar var gert að tryggja í upphafi kjörtímabilsins að rétt kynjahlutföll yrðu að vera jöfn í ráðum og […]

Farsæll grunnskóli

Grunnskólarnir okkar eru ein megin samfélagsstoðin í bænum okkar. Öll höfum við gengið í skóla og vitum hversu mikilvægt hlutverk grunnskólanna er í fræðslu, uppvexti og félagslegri mótun barna. Grunnskólinn hefur tekið geysilegum breytingum og framförum undanfarna áratugi frá því rekstur skólanna var fluttur frá ríki til sveitarfélaganna árið 1996. Við flutninginn var gert samkomulag […]