Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar – árið 2023

Ásgeir Sveinsson

Nýr meirihluti Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Viðreisnar hefur samþykkt sína fyrstu fjárhagsáætlun, áætlun ársins  2023.

Fjárhagsáætlunin nýtur sannarlega góðs af faglegu og góðu starfi starfsfólki Mosfellsbæjar og bæjarstjórnar undanfarinna ára og með þessum grunni eru allir möguleikar fyrir hendi að til að auka og bæta þjónustu við bæjarbúa. Það eru vissulega krefjandi tímar og óvissa varðandi horfur í efnahagsmálum og því mikilvægt að sýna ábyrgð í fjármálastjórnun og áríðandi að forgangsraða eins vel og hægt er og að gera raunhæfar áætlanir bæði á tekjum og gjöldum. 

Undanfarin ár hafa verið ár fólksfjölgunar og mikilla framkvæmda í Mosfellsbæ. Þjónusta hefur verið aukin og breytingar gerðar með það markmið að  veita betri, viðtækari og skilvirkari þjónustu og gera aðgengi að þjónustunni þægilegra og auðveldara

Velferðarmál.

Jana Katrín Knútsdóttir

Velferðarmál er málaflokkur með umfangsmikla þjónustu sem mun aukast enn meiri næsti árin samhliða fjölgun íbúa í Mosfellsbæ.   Heildaráætlun vegna reksturs fjölskyldusviðs á árinu 2023 nemur um 3 milljarða króna og hækkar um 490 miljónir milli ára. Þessi hækkun er tilkomin vegna aukningar á lögbundinni þjónustu sveitarfélasins  og á móti þessari útgjalda aukningu fær Mosfellsbær 550 miljónir frá Jöfnunarsjóði. Í fjárhagsáætluninni er því  ekki að sjá útgjaldaukningu  vegna áherslna eða stefnu nýs meirihluta.

Skólar og leikskólar

Í Mosfellsbæ er öflugt skólasamfélag í leik-og grunnskóla þar sem fagleg vinna og stöðug þróun er í hávegum höfð af hæfileikaríku og metnaðarfullu starfsfólki. Nú í vor var ný menntastefna fyrir Mosfellsbæ samþykkt og er innleiðing hennar þegar hafin í skólum bæjarins.

Rúnar Bragi Guðlaugsson

Á síðustu tveimur árum hefur markvisst verið byggð upp stoðþjónusta á báðum skólastigum og mikilvægt að þeirri vinnu verði haldið áfram. Staða leikskólamála í Mosfellsbæ er með því besta sem gerist á landinu og er það mjög ánægjulegt. Ástæðan fyrir þessari góðu stöðu er að undafarin ár hefur verið unnið mjög faglegt og gott starf á bæði fræðslu- og umhverfissviði að kortleggja framtíðarþörf á leiksólaplássum og brugðist við því tímanlega að fjölga plássum þannig að nægt framboðs sé ávallt á leikskólaplássum. Í Mosfellsbæ hefur ekki verið úthlutað plássum í leikskóla sem ekki er búið að byggja eins og gert er í Reykjavík og vonandi verður þau vinnubrögð ekki tekin upp hér. 

Undanfarin tvö ár hefur verið í undirbúningi bygging nýs 150 barna leikskóla í Helgafellshverfi.  Búið er að hanna og samþykkja bygginguna.  Bygginguna átti átti að bjóða út sl. vor.  Því miðir hefur það útboð ekki átt sér stað og hefur nýr meirihluti einungis boðið út jarðvinnu sem nú er lokið. Að því loknu var stofnaður starfshópur um leikskólamál og uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ til næstu 5 ára.  Að okkar mati var þessi  vinna algjörlega óþörf því þessar upplýsingar sem starfshópurinn átti að skila liggja fyrir á fræðslusviði og nú þarf meirihlutinn að hafa þor til þess að taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir sem fyrst svo leikskólamálin bæjarins geti áfram verið með þeim bestu í landinu sem fyrr.

Helga Jóhannesdóttir

Upplýsinga- og tæknimál eru mikilvæg okkar unga fóki og síðustu ár hefur  markvisst  verið  unnið  að  því  að  efla  upplýsinga-  og  tæknimál  í  leik-  og grunnskólum Mosfellsbæjar. Í framhaldi af þeirri vinnu lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði fram tilögu í júní s.l. um stofnun Fablab smiðju Í Mosfellsbæ.  Tillögunni var vísað  úr bæjarráði til atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Því miður er fjármagn í þetta verkefni ekki sjáanlegt í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun en vonandi kemst það á dagskrá sem allra fyrst enda mjög jákvætt og mikilvægt verkefni.

Íþróttir og lýðheilsumál.

Mosfellsbær er íþrótta- útivistar- og lýðheilsubær og hefur verið lögð mikil áhersla ár að efla og styrkja enn frekar þennan málaflokk undanfarin á fyrir íbúa á öllum aldri. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Íþróttamiðstöðinni að Varmá  undafarin 2-3 ár. Nýtt fjölnota knatthús hefur veirð tekið í notkun og samþykkt var á síðast kjörtímabili fyrirhuguð forgangsröðun um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Sú áætlun er nú í algjörri óvissu og uppnámi og ljóst að samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið mun sú uppbygging tefjast um  allt að tvö ár í sumum tilfellum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa lagt fram tillögur um að breyta forgangsröðun til að minka þessar tafir en þær tillögur hafa allar verið felldar af meirihlutanum

Framkvæmdir og lóðaútlutanir

Undanfarin ár hafa verið miklar nýframkvæmdir í bænum á vegum Mosfellsbæjar þrátt fyrir mikið tekjufall árin 2020 og 2021 og sýnir það sterka fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins.  Næsta ár er þar engin undantekning því samkvæmt rekstraráætluninni  verða eignfærðar framkvæmdir um 4,1 miljarðar króna. Þessar tölur endurspegla með skýrum hætti að Mosfellsbær er sveitarfélag í örum vexti þar sem nú sem fyrr er mikið lagt úr uppbyggingu innviða.

Í fyrsta skipti í mjög langan tíma er Mosfellsbær í aðstöðu til að úthluta lóðum úr eigin landi og það í töluverðu magni, eða yfir 200 lóðir. Um er að ræða lóðir í 5. og 6 áfanga Helgafellshverfis auk lóða á Hamraborgarsvæði, við Langatanga fyrir neðan Olís. Mikil eftirspurn er eftir þessum lóðum sem eru allflestar undir sérbýli og virði þeirra fyrir rekstur bæjarins mikil næstu misseri og ár. Því miður hafa úthlutanir lóða tafist í 5. áfanga af ýmsum ástæðum sem er mjög bagalegt í alla staði. Uppbygging tefst, kostnaður tilvonandi lóðahafa hefur hækkað og það lengist sá tími sem tekjur af þessum nýju íbúum skila sér til sveitarfélagsins.

Fjárhagsáætlun nýs Meirihluta

Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í efnahagsmálum og ljóst að nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur við góðu búi. Mjög margt að því sem tilgreint er í fjárhagsáætlun fyrir 2023 eru áframhaldandi vinna á  góðum verkum fyrri meirihluta fyrir utan stórfelldar skattahækkanir sem eru alfarið í boði nýs meirihluta. Í Mosfellsbæ hefur verið rekin ábyrg og fagleg  fjármálastjórn undanfarin mörg ár og bæjarfulltrúar D lista styðja ávallt ábyrga fjármálastjórnun.

Í umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins kom fram megin áherslumunur okkar og meirihlutans.  Áherslumunurinn varðar áætluðar tekjur af byggingarétti og lóðaúthlutun sem koma fram í áætluninni, en þær eru að okkar mati van áætlaðar. Þessi van áætlun gerir það að verkum að skattar og álögur hafa verið stórhækkaðar á íbúa á þessum tímum verðbólgu, mikilla hækkana á allri þjónustu sveitarfélagsins og hárra vaxta.

Þar er alvarlegasta dæmið hækkun fasteignagjalda sem munu hækka um 15-18 % á næsta ári og á sama tíma hrósar meirihlutinn sér af því að lækka fasteignaskattinn örlitið sem dugir engan vegin til vegna stórhækkaðs fasteignamats á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Auk þessara hækkana á öllum gjöldum hjá sveitarfélaginu eru uppi áform um frestanir uppbygginar á fyrrnefndum bygginum, það er leikskóla í Helgafellshverfi og íþróttamannvirkjum að Varmá.

Að lokum ber þess að geta að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn lögðum m.a. fram eftirfarandi tillögur til breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2023, en þær voru allar felldar nema tillaga um hækkun frístundastyrkja sem var vísað til bæjarráðs og samþykkt þar:

Tillögur D-lista sem voru felldar eru eftirfarandi:

  • Lagt er til að útsvar verði óbreytt og ekki hækkað upp í löglegt hámark 14,52 %
  • Lagt er til að fasteigngjöld verði lækkuð eins og undanfarin ár svo þau hækki ekki umfram vísitölu, aAnnars hækka gjöldin um 15-18 % eftir hverfum
  • Lagt er til að farið verði í framkvæmdir við þjónustubygginguna að Varmá strax í byrjun næsta árs í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir.
  • Lagt er til að hafnar verið strax framkvæmdir við leikskólann í Helgafellslandi í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir
  • Lag er til að FabLab smiðja verði sett á stofn í Mosfellsbæ árið 2023. (tillögunni var vísað inn í nefnd)

Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðislokksins í í Mosfellsbæ munum styðja sem fyrr ranhæfar og góðar tillögur meirihlutans á kjörtímabilinu en munum að sjálfsögðu halda áfram að koma okkar tillögum og stefnumálum á framfæri svo áfram verði best að búa í Mosó.

Bæjarfulltrúar D-lista.
Ásgeir Sveinsson
Jana Katrín Knútsdóttir
Rúnar Bragi Guðlaugsson
Helga Jóhannesdóttir