Þekkir þú erfðarétt þinn?

Margrét Guðjónsdóttir

Að þekkja erfðarétt sinn og ganga frá málum með gerð erfðaskrár getur bæði verið skynsamlegt og komið í veg fyrir ýmis vandamál við andlát eða skilnað.
Erfðaskrá er formbundinn skriflegur löggerningur um hinsta vilja einstaklingsins.

Vissir þú að…
…hver sá sem er orðinn fullra 18 ára og telst andlega heill getur ráðstafað eignum sínum með erfðaskrá.

…langlífari maki á lög

bundinn rétt til setu í óskiptu búi með sameiginlegum börnum sínum og hins skammlífara, nema annað hafi verið ákveðið í erfðaskrá.
Ekki þarf samþykki sameiginlegra barna þar um og skiptir þá engu hvort þau eru fjárráða eða ófjárráða. Þess skal þó getið að sækja þarf um leyfi til setu í óskiptu búi hjá sýslumanni í því umdæmi sem viðkomandi býr.

…langlífari maki á ekki rétt til að sitja í óskiptu búi með börnum hins skammlífara, nema þau eða forráðamenn þeirra, ef þau eru yngri en 18 ára, samþykki það. Innan þriggja mánaða frá 18 ára aldri getur barnið síðan óskað eftir að búinu verði skipt.
Ef fjárráða stjúpniðjar, þ.e. 18 ára og eldri, hafa samþykkt setu hins langlífara í óskiptu búi, geta þeir krafist skipta á búinu með eins árs fyrirvara. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með erfðaskrá.
…aðeins fólk í hjúskap getur gert erfðaskrá sem heimilar eftirlifandi maka að sitja í óskiptu búi. Sambúðarfólk getur það ekki.

…sambúðaraðilar eiga engan erfðarétt eftir hvort annað og skiptir þá lengd sambúðar eða sameiginleg börn engu þar um. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er hægt að tryggja sambúðaraðila arf með erfðaskrá.

… þú getur gert arf barna þinn að séreign gangi þau í hjúskap eða eru í hjúskap.

…skv. erfðalögum er öllum heimilt að ráðstafa að vild einum þriðja eigna sinna með erfðaskrá. Gildir þetta jafnt fyrir þá sem eru í hjúskap og/eða eiga börn. Maki sem situr í óskiptu búi getur aðeins ráðið eignarhluta sínum með erfðaskrá.

…þeim sem ekki eiga skylduerfingja, þ.e. börn eða maka, er heimilt að ráðstafa öllum arfi sínum með erfðaskrá.

… fari skipti á dánarbúi fram eftir lát beggja hjóna, fellur niður lögmæltur erfðaréttur hins langlífara eftir hið skammlífara.

…við andlát einstaklings verður til sjálfstæð lögpersóna, dánarbú, sem tekur tímabundið við öllum réttindum og skyldum hins látna. Huga þarf því vel að framtalsskilum og skuldastöðu hins látna.
…óski erfingjar eftir einkaskiptum á dánarbúi hins látna bera þeir persónulega ábyrgð á öllum skuldum, einn fyrir alla og allir fyrir einn, hvort sem þeim er um þær kunnugt eða ekki.

Margrét Guðjónsdóttir lögmaður aðstoðar við einkaskipti dánarbúa, hvort sem er að sækja um leyfi til einkaskipta og koma fram af hálfu erfingja í nafni dánarbúsins, sjá um opinbera skýrslugerð, sölu eigna, úthlutun til erfingja eða hvað annað sem dánarbúi viðkemur þar til skiptum er lokið.

Verið velkomin.

Margrét Guðjónsdóttir lögmaður
MG Lögmenn
margret@mglogmenn.is
www.mglogmenn.is