Entries by mosfellingur

Hlégarður – næstu skref

Fyrsti fundur menningar- og lýðræðisnefndar var haldinn 15. nóvember sl. en nefndin hét áður menningar- og nýsköpunarnefnd. Hin nýja nefnd fer með menningar- og lýðræðismál og á meðal annars að gera tillögur til bæjarstjórnar um menningarmál, um stefnu í lýðræðismálum, hafa eftirlit með starfsemi stofnana sem vinna að menningarmálum og fleira.Á fyrsta fundi nefndarinnar lögðu […]

Huppa hefur opnað í Mosó

Á dögunum opnaði í Háholti 13 í Mosfellsbæ níunda ísbúð Huppu, en fyrsta útibú Huppu opnaði á Selfossi árið 2013. „Við höfum lengi fundið fyrir eftirspurn eftir að opna Huppu í Mosfellsbæ. Þegar okkur bauðst svo þetta frábæra húsnæði þá slógum við til. Við erum að fá alveg ótrúlega góðar móttökur frá Mosfellingum og erum […]

Söngurinn mun alltaf fylgja mér

  Diskódrottninguna Helgu Möller þarf vart að kynna enda löngu orðin ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar. Ferill hennar hefur til þessa verið afar fjölbreyttur og lög hennar hafa átt miklum vinsældum að fagna. Helga er hvað þekktust fyrir að syngja með dúettinum Þú og Ég ásamt Jóhanni Helgasyni en einnig fyrir að taka þátt í Söngvakeppni […]

Fjórir Mosfellingar í landsliðinu

Fjórir leikmenn, sem uppaldir eru hjá Aftureldingu, komu við sögu í tveimur vináttuleikjum A-landsliðsins Íslands í knattspyrnu á dögunum. Fyrri leikurinn fór fram þann 6. nóvember þar sem Ísland tapaði 1-0 fyrir Saudi-Arabíu, síðari leikurinn var 10. nóvember við Suður-Kóreu en sá leikur tapaðist líka með einu marki. Fyrstu skrefin á stóra sviðinuLeikmennirnir, sem allir […]

Uppbygging leikskóla í Mosfellsbæ

Síðustu vikur hefur verið að störfum starfshópur um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ. Tilurð hópsins má rekja til þess að nauðsynlegt þótti að rýna betur í áætlanir sveitarfélagsins um byggingu annars leikskóla í Helgafellslandi. Frá því að upphaflegar áætlanir voru settar fram um mitt síðasta ár hefur kostnaður við byggingu skólans aukist um 56% bæði vegna […]

Verður áfram best að búa í Mosó?

Á dögunum fór fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar. Að mörgu leyti er hún skynsamleg og góð enda byggð á góðum grunni stefnumótunar og vinnu undanfarinna ára.Það er þó áhyggjuefni þegar brýnum framkvæmdum er skotið á frest. Samkvæmt áætlun er tveggja ára seinkun á uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá auk þess sem leikskólinn sem rísa […]

Bætt þjónusta og framtíðarsýn í fjárhagsáætlun

Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar hefur nú lagt fram sína fyrstu fjárhagsáætlun og ber hún merki um nýjar áherslur. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er snúið þessi misserin m.a. vegna hárrar verðbólgu og afleiðinga innrásar Rússa inn í Úkraínu. Misjafnt er hvernig sveitarfélög taka á aðstæðum. Sum hver hafa ákveðið að fara í niðurskurð, uppsagnir og skerðingu á […]

Nú kemur þetta hjá okkur!

Ég hef verið iðkandi, þjálfari, foreldri og sjálfboðaliði í Aftureldingu frá því ég flutti í Mosfellsbæ. Á þessum tíma, sem spannar nú nokkra áratugi, hef ég upplifað alls konar, eins og gerist og gengur innan íþróttafélaga. En það sem stendur upp úr fyrir mig er allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst. Að starfa […]

Útsvar og fasteignagjöld

Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar segir að álagningarprósentur fasteignagjalda verði lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats og í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er staðið við það markmið meirihlutans. Það er ánægjulegt að hægt sé að standa við þessa lækkun án þess að þurfa að skera niður í þjónustu við bæjarbúa heldur þvert á […]

Aðstöðuleysi Aftureldingar

Ég er í grunninn frekari bjartsýn og jákvæð manneskja sem ég held að hafi komið sér afar vel í starfi mínu sem formaður Aftureldingar en það verður samt að viðurkennast að það verður erfiðara og erfiðara með tímanum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sl. vor voru væntingar keyrðar upp úr öllu valdi og þar spilar enginn flokkur […]

Fótbolti eða baksund?

Er fótboltinn að éta allar aðrar íþróttir? Eru of margir að æfa fótbolta og of fáir að æfa sund? Þetta eru góðar pælingar sem eiga rétt á sér og var kastað út í kosmósið af góðum Mosfellingi í síðustu viku. Ég hef sjálfur áhuga á mörgum íþróttum og hef prófað ýmsar. Byrjaði að æfa fótbolta, […]

Flottustu hrútarnir í sveitinni

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram mánudaginn 17. október. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum og fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.Sýningin fór fram á Kiðafelli og voru veitt verðlaun fyrir […]

Útiveran heillar mig mest

Íslandsmótið í golfi fór fram á Vestmannaeyjavelli í sumar. Í karlaflokki fór Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar með sigur úr býtum en hann fór hringina þrjá á 204 höggum eða 6 undir pari vallarins.Kristján Þór hefur notið mikillar velgengni á golfferli sínum en hann vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil aðeins 17 ára gamall. Kristján Þór […]

Síðasta úthlutun úr Samfélagssjóði KKÞ

Laugardaginn 22. október fór fram þriðja og síðasta úthlutun styrkja úr Samfélagssjóði KKÞ.Sjóðurinn var stofnaður eftir félagsslit Kaupfélags Kjalarnesþings og eftir þessa þriðju úthlutun verður sjóðurinn lagður niður. Sjóðurinn hefur alls úthlutað vel á sjöunda tug milljóna til hinna ýmsu samfélagsverkefna á fyrrum félagssvæði kaupfélagsins sem nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjósarhrepp. Um síðustu helgi […]

Blakdeildin gefur 2.300 endurskinsmerki

Í síðustu viku voru afhent um 2.300 endurskinsmerki til leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar. Þessi merki eru með Aftureldingarmerkinu á og eru gefin börnum í tveimur efstu árgöngum í leikskólum bæjarins og öllum grunnskólabörnum. Blakdeild Aftureldingar hefur leitað til fyrirtækja í Mosfellsbæ og nágrenni til að styrkja þetta þarfa verkefni og er ákaflega þakklát þeim fyrirtækjum […]