Entries by mosfellingur

Hvernig líður börnunum okkar?

Undanfarin ár hefur gengið á ýmsu í lífi okkar allra. Margir upplifðu stóran skell þegar heimsfaraldur Covid 19 skall á af miklum þunga. Fólk er í eðli sínu missterkt til að takast á við erfiðleika í lífinu en ég þori að fullyrða að Covid hefur haft áhrif okkur öll, ekki síst börnin okkar. Það hlýtur […]

Kjósum V-listann!

Þegar þetta er ritað eru rúmar tvær vikur til sveitarstjórnarkosninga, kjörfundur fer fram í Lágafellsskóla laugardaginn 14. maí. Sjö listar eru í framboði og verður kosið um 11 sæti í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, fulltrúum verður fjölgað um tvo í samræmi við aukinn íbúafjölda bæjarins. Kosningabaráttan er að komast í algleyming, framboð og frambjóðendur keppast við að […]

Sveitarstjórnarmál sem ólympíugrein

Sveitarstjórnarkosningar eru líkt og Ólym­píuleikarnir haldnar fjórða hvert ár. Kannski eru þessir viðburðir ekki svo ólíkir. Órjúfanlegur hluti af þeim báðum er keppni þar sem einstaklingar og lið etja kappi og einhverjir standa uppi sem sigurvegarar og aðrir með sárt ennið. En ef kosningar til sveitarstjórnar yrðu fullgild ólympíuíþrótt er gaman að ímynda sér hvaða […]

Ný Framsókn fyrir Mosfellsbæ

14. maí nk. göngum við til kosninga og fáum tækifæri til að nýta mikilvægustu mannréttindi sem við höfum, réttinn til að velja sjálf það fólk sem kemur til með að stýra málefnum samfélagsins okkar til næstu 4 ára. Ég gaf kost á mér til að taka sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum […]

Mætum á völlinn

Fótboltasumarið er hafið. Í sumar er Afturelding með lið í Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla.Síðasta sumar komst kvennalið Aftureldingar upp í Bestu deildina með því að lenda í öðru sæti á eftir KR í Lengjudeildinni. Stórkostlegur árangur og núna er næsta skref að standa sig vel í Bestu deildinni.Karlalið Aftureldingar er að hefja sitt […]

Fagleg handleiðsla

Á undanförnum árum hefur orðið mikil fjölgun á nemendum í grunn- og leikskólum bæjarins. Með auknum fjölda hafa skapast nýjar áskoranir meðal kennara og skólastjórnenda, margar þeirra krefjandi sem hafa sýnt fram á nauðsyn þess að efla og styrkja skólafólk með auknu aðgengi að sérfræðingum. Það er fátt eins lamandi og erfitt í starfi með […]

Mosfellsbær – náttúru- og útivistarbær

Skipulagsmál eru stór þáttur í vaxandi samfélagi okkar í Mosfellsbæ og eitt helsta hagsmunamál íbúa. Bærinn okkar mun halda áfram að stækka á næstu árum en við ætlum að standa vörð um sérkenni Mosfellsbæjar sem „sveit í borg“ og huga vel að dýrmætri náttúrunni allt í kringum okkur. Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám […]

Græn svæði fyrir alla

Eitt sterkasta einkenni og aðdráttarafl Mosfellsbæjar er náttúran sem umlykur byggðina. Fellin, heiðin og hafið. Í bænum sjálfum eru það svo þessi litlu grænu svæði sem gefa mikið. Lækir, móar, stallar og skógar. Það eru heilmikið forréttindi að hafa aðgang að þessum grænu svæðum og þau hafa mikil áhrif á íbúana sem tengjast þeim allir […]

Skólarnir okkar

Fáir efast um það að skólarnir okkar í Mosfellsbæ, leikskólar og grunnskólar, séu þær stofnanir bæjarins sem snerta líf barna okkar mest. Hafa áhrif á uppvöxt og þroska, félagslega færni og velferð í víðum skilningi. Ég birti greinina „Farsæll grunnskóli“ í Mosfellingi í febrúar síðastliðnum og ég skrifa aftur núna um skólana því ég tel […]

Mosó, stórasti bærinn!

Það er gott og eftirsóknarvert að búa í Mosfellsbæ eins og við öll vitum. Samkvæmt könnunum eru íbúar hér með þeim ánægðustu á landinu sem er ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum búið hér lengi. Það er nefnilega alvitað að það er best að búa í Mosfellsbæ, þar sem sveit og borg sameinast í hina […]

Líf í bæinn

Nú þegar Hlégarður hefur verið opnaður á ný getum við loksins farið að nota aðstöðuna til að njóta lista og menningar sem í boði er í bænum.Það er mikil söngmenning í bænum okkar. Við erum rík af kórum og ekki síður listafólki sem bæði er búið að gera garðinn frægan eða er að gera tónlist […]

Snemmtæk úrræði fyrir skólasamfélagið. Hvað er til ráða?

Á undanförnum árum hefur Mosfellsbær vaxið jafnt og þétt og í dag eru 5 grunnskólar og 9 leikskólar starfræktir í bæjarfélaginu. Sem starfandi kennarar hér í bæ höfum við fundið fyrir vaxandi þörf á sértækum úrræðum af ýmsum toga fyrir börn og ungmenni sem kljást við félagslega einangrun, einhverfu, ADHD taugaþroskaröskun, tengslavanda, þroskaskerðingu, sjálfsskaða, geðraskanir, […]

Öll á sama báti

Aðgerðir okkar í loftslagsmálum gagnast veröldinni. Það sem önnur ríki ná að gera í þeim efnum er samtímis í okkar þágu. Einföld sannindi rétt eins og þau að jákvæðar aðgerðir, sem minnka losun kolefnisgasa eða binda kolefni, eru ekki á fárra höndum. Þær eru flókið langtíma samvinnuverkefni stjórnvalda, þ.e. ríkis, þings og sveitarstjórna, margvíslegra samtaka, […]

Hvað geta einstaklingar og fyrirtæki gert til að bæta aðgengi?

Við þurfum ekki öll að sigra heiminn. Margt smátt gerir eitt stórt og þannig ber okkur að hugsa þegar kemur að aðgengi. Við skulum fyrst og fremst huga að okkar nærumhverfi og þeim verkefnum sem við sjálf vinnum að og standa okkur nærri. Hér koma nokkrar hugmyndir um hluti sem ég tel mikilvæga og ættu […]

Hreyfing í vatni er góð þjálfun fyrir alla

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir hefur kennt konum vatnsleikfimi í Lágafellslaug síðan haustið 2014 og hafa tímarnir notið mikilla vinsælda. Til að byrja með var boðið upp að tíma tvisvar í viku en nú eru tímarnir orðnir fimm í viku hverri. Mosfellingur tók Elísu tali um starfið vítt og breytt. „Leikfimin er mjög fjölbreytt og engir tveir […]