Entries by mosfellingur

Hraður heimur – Mikilvægi skólaráðs og foreldrafélags

Skólum í Mosfellsbæ fer ört fjölgandi samhliða íbúafjölgun. Fyrir þessari fjölgun hlýtur að vera ástæða en bæjarfélagið laðar til sín fjölda fólks árlega sem að stórum hluta er barnafólk, en almennt er vel haldið utan um skóla bæjarins – það hefur fræðslunefnd verið kynnt á undanförnum vetri þar sem undirrituð er nýr áheyrnarfulltrúi. Við lifum […]

Sitthvað um trjárækt

Við hjónin fluttu í Mosfellssveit fyrir 35 árum, keyptum lítið raðhús í Arnartanganum. Ég man fyrstu árin okkar á nýja staðnum og hversu skelkuð ég var oft þegar óveðrin gengu yfir á veturna og ég var alltaf að bíða eftir að rúðurnar myndu splundrast þegar þær bylgjuðust út og inn. Þá var lítið um hávaxinn […]

Munum að njóta augnabliksins

Nú fer senn að líða að jólum og lífsgæðakapphlaupið eykst til muna. Stressið og álagið færist í aukana og við þeytumst um göturnar eins og sjálfvirk vélmenni sem varla eru til staðar. Við mætum í vinnuna og eigum við þá eftir að versla inn, útbúa mat, taka til og að sinna börnunum okkar. Ekki má […]

Leyndarmál tískunnar

Við lifum á tímum skyndibita og skynditísku. Þegar við opnum blöðin, eyðum tíma á fésbók eða vöfrum um á alnetinu er endalaust verið að kynna okkur fyrir nýjustu tísku. Það þykir algjörlega saklaust að kaupa sér nýjasta stílinn, jafnvel þó að fataskápurinn sé troðfullur. Það eru ný mynstur, ný snið, nýir litir sem koma í […]

Hugleiðing um menningarmálefni

Kæru Mosfellingar, mig langar að byrja á því að þakka fyrir það traust sem okkur í Vinum Mosfellbæjar var veitt í kosningunum síðastliðið vor. Nýlega fór fram fyrsti fundur í nýrri menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar, þar sem farið var yfir þau mál sem efst eru á baugi hjá nefndinni. Opinn fundur íbúa í Hlégarði í […]

Bráðgerir nemendur í Varmárskóla

Árni Jón Hannesson, umsjónarkennari í Varmárskóla hefur kennt mörgum nemendum þar á bæ. Hann hóf kennslu við Varmárskóla árið 1998. Hann hefur allar götur síðan tileinkað starf sitt börnum, menntun þeirra og velferð. Árni hefur verið að þróa kennsluefni fyrir börn alveg frá því að hann hóf störf sem kennari. Haustið 2017 byrjaði hann að […]

Tilheyrði tveimur ólíkum heimum

Hafdís Huld Þrastardóttir hefur starfað sem tónlistarmaður í 23 ár. Hún gekk til liðs við hljómsveitina GusGus á unga aldri en hún var einmitt að lesa undir samræmdu prófin þegar upptökur á fyrstu plötu þeirra hófust. Tónleikaferðalög um heiminn tóku svo við og sjóndeildarhringur hennar stækkaði svo um munaði. Þessa dagana er hún að leggja […]

Vinnur með einum besta körfuboltamanni í heimi

Mosfellingurinn Einar Einarsson er einka-, sjúkra- og styrktarþjálfari eins besta körfuboltamanns í NBA-deildinni, Joel Embiid. Joel, sem er 24 ára og 214 cm á hæð, er frá Kamerún í Afríku en flutti til Bandaríkjanna 16 ára gamall til að spila körfubolta. Fyrst í háskólaboltanum en síðan með Philadelphia 76ers. Meiðslasaga Joels er löng en hann […]

Breytingar á nefndum Mosfellsbæjar

Við upphaf nýs kjörtímabils samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar breytingar á fyrirkomulagi nefnda hjá Mosfellsbæ. Til varð ný nefnd sem heitir lýðræðis- og mannréttindanefnd og mun sinna lýðræðismálum sem áður voru á borði bæjarráðs og jafnréttismálum sem áður var sinnt af fjölskyldunefnd. Formaður þeirrar nefndar er Una Hildardóttir. Þá varð til ný nefnd sem nefnist menningar- og […]

Björgunarsveitin Kyndill með öflugt starf í hálfa öld

Um þessar mundir heldur Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ upp á 50 ára afmæli sitt. Sveitin var stofnuð seint á árinu 1968 í kjallaranum á Brúarlandi af félögunum Guðjóni Haraldssyni, Erlingi Ólafssyni, Andrési Ólafssyni, Grétari frá Blikastöðum og Steina T. ásamt fleirum. Fékk sveitin nafnið Kyndill. Segja má að Kyndill hafið verið á miklum faraldsfæti fyrstu […]

Lifum lengi – betur

Við fjölskyldan erum að undirbúa rannsóknarferð á þau svæði í heiminum þar sem fólk lifir lengst og við góða heilsu. Á þessum svæðum þykir ekkert tiltökumál að verða 100 ára. Og fólk heldur áfram að gera hluti sem skiptir það og aðra máli fram á síðasta dag. Mér finnst þetta mjög heillandi, að eldast vel. […]

„Þjónusta efld, álögur lækka og traustur rekstur”

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2019-2022 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 31. október. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 11.020 m.kr. og fjármagnsliðir 620 m.kr. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 559 m.kr., að framkvæmdir nemi 1.820 m.kr. og að íbúum fjölgi um […]

Umhverfisvænn bær

Mosfellsbær er umvafinn fallegri náttúru, innrammaður af fellum, ám og Leirvoginum. Umhverfið okkar skipar stóran sess í lífi bæjarbúa og við viljum huga vel að þeirri auðlind okkar. Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina verið til fyrirmyndar í umhverfismálum. Margt er hér vel gert svo sem aukin flokkun sorps, bætt þjónusta Strætó, góðir göngu- og hjólreiðastígar, […]

Mikilvægi umhverfismála

Ein hliðin á grundvallarréttindum okkar í nútímasamfélagi er að lifa í góðu og hollu umhverfi. Þessu er víða ábótavant – einnig í Mosfellsbæ. Það ætti að vera markmið stjórnvalda – alltaf – að kappkosta að bæta samfélagið og þar með umhverfið. Mjög víða blasa við verkefnin í Mosfellsbæ: Loftgæðum er víða ábótavant og þyrfti að […]

Menning í Mosfellsbæ

Um miðjan október var haldinn opinn íbúafundur í Hlégarði um menningarstefnu Mosfellsbæjar. Góð mæting var á fundinn og setið á hverju borði. Þátttakendum var skipt upp í nokkra vinnuhópa þar sem mótaðar voru hugmyndir íbúa Mosfellsbæjar. Verið er að vinna úr niðurstöðum en ljóst er að Hlégarður á sérstakan sess í hjörtum bæjarbúa. Margir fundargesta […]