Entries by mosfellingur

Jákvætt fólk

Ég var umkringdur jákvæðu fólki um helgina. Fólki sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á heilsuhreysti, hreyfingu, mis­alvarlegum keppnum og hressandi útiveru. Þegar svona hópur er saman myndast sterk og jákvæð orka. Orka sem maður hleður inn á kerfið og endist manni lengi. Við þurfum öll að passa upp á að fá svona orkuinnspýtingu […]

Sigurður Hreiðar rifjar upp minningar

Meðan ég man er heiti á nýrri bók eftir Sigurð Hreiðar. Eins og nafnið bendir til rifjar hann þar upp ýmsar minningar frá langri ævi. Um tilurð bókarinnar segir hann að oft hafi verið imprað á því við hann að skrifa ævisögu sína. „Ef ég gerði það er viðbúið að einhverjum þætti þar að sér […]

Bábiljur og bögur í baðstofunni

Kristín Lárusdóttir, sellókennari við Listaskóla Mosfellsbæjar, stendur fyrir skemmtilegum viðburði í safnaðarheimili Lágafellssóknar sunnudaginn 7. október kl. 17. „Viðburðinn kalla ég Bábiljur og bögur í baðstofunni og er tilgangurinn að eiga notalega samverustund,“ segir Kristín. Kristín hefur í gegnum tíðina otað rímnakveðskap að nemendum sínum. Rímur eru mjög merkilegt fyrirbæri og dýrmætur arfur sem við […]

Mikilvægar samgöngubætur fyrir Mosfellinga komnar á samgönguáætlun

Nú liggur fyrir að tvær mikilvægar samgöngubætur eru komnar á áætlun samkvæmt drögum að samgönguáætlun sem nú liggja fyrir Alþingi. Samhliða þeirri vinnu rituðu framkvæmdastjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra undir viljayfirlýsingu þann 21. september um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfðuborgarsvæðinu. Þær framkvæmdir sem um er að ræða eru annars vegar að […]

Hótel Laxnes 10 ára

Hótel Laxnes var formlega opn­að í september 2008 að viðstöddu fjölmenni. Á hótelinu eru 26 herbergi við allra hæfi, þrjár svítur, herbergi með sérinngangi og eldun­araðstöðu auk tveggja stúdíóíbúða fyrir fatlaða á fyrstu hæð. „Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2004 og tók fjögur ár að byggja hótelið, einn nagla í einu,“ segir Albert Rútsson hóteleigandi. […]

Eitt af lottóum lífs míns að flytja í Mosfellssveit

Ingibjörg Bergrós eða Beggó eins og hún er ávallt kölluð tók á móti mér á fallegu heimili sínu í Klapparhlíðinni. Sólin lék um okkur er við fengum okkur sæti út á svölum og ekki var útsýnið til að skemma fyrir. Það er gaman að vera í návist Beggó, hún er brosmild, kvik í hreyfingum og […]

Afltak hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar

Verktakafyrirtækið Afltak í Mosfellsbæ er handhafi jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar. Afltak hefur ráðið konur til starfa sem hefðbundið hefur verið litið á sem karlmannsstörf auk þess að hvetja kvenkyns starfsmenn til iðnnáms. Í dag starfa fjórar konur hjá Afltaki og þrjár þeirra eru faglærðir húsasmiðir. Þá leggur Afltak mikla áherslu á að veita konum og körlum jöfn […]

Skólastarf, viðhald og það sem ekki fæst keypt

Þeir sem fylgdust með kosningum sl. vor tóku kannski eftir því að mikið var ritað og rætt um skólana okkar og þá sérstaklega Varmárskóla. Það hafa allir skoðanir á skólum, skólastjórum og kennurum enda varðar skólinn allar fjölskyldur. Mörg orð vorum látin falla og stundum efast ég um að þau orð hafi verið öll til […]

Framtíðin veltur á því sem þú gerir í dag

Kannastu við þvala lófa, öndunarerfiðleika og jafnvel öran hjartslátt þegar athyglin beinist að þér? Flestir finna fyrir kvíðaeinkennum þegar þeir standa upp og tjá sig á fundum. Staðreyndin er sú að mjög reyndir ræðumenn finna margir fyrir kvíða þegar þeir tala fyrir framan hóp af fólki. Því hefur jafnvel verið haldið fram að fólk óttist […]

Til hamingju Afturelding! Til hamingju Mosfellsbær!

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu náði þeim frábæra árangri um helgina að sigra í 2. deildinni og þar með tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni 2019. Stelpurnar héldu sér í Inkasso í ár og 3. flokkur karla varð Íslandsmeistari á dögunum. Eftir uppskeru sem þessa er heldur betur ástæða til að líta um öxl og velta síðustu […]

Orð um tónlistarhús

Til þeirra sem stjórna og koma til með að stjórna í þessu bæjarfélagi, MOSFELLSBÆ. Það virðist eins og allir vilji gera þennan bæ okkar að menningarbæ þar sem búa og starfa þekktustu listamenn á öllum sviðum. Þar með talinn fjöldi kóra sem er í Mosfellsbæ, en það er engin aðstaða fyrir þá til æfinga né […]

Heilsueflandi göngustígar

Göngustígurinn meðfram Varmánni er í miklu uppáhaldi hjá mér. Sérstaklega hlutinn í mínu hverfi, fyrir ofan Dælustöðina. Ég geng þann stíg daglega, suma daga oftar. Ég velti því fyrir mér hver á stíginn eða ber ábyrgð á honum vegna þess að honum hefur ekki verið sinnt mjög lengi. Í raun er hann að hverfa. Á […]

Mikil uppbygging fram undan

Ungmennafélagið Afturelding var stofnað 11. apríl 1909. Afturelding hefur heilsu allra aldurshópa að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar en innan félagsins starfa ellefu deildir. Á aðalfundi Aftureldingar sem fram fór í maí sl. var kosinn nýr formaður, Birna Kristín Jónsdóttir. Hún sér fram á […]

Systur gefa saman út barnabók

Systurnar Ásrún Magnúsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir eru fæddar og uppaldar í Borgarnesi en búa nú báðar í Mosfellsbæ. Þær segjast vera mjög samrýmdar þó svo að önnur búi í rauða hverfinu en hin í því bláa. Þær systur eru um þessar mundir að gefa út barnabókina Korkusögur en þetta er þeirra fyrsta bók og fjallar […]

Göngum, göngum!

Staðfest hefur verið með fjöldamörgum rannsóknum að regluleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing eykur líkamshreysti, hreyfifærni, vellíðan og lífsgæði almennt fyrir utan það að minnka líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan getur lífsstíll, sem felur í sér daglega hreyfingu, einnig skapað tækifæri til að […]