Entries by mosfellingur

Gerum þetta saman

Nú þegar skólastarf hefst að nýju eru grunnskólanemendur fullir eftirvæntingar að mæta í skólann sinn eftir sumarfrí. Einnig er að færast líf í starfið á leikskólunum eftir gott sumar og líf okkar allra að færast í fastar skorður. Við vonuðum í vor að kórónuveirufaraldurinn yrði vond minning þegar skólar hæfust nú í haust, en við […]

Palli hjólar

Ég fór í fjallahjólaferð með gömlum vinum úr #110 um þar síðustu helgi. Þetta var frábær ferð, en það sem gladdi mig mest var að upplifa einn af félögunum, köllum hann Palla, slá í gegn á hjólinu. Palli æfði fótbolta eins og við hinir, en hætti snemma. Hann var ekki í öðrum íþróttum og hefur […]

Um misvægi

Eftir síðustu Alþingiskosningar vantaði átta atkvæði upp á að Kópavogsbúinn Margrét Tryggvadóttir yrði annar þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Kragann. Fyrir vikið varð þingflokkur Samfylkingarinnar manninum færri en þingflokkur Framsóknarflokksins – þrátt fyrir að Samfylkingin hefði fengið rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsókn á landsvísu. Nú er ég kominn í annað sætið – og er út um […]

Snemma byrjuð á ævistarfinu

Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir kennari og lesblinduráðgjafi hefur starfað við kennslu hátt í 30 ár. Kennsla er starf sem krefst mikillar seiglu og sveigjanleika, þolgæðis og samstarfs við marga ólíka nemendur. Kennarinn þarf ósjaldan að beita ýmsum brögðum við að kveikja áhuga nemenda og getur því þurft að vera í senn, leiðbeinandi, fræðari, félagi og fyrirmynd. […]

Met slegið í íbúakosningu

Enn eitt þátttökumetið var slegið af íbúum Mosfellsbæjar í íbúakosningum sem stóðu yfir frá 31. maí til 6. júní en 20,5% Mosfellinga 15 ára og eldri tóku þátt og er þar um Íslandsmet að ræða. Þrátt fyrir mikla íbúafjölgun síðustu fjögur ár hefur kosningaþátttakan aukist hlutfallslega í hvert skipti í íbúakosningunni en verkefninu var fyrst […]

Varmárósar og friðlýsing Leirvogs

Samfylkingin í Mosfellsbæ hefur á stefnuskrá sinni að friðlýsa Leirvoginn vegna mikilvægis svæðisins fyrir fugla og vegna fjölbreyttra vistgerða á svæðinu. Nú þegar friðlýst svæði Varmárósa hefur verið stækkað virðist sem jarðvegur sé að skapast til að við málinu verði hreyft. Varmárósar eru hluti af stærra svæði, Leirvoginum, sem er mikilvægur í alþjóðlegu samhengi sem […]

Við förum í fríið

Ljósin á ströndu skína skærskipið það færist nær og nærog þessi sjóferð endi fær.Ég búinn er að puða og púlapokann að hífa og dekkin spúla. Við erum búin að standa okkur vel í kóvidinu, Íslendingar. Höfum haft þolinmóða, mannlega og öfluga leiðtoga sem hafa stýrt okkur í gegnum þessa sjóferð, ég held við getum öll […]

Ritskoðun í Rusllandi

Enn er talsvert fjör í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og nýsköpun bætist við annars talsverða listsköpun forseta bæjarstjórnar í gegnum árin. Í upphafi ársins 2021, nánar tiltekið 27. janúar, var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi nr. 775 mál er sneri að brunanum í SORPU 8. janúar þegar landsins stærsta gúanó, þ.e. hann Gýmir blessaður, kviknaði bókstaflega til lífsins. […]

Helga Þórdís nýr skólastjóri Listaskólans

Helga Þórdís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar frá 1. ágúst. Helga starfaði sem skólastjóri Tónlistarskólans á Tálknafirði í fjögur ár. Hún hefur sinnt tónlistarkennslu í grunnskólum og við ýmsa tónlistarskóla. Hún er prófdómari í samræmdum prófum í prófanefnd tónlistarskóla. Frá árinu 2013 hefur hún gegnt stöðu organista við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. […]

Mosfellskt hlaðvarp um bókmenntir

Vinkonurnar Tanja Rasmussen og Ástrós Hind Rúnarsdóttir eru með hlaðvarpið Listin og lífið sem aðgengilegt er á öllum helstu streymisveitum. Þar fjalla þær stöllur aðallega um bókmenntir á skemmtilegan og opinn hátt. „Við höfum líka alveg tekið fyrir lagatexta, ljóð og langar alveg að fjalla um leikrit og fleira sem tengist bókmenntum. Við kynntumst á […]

Ákvað að taka stóra stökkið

Kristín Valdemarsdóttir hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari frá árinu 2019. Myndir hennar hafa vakið mikla athygli enda segja þær sögu og eru draumkenndar og ævintýralegar. Kristín tekur allar sínar myndir úti við og hefur verið dugleg að nota nærumhverfi sitt og þá helst skógana sem eru eins og allir vita annálaðir fyrir mikla náttúrufegurð. Kristín […]

Styrkjum úthlutað úr Klörusjóði

Á dögunum voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni sem unnin eru í einstökum skóla eða í samstarfi á milli skóla og var í ár lögð áhersla á verkefni á sviði upplýsinga- og tæknimála. Nafn sjóðsins, […]

ALLT fasteignasala opnar í Kjarna

ALLT fasteignasala hefur opnað útibú í Þverholti 2. Fasteignasalan er staðsett í gamla Íslandsbankarýminu í Kjarnanum en fyrir eru starfsstöðvar í Reykjanesbæ, Grindavík og Vestmannaeyjum. Kristinn Sigurbjörnsson, annar eigenda ALLT, hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2016. Sjálfur hefur Kristinn búið í Mosfellsbæ í þrjú ár og telur að með allri þeirri uppbyggingu sem hefur átt […]

Jóna Benediktsdóttir ráðin skólastjóri Varmárskóla

Jóna Benediktsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Varmárskóla frá 1. ágúst. Hún er með B.Ed gráðu frá KHÍ, meistaragráðu í sérkennslufræðum og diplómu í stjórnun menntastofnana frá HÍ. Hún hefur einnig setið námskeið í stjórnun og opinberri stjórnsýslu.Jóna hefur starfað sem grunnskóla­kennari, aðstoðarskólastjóri til fjölda ára og sem skólastjóri við grunnskólann á Ísafirði. Frá […]