Helga Þórdís nýr skólastjóri Listaskólans

Helga Þórdís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar frá 1. ágúst. Helga starfaði sem skólastjóri Tónlistarskólans á Tálknafirði í fjögur ár. Hún hefur sinnt tónlistarkennslu í grunnskólum og við ýmsa tónlistarskóla. Hún er prófdómari í samræmdum prófum í prófanefnd tónlistarskóla. Frá árinu 2013 hefur hún gegnt stöðu organista við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Helga hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum og situr meðal annars í skólanefnd Tónskóla Þjóðkirkjunnar og kirkjutónlistarráði, er formaður Félags íslenskra organista og er í stjórn Norræna kirkjutónlistarráðsins. Árið 2020 gaf Helga út námsefnið „Hljómleikur“ sem er nýsköpunarverkefni á sviði tónlistarkennslu.