Entries by mosfellingur

Nokkur orð um fjárhags­áætlun og kaffisopa

Hin árlega afgreiðsla fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar er eiginlega boðberi hækkandi sólar og jóla ár hvert. Áætlunin var afgreidd á fundi bæjarstjórnar þann 7. desember síðastliðinn. Reksturinn hefur gengið vel eins og hjá flestum öðrum sveitarfélögum landsins enda efnahagsumhverfið nokkuð hagfellt. Enn skortir þó á að ríkisvaldið komi til móts við sveitarfélögin hvað varðar t.d. málefni fatlaðs […]

Jólakveðjur

Haustið hefur verið viðburðaríkt. Eftir snarpa kosningabaráttu náði Viðreisn 7 fulltrúum á þing úr fimm kjördæmum af sex. Samtals féllu 10,5% atkvæða í skaut Viðreisnar. Bestur árangur náðist hér í Suðvesturkjördæmi, tæp 13% atkvæða og tveir þingmenn. Fyrir þetta mikla traust erum við þakklát og munum leggja okkur fram um að standa undir væntingum kjósenda […]

Vegferð til vellíðunar

Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð er ekki úr vegi að staldra aðeins við, líta yfir árið og velta því fyrir sér hvernig það var og af hverju. Leið mér vel? Lagði ég rækt við sjálfa/-n mig og aðra? Var ég meðvituð/-aður um gerðir mínar og viðbrögð í hinu daglega […]

Lífið tók óvænta stefnu

Ísfold Kristjánsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í mars 2015. Ísfold leitaði til læknis eftir að hún fann fyrir hnúð í vinstra brjósti. Eftir skoðun var henni tjáð að líklega væri um mjólkurkirtil að ræða. Í mars 2015 greindist hún með brjóstakrabbamein og hefur síðan þá farið í þrjár aðgerðir og er á leið í þá fjórðu. […]

Öðruvísi jól

Við fjölskyldan höfum verið á ferðalagi síðan 1.desember. Í annarri heimsálfu þar sem jólin spila minni og öðruvísi rullu en hjá okkur á Íslandi. Við höfum lítið orðið vör við jólin á flakkinu, einstaka jólaljós og tré, en annars lítið sem ekkert. Jólin verða öðruvísi en venjulega og áramótin sömuleiðis. Við vitum í dag ekki […]

Bæjarbúar geta kosið Mosfelling ársins

Val á Mosfellingi ársins 2016 stendur yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfellingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefningar hér að neðan. Þetta er í tólfta sinn sem valið fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að […]

Hef jákvæðnina að leiðarljósi

Skólar ehf. var stofnað árið 2000 og hóf rekstur ári síðar. Í dag rekur fyrirtækið fimm heilsuleikskóla þar sem mikil áhersla er lögð á heilsueflandi skólastarf undir einkunnarorðunum „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Framkvæmda- og fagstjóri fyrirtækisins er Ólöf Kristín Sívertsen en hún er einnig verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ sem snýst í hnotskurn um […]

Áætlað að opna ungbarnadeildir á Hlíð og Huldubergi

Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem nú liggur fyrir bæjarstjórn er gert ráð fyrir talsverðu fjármagni til að auka þjónustu við börn á aldrinum 1 til 2 ára. Ungbarnadeildir á Hlíð og Huldubergi Verið er að leggja til að boðið verði upp á fjölbreytt form á vistun fyrir ung börn og að þjónustan verði þríþætt. Það er […]

Formaður FaMos spyr: Erum við á réttri leið?

Við í FaMos gerðum garðinn frægan og fórum í góða skemmtiferð til Tíról í Austurríki dagana 20.-27. september sl. Ferðin heppnaðist að öllu leyti mjög vel og varð Ferðanefnd FaMos og Bændaferðum ásamt fararstjóra til virkilegs sóma. Við höfum haldið, það sem af er á þessum vetri, tvö menningar- og skemmtikvöld. Fyrra kvöldið var í […]

Undirbúningur hafinn fyrir næsta tímabil

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hefur hafið undirbúning fyrir næsta keppnistímabil. Í sumar var liðið einungis tveimur stigum frá því að tryggja sæti í Inkasso-deildinni að ári eftir harða toppbaráttu allt tímabilið. Liðið hefur verið byggt upp að langmestu leyti af heimamönnum, bæði ungum sem og reyndari leikmönnum. Það er því gleðiefni að tveir af reyndari […]

Þjónusta aukin og skattar lækkaðir

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 er nú til umræðu í bæjarstjórn. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir rúmlega 200 mkr. afgangi af rekstri. Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 924 mkr. eða um 10% af heildartekjum og að í árslok 2017 verði skuldaviðmið komið niður í 106% af tekjum sem er langt undir viðmiðunarmörkum sveitarstjórnarlaga. […]

Þolinmæðin á þrotum

Spáð hefur verið að næsta uppreisn í samfélaginu verði hjá láglauna menntafólki. Ég vona svo sannarlega að sú spá rætist. Það er styrkur í fjöldanum. Kennarar eru fjölmenn stétt. Þeir eiga að hafa bolmagn til að standa á kröfum sínum en til þess þurfa kennarar að sýna sterkan vilja og samstöðu. Kennarar hafa reynt að […]

Gönguferðir og fræðsla

Það er margsannað hvað hreyfing og mataræði hefur mikil áhrif á heilsuna. Hreyfing þarf ekki að vera svo mikil og mataræði ekki að vera mjög sérhæft eða ýkt til að skila bættri heilsu. Við hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ viljum stuðla að bættri heilsu og skipulögðum gönguhópi sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki […]

Stolt

Fimm ára guttinn minn fór á sitt fyrsta fótboltamót um síðustu helgi. Stoltur af því að klæðast rauðu Aftureldingartreyjunni. Það eru 14 ár síðan elsti guttinn minn fór í fyrsta skipti í búning Aftureldingar og hann var jafn glaður og sá fimm ára um síðustu helgi. Strákarnir mínir fjórir hafa æft fótbolta, handbolta, frjálsar, karate […]

Komu færandi hendi í Reykjadal

Kvenfélagskonur úr Kjósinni komu færandi hendi í Reykjadal um síðustu helgi. Þá afhentu þær glænýja þvottavél að gjöf sem hefur bráðvantað á staðinn. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur sumar- og helgardvalarstað í Reykjadal fyrir fötluð börn og ungmenni. Árlega dveljast þar um 250 börn á aldrinum 8-21 árs. Konurnar í Kvenfélagi Kjósarhrepps hafa dáðst af […]