Listapúkinn heldur afmælissýningu

listpúkinn_hljómur

Þórir Gunnarsson, betur þekktur sem Listapúkinn verður fertugur föstudaginn 13. apríl. Lista­púkinn er listmálari sem málar skemmtilegar myndir af því sem fyrir augum ber. Í tilefni afmælisins ætlar Listapúkinn að halda glæsilega sýningu á Hvirfli í Mosfellsdal. Sýningin mun opna á afmælisdaginn, 13. apríl kl. 17:30. „Þá eru allir vinir og velunnarar Listapúkans velkomnir enda er sjálfur afmælisdagurinn þá,“ segir Þórir. „Það verður opið hús kl. 17:30-20:00 og verða listaverkin til sölu. Ég mála aðallega með vatnslitum og stendur undirbúningur nú sem hæst. Ég mála m.a. fólk, hesta og tónlistarfólk.“ Afmælissýningin verður opin gestum og gangandi til sunnudagsins 22. apíl.