Varmárósar

Úrsúla Jünemann

Úrsúla Jünemann

Varmárósar í Mosfellsbæ er elsta friðlandið í okkar bæjarfélagi. Það var friðlýst 1980 og 17.9. 2012 var friðlýsingin endurskoðað.
Samningurinn um umsjón og rekstur friðlandsins við Varmárósa í Mosfellsbæ má skoða undir:
http://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/Varmarosar_samningur.pdf Mosfellsbær skuldbindur sig þar að hafa daglega umsjón með svæðinu og sjá til þess að ásýnd svæðisins verði sem best.
Nú sl. haust hafa hestamenn í Herði búið til heybaggageymslu alveg við mörkin á friðlandinu sem veldur töluverðri sjónmengun. Plasttægjur hafa fokið frá böggunum og rusl, m.a. álpappírsleifar hefur safnast þarna fyrir. Mér er óskiljanlegt að menn hafa fengið leyfi til að vera með heybaggageymslu á þessum stað.
Nú tel ég hestamenn upp til hópa vera ábyrga útivistarmenn og náttúruunnendur. Þannig að þeir munu vonandi kippa þessu í lag og hreinsa til.
Það stendur til að setja upp fræðsluskilti um fuglalíf í Leiruvoginum og eitt af 4 skiltum á einmitt að vera við mörk Varmárósa. Það mun vonandi hvetja fleiri bæjarbúa til að leggja leið sína þangað, skoða, njóta og fá fræðslu um leið. Við eigum jú svo stórkostleg útivistarsvæði í bæjarlandinu og eigum að fara vel með þau.

Úrsúla Jünemann, náttúruvinur