Entries by mosfellingur

Frárennsliskerfi laugarinnar á Reykjalundi verður breytt

Eins og kunnugt er varð fiskidauða vart í Varmá um miðjan júlí og er nú orðið ljóst að ástæðu hans megi rekja til klórvatns í setlaug við sundlaug Reykjalundar sem tæmd var vegna nauðsynlegra skipta á sandi í sandsíum laugakerfisins þann 13. júlí. Gerðar verða breytingar á frárennslismálum sundlaugar Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Hugsar um tónlist alla daga

Jógvan Hansen tónlistarmaður segir það forréttindi að starfa við það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Færeyingurinn Jógvan Hansen vann íslensku X-Factor söngvakeppnina árið 2007. Markmið keppninnar var að laða fram í sviðsljósið hæfileikaríkt söngfólk sem unnið gat hug og hjörtu þjóðarinnar með söng sínum og persónutöfrum. Það gerði Jógvan svo sannarlega enda hefur hann […]

Bæjarhátíðin Í túninu heima á 30 ára afmælisári bæjarins

Afmælisdagskrá sem hófst á opinberri heimsókn Forseta Íslands þann 9. ágúst lýkur nú með okkar vinsælu bæjarhátíð. Íbúar koma saman eftir gott sumarfrí, sýna sig og sjá aðra. Dagskrá helgarinnar er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að venju eru það íbúar bæjarins sem bjóða heim og […]

Í túninu heima 2017 – DAGSKRÁ

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 25.-27. ágúst. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra. Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og hafa viðburðir verið á dagskrá frá […]

Bryndís gefur ekki kost á sér í vor

Bryndís Haraldsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar sem fram fara í vor. Bryndís var kosin á Alþingi sl. haust og hefur setið á þingi og í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis­flokkinn. „Ég hyggst ljúka þessu kjörtímabili sem er mitt annað, en áður var ég varabæjarfulltrúi. Mosfellsbær er frábært sveitarfélag og það […]

Ókeypis bókasafnskort fyrir íbúa

Haldið er upp á 30 ára afmæli Mosfellsbæjar um þessar mundir. Af því tilefni hefur bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkt að framvegis standi íbúum Mosfellsbæjar til boða ókeypis bókasafnskort. Markmiðið er að hvetja til lesturs og minna á bókmenntaarf Mosfellsbæjar. Í bænum er öflugt og vel sótt bókasafn sem þjónar bæjarbúum og hefur þróast með bænum í […]

Skutlið

Ég hef nokkra síðustu daga farið með sex ára guttann minn í fótboltaskóla Aftureldingar. Við förum viljandi mjög tímalega af stað og ég hef þannig náð dýrmætum mínútum með honum á fótboltavellinum. Þetta eru ekki margar mínútur en ótrúlega gefandi fyrir mig og okkur báða, sérstaklega þegar við náum að gera þetta oft í viku. […]

Körfubolti í Mosfellsbæ – að sumri og vetri

Í Mosfellsbæ hefur verið rekin körfuboltadeild innan Aftureldingar um árabil. Starfið hefur í gegnum árin átt sínar hæðir og lægðir. Síðustu tvö ár hefur verið lagður talsverður metnaður í að reka deildina og hefur það skilað sér í fjölgun iðkenda. Markmiðið með starfinu er að börn í Mosfellsbæ hafi aðgang að fjölbreyttu úrvali tómstunda. Flestir […]

Hefur þú tíma aflögu?

Vilt þú taka þátt í skemmtilegu sjálfboðastarfi á vegum Rauða krossins? Hér í Mosfellsbæ er starfrækt ein af 42 deildum Rauða krossins á Íslandi. Við sinnum mörgum verkefnum í nærsamfélaginu og hefur deildin virkan hóp sjálfboðaliða sem koma að ýmsu hjálparstarfi. Allir ættu að finna eitthvað sem vekur áhuga þar sem verkefnin eru bæði fjölbreytt […]

Börn eru besta fólk

Gyða Vigfúsdóttir leikskólastjóri lætur af störfum á Reykjakoti í ágúst eftir að hafa starfað þar í rúm 19 ár. Leikskólinn Reykjakot er 70 barna leikskóli og tók til starfa í mars 1994. Skólinn er staðsettur í náttúrulegu umhverfi svo stutt er að fara með börnin í fjallgöngur, berjamó eða með nesti í Reykjalundarskóg. Gyða Vigfúsdóttir […]

Íþróttamiðstöð GM tekin í notkun – fær nafnið Klettur

Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur nú opnað dyrnar á nýrri íþróttamiðstöð, Kletti, miðsvæðis á Hlíðavelli. Öll efri hæðin hefur verið tekin í notkun þar sem fyrsta flokks aðstaða er til að þjónusta kylfinga og aðra gesti. Um er að ræða veitingaaðstöðu, hátíðarsal, skrifstofur, sölu golfvara og móttöku. „Þetta er frábær aðstaða með fallegasta málverki í heimi sem […]

Tíu þúsundasti Mosfellingurinn

Mosfellingar eru nú orðnir 10.000 talsins og var það ung og stækkandi fjölskylda sem flutti í Skeljatanga sem kom Mosfellsbæ yfir þennan tímamótaáfanga. Daðey Albertsdóttir og Tómas Guðmundsson fluttu í Mosfellsbæ í síðasta mánuði og eiga þriggja vikna óskírðan dreng. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæ í byrjun maí en Daðey kemur úr Árbænum en Tómas úr […]

Burpees fyrir ferðalanga

Ég var á Vík í Mýrdal um daginn. Flottur staður, á þaðan ýmsar góðar minningar. Það er magnað að standa á svörtu ströndinni og horfa út á hafið, lifandi öldur og drangarnir mynda saman töfrandi heild sem verður enn sterkari þegar hljóðið í öldunum bætist við. Ég fékk þá flugu í höfuðið að gera burpees […]

Aðstaða fyrir alla Mosfellinga

Nú höfum við hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar tekið í notkun nýja aðstöðu við Hlíðavöll sem við höfum ákveðið að skíra Klett. Um gríðarlega lyftistöng er að ræða fyrir GM sem mun skipta sköpum í rekstri og uppbyggingu klúbbsins til framtíðar. Við hönnun hússins og lóðar höfum við horft til þess að gera sem flestum kleift að […]

Njótum sumarsins saman!

Bjartar sumarnætur eru dásamlegar og um að gera að njóta þeirra til fullnustu enda forréttindi að fá að upplifa slíkt. Margir tengja þennan tíma, þegar sólin er hvað hæst á lofti, við langþráð sumarfrí þar sem við fáum tækifæri til að einbeita okkur að því að njóta og gera það sem okkur finnst skemmtilegast. Samvera […]