Ætla að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins

miðflokkur_mosfellingur

Miðflokkurinn í Mosfellsbæ býður fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum 26. maí.
Með þessu framboði er markmiðið að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins til að bæta kjör bæjarbúa, lækka álögur og efla þjónustu í Mosfellsbæ.

Alvarlegt pólitískt straumrof
„Núverandi meirihluti er kominn í öngstræti með fjármál bæjarins,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson sem leiðir framboðið. „Þar er af mörgu að taka sem og í skipulagsmálum þar sem dómsmál virðast nú varða leiðina í átt að ófremdarástandi.
Leikvöllur á miðju hringtorgi í Krikahverfi ásamt hóteli þar ofan í áður ágætt skipulagsfyrirkomulag lýsir vel því alvarlega pólitíska straumrofi sem meirihlutinn í Mosfellsbæ hefur orðið fyrir.“

Fjármálaóreiða bitnar á allri þjónustu
„Fjármálaóreiða meirihlutans bitnar einnig heiftarlega á allri þjónustu eins og við barnafólk, svo einhver dæmi séu nefnd. Mikilvægt er að hugað verði að málefnum eldri borgara í bænum, m.a. í ljósi þess að lokað hefur verið á alla læknisþjónustu í bæjarfélaginu um kvöld, nætur og helgar.
Bankastofnanir eru nú engar að verða í Mosfellsbæ þegar Arion banki lokar.“

Sveinn Óskar Sigurðsson

Sveinn Óskar Sigurðsson

Framboðslisti Miðflokksins
1. Sveinn Óskar Sigurðsson
2. Herdís Kristín Sigurðardóttir
3. Örlygur Þór Helgasson
4. Þórunn Magnea Jónsdóttir
5. Kolbeinn Helgi Kristjánsson
6. Margrét Ólafsdóttir
7. Ásta B. O. Björnsdóttir
8. Valborg Anna Ólafsdóttir
9. Friðbert Bragason
10. Ólöf Högnadóttir
11. Linda Björk Stefánsdóttir
12. Friðrik Ólafsson
13. Hlynur Hilmarsson
14. Jakob Máni Sveinbergsson

Herdís Kristín Sigurðardóttir

Herdís Kristín Sigurðardóttir

15. Ólafur Davíð Friðriksson
16. Jón Pétursson
17. Sigurrós K. Indriðadóttir
18. Magnús Jósepsson

Úrræði fyrir barnafólk
Herdís Kristín Sigurðardóttir, sem skipar 2. sæti lista Miðflokksins í Mosfellsbæ, leggur ríka áherslu á að úrræði fyrir barnafólk í bænum verði til staðar. Meirihlutinn hefur látið undir höfuð leggjast að tryggja barnafólki næg dagvistunarúrræði fyrir börn um árabil.

Auka þarf forvarna­starf í Mosfellsbæ
Örlygur Þór Helgason skipar 3. sæti listans. Hann er kennari og þjálfari. Örlygur telur að auka þurfi forvarnarstarf í Mosfellsbæ.

xxx x

Örlygur Þór Helgason

Leita þarf skilvirkra lausna þegar kemur að því að mynda t.a.m. stoðnet við allt skólakerfið og dagmæður í Mosfellsbæ. Þetta verði að vera úrræði sem mögulegt er að grípa strax til svo hægt sé að aðstoða einstaklinginn, barnið, sem bráðnauðsyn er að vernda og hlúa að þegar mest á reynir.
Örlygur, sem er kennari og þjálfari, vill tryggja að í bæjarfélaginu sé starfandi fólk með þekkingu og reynslu af því að bregðast skjótt við þegar erfiðleikar steðja bæði að börnum í skólum bæjarins, starfsfólki og íbúum Mosfellsbæjar.