Píratar setja niður akkeri í Mosfellsbæ
Nýtt aðildarfélag Pírata í Mosfellsbæ var stofnað í Bókasafni Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Fundurinn var afar vel sóttur en 25-30 manns tóku þátt. Kosin var þriggja manna stjórn félagsins og lög hins nýstofnaða aðildarfélags samþykkt. Stjórnarmenn voru kjörnir, þau Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson. Boðað hefur verið til fyrsta stjórnarfundar en fyrsta […]
