Entries by mosfellingur

Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Lengi vel skildi ég ekki stjórnmál. Fyrir mér voru þau veruleiki fyrir miðaldra punga sem lifðu fyrir völdin ein. Eftir menntaskólagönguna tók ég mig til og kynnti mér stefnur flokkanna. Þær reyndust afar svipaðar, allir vildu betra samfélag. Hins vegar voru áherslurnar á hvað fælist í betra samfélagi ekki alltaf þær sömu. Sem ungur kjósandi […]

Heilbrigt atvinnulíf

Jafnaðarmenn eru ekki á móti því að fólk verði auðugt af dugnaði sínum og útsjónarsemi. Öðru nær. Um að gera – það á að greiða götu lítilla og meðalstórra fyrirtækja svo að þau vaxi og dafni, eigendum sínum, starfsfólki og samfélaginu öllu til hagsbóta. Þess vegna viljum við meðal annars lækka tryggingargjald. Það er hins […]

Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjallið

Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins. Árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 og eru þau af ýmsum toga. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara símtölum sem berast og sem dæmi um það sem fólk hefur samband vegna, bæði […]

Forvarnir eru svarið

Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Nálægðin við náttúruna skapar umgjörð fyrir hvers konar íþróttaiðkun og útivist hvort sem það er að taka þátt í hlaupahópnum í bænum, stunda hestamennsku, fara í sundlaugarnar, ganga á Úlfarsfellið eða annað. Þátttaka í íþróttum og frístundastarfi hefur ótvírætt forvarnargildi. Rannsóknir benda til að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna hafi […]

Andlegt ferðalag

Í lífi manna gengur mismikið á en hjá flestum safnast upp með tímanum atvik og tilfinningar sem erfitt getur verið að vinna úr. Sumt er meðvitað en annað ómeðvitað og því oft mjög erfitt að átta sig á því. Ég er þarna engin undantekning og eftir því sem leið á, fann ég að eitthvað var […]

Þegar stórt er spurt

Í kosningabaráttu þeytast frambjóðendur um og reyna að kynna sig, flokkinn sinn, hugsjónirnar og hugmyndafræðina. Ólíkt því sem ætla mætti af umræðunni taka flestir þátt í stjórnmálastarfi af hugsjón. Þeir vilja bæta samfélagið og trúa því að sú hugmyndafræði sem þeirra flokkur byggi á muni gera það betra. Og því trúi ég einmitt. Ég er […]

Lionshreyfingin hvetur börn til lestrar

Lionshreyfingin á Íslandi tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem nefnt er Lestrarátak Lions og stendur yfir í 10 ár eða til ársins 2022. Meðal annars hefur Lionshreyfingin gefið út bókamerki sem hluta af þessu verkefni. Hinn 25. ágúst heimsóttu Lionsklúbburinn Úa og Lionsklúbbur Mosfellsbæjar Varmárskóla í því skyni að afhenda börnum í 5. bekk bókamerki. […]

Flugið togar endalaust í mig

Sigurjón Valsson flugrekstrarstjóri Air Atlanta Icelandic og formaður Íslenska flugsögufélagsins er mikill áhugamaður um flugsöguna og þekkir vel til sögu fyrstu flugvélarinnar sem kom til landsins. Sigurjón er vel þekktur innan fluggeirans enda búinn að fljúga frá því að hann var unglingur. Í dag stjórnar hann flugdeild Air Atlanta Icelandic sem sinnir flugi um allan […]

Ungmennahús Mosfellsbæjar opnar í Framhaldsskólanum

Ungmennahús Mosfellsbæjar hefur verið opnað í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Þar er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára að hittast og byggja upp öflugt og fjölbreytt félagsstarf. Markmið Ungmennahússins eru meðal annars að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Bjóða upp á heilbrigðan og vímuefnalausan valkost til […]

FemMos hlýtur jafnréttis­viðurkenningu Mosfellsbæajr

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn þann 18. september í sal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Yfirskrift dagsins að þessu sinni var „Mosfellsbær – Heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi“. Fjallað var um ofbeldi og birtingarmyndir þess í víðu samhengi. Að umræðu dagsins komu aðilar sem unnið hafa með einum eða öðrum hætti að því að sporna gegn ofbeldi og að […]

Ný framtíðarsýn og áherslur Mosfellsbæjar

Að veita þjónustu sem mætir þörfum, vera til staðar fyrir fólk og þróa samfélagið í rétta átt er leiðarljósið í stefnu og framtíðarsýn Mosfellsbæjar sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 20. júlí sl. Stefnan er afrakstur vinnu sem stóð yfir frá því snemma í vor og skiptist stefnan í þrjá áhersluflokka og níu áherslur sem […]

Útiæfingatæki tekin í notkun

Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Hugmyndasöfnun og kosning fóru fram fyrri hluta árs. Kosin voru 10 verkefni og eru þau öll komin af stað, ýmist lokið eða langt komin. Stekkjarflöt útivistarparadís fékk flest atkvæði íbúa. Þar er búið að koma upp […]

Neil Warnock

Ég las viðtal á fotbolti.net um daginn við Neil Warnock, knattspyrnustjóra Cardiff, liðsins sem Aron Einar fyrirliði íslenska landsliðsiðsins spilar með dags daglega. Neil er grjótharður og hefur alltaf verið, þess vegna var einmitt mjög áhugavert að lesa þetta viðtal. Þar sagði kappinn að hann hefði engan áhuga á að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni […]

Arnar Hallsson ráðinn þjálfari meistaraflokks

Arnar Hallsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Liðið leikur í 2. deild og hefur gert síðustu ár. Afturelding endaði í 4. sæti í sumar undir stjórn Úlfs Arnars Jökulssonar. Síðast fór liðið upp um deild árið 2008. „Ég er búinn að hafa augastað á þessu félagi í talsverðan tíma,“ segir Arnar Hallsson […]

Velkominn Arnarskóli í Mosfellsbæ

Mig langar að byrja á því að bjóða þennan skóla velkominn í bæjarfélagið okkar og vekja athygli á því við nærsveitarmenn, og þá sérstaklega bæjaryfirvöld, hvers skonar fengur er þarna á ferð fyrir okkar bæjarfélag. Ég er svo heppin að hafa notið þjónustu atferlisfræðinga sem þarna starfa. Þarna er verið að setja á fót skóla […]