Berjumst fyrir því sem okkur er hjartfólgnast

þrjú efstu á lista framsóknar­- flokksins í mosfellsbæ: Sveinbjörn Ottesen, Birkir Már og Þorbjörg.

Þrjú efstu á lista Framsóknar­flokksins í Mosfellsbæ: Sveinbjörn Ottesen, Birkir Már og Þorbjörg.

Sveinbjörn Ottesen verkstjóri skipar fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar undir lok mánaðarins.
Hann segir að framboðið berjist fyrir því sem því sé hjartfólgnast, menntamálum, samgöngumálum og þjónustu við íbúa.
„Við Framsóknarmenn erum fáorðir en gagnorðir. Því segi ég:
Fjölnotahús – Betra er heilt hús reist af heilum hug en hálft hús af hálfum hug
Útboðsmál – Ekki hringja í vin … allt í útboð
Heilbrigðisþjónusta 24/7 – Nei, doktor Saxi, ekki skera meira. Hér bætum við í.“

Sveinbjörn Ottesen

Sveinbjörn Ottesen

Framboðslisti Framsóknarflokksins
1. Sveinbjörn Ottesen
2. Þorbjörg Sólbjartsdóttir
3. Birkir Már Árnason
4. Óskar Guðmundsson
5. Sveingerður Hjartardóttir
6. Kristján Sigurðsson
7. Sigurður Kristjánsson
8. Kristín Fjólmundsdóttir
9. Ólavía Rún Grímsdóttir
10. Elín Arnþórsdóttir
11. Leifur Kr. Jóhannesson
12. Frímann Lúðvíksson
13. Ásgerður Gísladóttir
14. Árni R. Þorvaldsson
15. Sigurður Helgason
16. Halldóra Eyrún Bjarnadóttir
17. Roman Brozyna
18. Ingi Már Aðalsteinsson

Þorbjörg Sólbjartsdóttir

Þorbjörg Sólbjartsdóttir

Lýðheilsa er eitt okkar helsta stefnumál
Þorbjörg Sólbjartsdóttir skipar 2. sæti á listanum.
„Lýðheilsa er eitt helsta stefnumál okkar í Framsókn og beinast áherslur okkar að breiðum aldurshópi.
Í fyrsta lagi viljum við efla forvarnir fyrir unglinga með greiningar á borð við kvíða og þunglyndi. Þessa aðstoð viljum við kalla snemmtæka íhlutun. Í kringum þessa einstaklinga á að vera forvarnarteymi sem sinnir bæði líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Samkvæmt rannsóknum hafa þrír þættir mest áhrif á andlega heilsu: Sofa rétt, borða rétt og stunda líkamsrækt. Við teljum að með því að auka styrkveitingu til þessa hóps með ráðum eins og heilsuávísun, sem myndi koma í formi frístundastyrks, sé komin fram mjög góð forvörn gegn félagslegri einangrun og í versta falli sjálfsvígum.
Í öðru lagi viljum við að auka lífslíkur aldraðra. Því teljum við að það sé mjög mikilvægt að grípa til ráðstafana fyrir þann hóp sem er komin að og á eftirlaun. Áhættusjúkdómar eins og beinþynning og sykursýki 2 eru alvarlegur fylgikvilli öldrunar og geta reynst banvænir. Það er því mikilvægt að þessi hópur eigi kost á hreyfingu við sitt hæfi og að fá ráðleggingar varðandi matarræði þeim að kostnaðarlausu. Ellilífeyririnn dugar allt of mörgum aðeins rétt fyrir helstu nauðsynjum og er hreyfing því allt of sjaldan í forgangi. Heilbrigð sál í hraustum líkama hefur mikið forvarnagildi og sparar mikla fjármuni í heilsugæslu en þó það mikilvægasta, eflir og bætir líðan fólks.“

Birkir

Birkir Már Árnason

Beitum okkur fyrir lagningu Sundabrautar
Birkir Már Árnason skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins.
„Við getum öll verið sammála því að undanfarin ár hefur umferð um Mosfellsbæ og Mosfellsdal stóraukist. Fólk ekur í gegnum fallega bæinn okkar til og frá sveitafélögum í nágrenni okkar, mest til að t.d. að sækja vinnu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er mikil aukning ferðamanna sem fara í gegnum bæinn um Mosfellsdal til helstu ferðamannastaða Íslands, s.s. Þingvalla, Gullfoss og Geysi. Hraðakstur, slit á götum, mengun og aukin slysahætta eru fylgifiskar mikillar umferðar.
Við í X-B leggjum því áherslu á:
Að bæta almennar umferðarmerkingar til að takmarka hraðakstur til að koma í veg fyrir slys á þjóðvegi 1, í Mosfellsdal og í nýjum hverfum bæjarins, hvar slíkum er verulega ábótavant í dag. Einnig viljum við beita okkur fyrir lagningu Sundabrautar sem myndi létta verulega á þungaumferð um gatnakerfi Mosfellsbæjar og stytta tíma vegfaranda sem allajafna færu í gegnum Mosfellsbæ til þess eins að komast til borgarinnar.“