Entries by mosfellingur

Fyrsta hjálp – er þín fjölskylda tilbúin?

Oft eru það aðstandendur og almenningur sem eru fyrstu viðbragðsaðilar á slysstað og börn eru ekki síður líkleg til þess. Í fyrra var skyndihjálparmaður ársins hjá Rauða krossinum Unnur Lísa Schram, sem bjargaði lífi eiginmanns síns þegar hann fór í hjartastopp. Árið þar á undan var það hin 7 ára gamla Karen­ Sæbjörg Guðmundsdóttir, sem […]

Okkar Mosó: Niðurstöður íbúakosningar

Kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó er lokið. Alls bárust 1.065 atkvæði sem nemur um 14% kosningaþátttöku. Það er meiri kosningaþátttaka en mælst hefur í sambærilegum verkefnum í Reykjavík og Kópavogi. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem hefur slegist í hópinn með þeim tveimur fyrrnefndu og framkvæmt lýðræðislegt samráðsverkefni eins og Okkar Mosó sem felur í sér […]

Mosöld fer fram um helgina – bærinn fyllist af blökurum

Um helgina er Blakdeild Aftureldingar gestgjafi á einu stærsta fullorðinsmóti sem haldið er á Íslandi, öldungamótinu í blaki eða Mosöld 2017 eins og mótið heitir í ár. Mótið er fyrir þá sem eru 30 ára og eldri og er um að ræða mjög stóran viðburð þar sem 167 lið eru skráð til leiks og reikna […]

Æfingahópurinn þinn

Ég hef verið tengdur íþróttum og hreyfingu síðan ég var smá gutti. Hef æft með ýmsum hópum og félögum. Þrótti, Fylki, Aftureldingu, ÍR og Mjölni, svo nokkur séu nefnd. Ég tilheyri í dag tveimur æfingahópum. Þjálfa og held utan um annan og er þátttakandi í hinum. Hver æfingahópur hefur sína menningu. Hún er mótuð af […]

Afhentu ágóða styrktarkvölds

Þann 24. mars héldu UMFUS félagar kóte­lettu-styrktarkvöld líkt og í fyrra fyrir sína menn í Ungmennafélaginu ungir sveinar. Boðið var upp á dýrindis kótelettur framreiddar af Ragnari Sverrissyni hjá Höfðakaffi. Aðrir styrktaraðilar voru Víking, Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Norðlenska. Umfus vill koma á framfæri þökkum til allra sem styrktu þetta góða málefni með nærveru sinni, framlögum […]

„Þú endar á því að moka skurði drengur“

Vilhjálmur Þór Matthíasson er eigandi og framkvæmdastjóri Fagverks verktaka sem er framúrskarandi fyrirtæki Vilhjálmur Þór tók á móti mér á skrifstofu sinni í Flugumýri. Hvert sem litið var, bæði á inni- og útisvæði, mátti sjá vörubíla, malbikunarvélar, gröfur, valtara og aðrar stórvirkar vinnuvélar. Villi, eins og hann er ávallt kallaður, stofnaði fyrirtækið Fagverk árið 2004. […]

Styttist í að íþróttamiðstöð GM verði tekin í notkun

Miðsvæðis á Hlíðavelli er nú verið að leggja lokahönd á glæsilega íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Fyrir ári síðan, þann 1. apríl 2016, tóku ungir kylfingar fyrstu skóflustunguna og í dag er uppbygging á húsinu á lokasprettinum. Á Hlíðavelli hefur átt sér stað mikil uppbygging á 18 holu golfvelli frá árinu 2004. „Það eru miklir uppgangstímar hjá […]

Hafa gróðursett 1,4 milljónir plantna

Fréttabréf Skógræktarfélagsins kom út á síðum Mosfellings þann 6. apríl. Aðalfundur félagsins verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar Kyndils, Völuteigi 23, Mosfellsbæ, mánudaginn 10. apríl kl. 20.00. Fyrir utan hefðbundin aðalfundastörf mun Bjarni diðrik Sigurðsson flytja erindið Vatnið og skógurinn. Þar ræðir hann um eitt mikilvægasta umhverfismál samtímans sem eru vatnsmálin og fjallar um mikilvægi skógarins í […]

Bæði karla- og kvennalið Aftureldingar í úrslitum

Sannkölluð bikarhelgi er framundan í blakinu en bæði úrvalsdeildarlið Aftureldingar í blaki munu leika í undanúrslitum á föstudaginn 7. apríl. Stelpurnar eiga titil að verja en þetta er í fyrsta skipti sem strákarnir komast í Laugardalshöllina. Stelpurnar leika gegn Þrótti Nes. kl. 14 á föstudag og Strákarnir spila gegn Vestra Ísafirði kl. 20. Markmið beggja […]

Lykilmenn framlengja

Mikk Pinnonen og á Ernir Hrafn Arnarson hafa skrifað undir nýjan samning til eins árs við handknattleiksdeild Aftureldingar. Þessir öflugu leikmenn eru lykilmenn í sterku liði Aftureldingar og er mikill fengur að halda þeim næsta vetur í Mosfellsbænum. Mikk kom til liðs við Aftureldingu í byrjun árs 2016 og er einn öflugasti sóknarmaðurinn í Olísdeildinni. […]

Afgangur af rekstri Mos­fellsbæjar á síðasta ári

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 var lagður fram í bæjarráði á miðvikudag og jafnframt tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Tekjur ársins námu alls 9.105 milljónum, launakostnaður 4.151 milljónum og annar rekstrar­kostnaður 3.640 milljónum. Framlegð er því 1.314 milljónir en að teknu tilliti til fjármagnsliða er rekstrarafgangur A og B hluta 380 milljónir. Veltufé frá […]

Leiðinlegi gaurinn

Systir mín kom í heimsókn um daginn. Sem var gaman, hún er alltaf hress. Svo er hún flott mamma, á hana Ylfu sem er að verða eins og hálfs árs gamall gleðigjafi. Hún, systir mín, ekki Ylfa, bauð mér nammi, piparhúðaðar möndlur. Geggjað stöff sagði hún. En ég afþakkaði. Borða ekki nammi. Hún horfði á […]

Áfallasjóður Rauða krossins

Áfallasjóður Rauða krossins er samstarfsverkefni deilda á Stór-Reykjavíkursvæðinu, það er Mosfellsbæjar-, Kópavogs-, Reykjavíkur-, Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar. Áfallasjóðurinn var stofnaður í árslok 2015. Stofnun hans kom til þar sem ljóst var að margir sem lenda í tímabundnum vanda vegna ófyrirsjáanlegra áfalla eiga í engin hús að venda ef þeir þurfa stuðning til að yfirstíga vanda sem […]

#mosoheilsa

Nú er vorið að nálgast og segja þeir allra jákvæðustu að það hafi nú verið meira og minna vor í allan vetur! Menningarvorið er allavega gengið í garð og var okkur boðið upp á mannbætandi og heilsueflandi samverustundir á bókasafninu síðustu tvo þriðjudaga. Krókusarnir eru komnir upp í görðum á víð og dreif og lóan […]

Ætla að gefa restina af eggjunum

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að grípa til þess ráðs að gefa egg í Mosfellsbæ í dag. Hægt verður að næla sér í eggjabakka á Teigi þar sem Brúnegg voru til húsa. „Við erum með 12.000 egg sem við annars þyrftum að farga. Í allri þessari umræðu um matarsóun fannst okkur ekki annað koma […]