Hún er engri lík hún póli-tík

oddvitar_mosfellingur_sveinbjörn

Kjósendur í Mosfellsbæ geta valið á milli átta framboða í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 26. maí. Í nýjasta tölublaði Mosfellings sitja oddvitar framboðanna fyrir svörum. Hér er á ferðinni oddviti Framsóknarflokksins.

Nafn:
Sveinbjörn Ottesen.

Aldur:
58.

Gælunafn:
„Ásinn.“

Starf:
Verkstjóri.

Fjölskylduhagir:
Kvæntur Olgu Bragadóttur, 4 dætur og 3 barnabörn.

Hvar býrðu?
Hér í Mosó, en ekki hvað?

Hvað hefur þú búið lengi í Mosó?
13 ár … happatala 🙂

Hvað áttu marga vini á Facebook?
861.

Um hvað snúast kosningarnar 2018?
Stærð loforðanna og heilindin til að efna þau.

Hver er merkasti Mosfellingurinn?
Biggi í Gildrunni.

Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar?
Kk/kvk // 60/40 @ 19-86 ára.

Hefur þú komist í kast við lögin?
Uppkast, hláturskast eða Kringlukast?

Er pólitík skemmtileg?
Hún er engri lík hún póli-tík.

Uppáhaldsviðburður í Mosó?
Dagarnir þegar Mosfellingur kemur út.

Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag?
Of marga.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ?
Hvaða staður í bakgrunni þar sem konan mín er í forgrunni.

Besti matur í Mosó?
Hundasúrurnar í hlaðvarpanum á Reykjum (já, ég stelst stundum).

Eitthvað sem fólk veit ekki um þig?
Ég get grátið.

Hverja tækir þú með þér á eyðieyju?
Geira í Kjötbúðinni og Svan hjá Grillvagninum.

Hvað finnst þér vanta í Mosó?
Meira af framsóknarmönnum … og Leeds-urum.

Síðasta SMS sem þú fékkst?
Sko, við getum þetta … áfram X-B.

Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn?
Ertu að ýja að því að við náum ekki hreinum meirihluta?

Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar?
Ertu að ýja að því að við náum ekki hreinum meirihluta?

Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó?
Mun árangurinn í Mosó spila rullu á landsvísu?

Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista?
Hvar annars staðar getur þú kosið Ottesen?

—–

Kynning á framboðslista Framsóknarflokksins – Berjumst fyrir því sem okkur er hjartfólgnast

Framsóknarfélag Mosfellsbæjar á Facebook