Entries by mosfellingur

Allt í ru$li

Það er óhætt að segja að það hafi staðið styr um Sorpu undanfarnar vikur, eftir að það kom í ljós að það vantar rúmar 600 milljónir til þess að klára byggingu á gas- og jarðgerðarstöðinni sem verið er að byggja í Álfsnesi. Þar fyrir utan þurfti að stækka móttökustöðina í Gufunesi og kaupa tæki þar […]

Haustið gengur í garð

Það er einhvern veginn alltaf ákveðinn léttir þegar fer að hausta, skólarnir byrja, laufblöðin falla, æfingar barnanna falla í fastar skorður og þar með lífið í heild. Sumarið var náttúrulega dásamlegt hjá okkur í Mosfellsbæ og Aftureldingu, veðrið lék við hvern sinn fingur og til dæmis á fótboltaleikjum meistaraflokkanna var stúkan þéttsetin á flestum heimaleikjum. […]

Áherslur í uppeldi

Þegar fjölskyldur fá sér hund er ekki óalgengt að farið sé á hundanámskeið þar sem fjölskyldan lærir að umgangast hundinn og siða hann þannig að hundurinn teljist hlýðinn og góður. Þegar barn kemur í heiminn er sjaldnast farið á námskeið um barnauppeldi. Áhugasamir foreldrar ná sér reyndar í bækur um ungbörn og atlæti þeirra og […]

Fólkið mitt

Þegar maður spyr fólk hvað skipti það mestu máli í lífinu nefna flestir fjölskylduna og/eða nána vinir sem eitt af því mikilvægasta. Fólkið manns. Samt er raunveruleiki margra sá að þeir forgangsraða lífinu þannig að fólkið sem skiptir þá mestu máli verður útundan. Mikil vinna og stundum tíma­krefjandi áhugamál eru á undan í forgangsröðinni. Fólkið […]

Að finna gleðina og bæta gæðin í lífinu á ný

Í lífi manna gengur mismikið á en hjá flestum safnast upp með tímanum atvik og tilfinningar sem erfitt getur verið að vinna úr. Sumt er meðvitað en annað ómeðvitað og það getur verið erfitt að átta sig á því. Ég er þarna engin undantekning og eftir því sem leið á, fann ég að eitthvað var […]

Enduropnun Krónunnar eftir breytingar og betrumbætur

Verslun Krónunnar í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum á síðustu vikum og má segja að um enduropnun sé að ræða. Búið er að opna bæði kjúklingastað og sushivinnslu í búðinni og verslunin almennt tekin í gegn. Sjálfsafgreiðslukassar hafa verið teknir í notkun, nammibarinn fjarlægður og plastpokar á útleið. Krónan er stór vinnustaður en þar eru […]

Fagna 10 ára afmæli Sprey

Hárstofan Sprey fagnaði á dögunum 10 ára afmæli með mikilli veislu. Hárstofan er staðsett í Háholti við hlið Krónunnar. Katrín Sif Jónsdóttir stofnaði fyrirtækið fyrir áratug, þá 21 árs, og á Sprey í dag með Dagnýju Ósk Dagsdóttur. „Okkur líður vel hér og íbúum Mosfellsbæjar fjölgar ört. Tíminn hefur verið ótrúlega fljótur að líða og […]

Bjóða upp á íþróttatíma eftir vinnu

Mosfellsbær hefur keyrt þróunarverkefnið „Heilsueflandi samfélag“ í samvinnu við Heilsuvin og Embætti landlæknis í þónokkur ár og eins og áður miðar verkefnið að því að setja heilsueflingu í forgrunn í allri þjónustu sveitarfélagsins. Í mannauðsstefnu Mosfellsbæjar er lagður metnaður í að skapa heilsueflandi vinnustaðamenningu fyrir starfsmenn og gera starfsmönnum aðgengilegra að huga að hreyfingu og […]

Þátttökumet á Weetos-mótinu

Weetos-mótið í knattspyrnu var haldið við frábærar aðstæður á Tungubakkavelli lokahelgina í ágúst. Mótið er hluti af bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, og var sett þátttökumet í ár. Um 270 lið í 6. og 7. flokki karla og kvenna tóku þátt í mótinu í ár og komu lið hvaðan­æva af landinu til að taka þátt […]

Elskar að vera þar sem kátínan er

Bjarney Einarsdóttir eða Badda eins og hún er ávallt kölluð er mikill fagurkeri og leggur mikinn metnað í allt sem hún gerir. Heimili hennar ber þess sannarlega merki enda er þar fallegt um að litast. Badda hefur lengi haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur tísku og förðun og fylgist ávallt með því nýjasta á […]

Þakklæti bætir, hressir og kætir

Vonandi hafa allir notið sumarsins og bæjarhátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og/eða vina og náð að hlaða sig orku og jákvæðni fyrir veturinn. Mantran um það að „lifa og njóta“ hefur farið hátt á undanförnum misserum og snýst hún ekki hvað síst um mikilvægi sáttar og þakklætis. Í stað þess að einblína á það sem við […]

Unnið með stoðkerfisvandamál í vatnsleikfimi og tabata tímum

Núna er komið á þriðja ár sem Mosfellsbær hefur boðið starfsmönnum sínum upp á fjölbreytta íþróttatíma. Ég er búin að fá að þróast með í þessu verkefni sem kennari og verð að segja að þetta er eitt skemmtilegasta framtak sem ég hef unnið að. Ég hef séð um tíma í sundi og sal þar sem […]

Heyrir barnið þitt hvað þú segir?

Þegar ég var strákur fór mamma með mig til heyrnarlæknis. Líklega var þetta háls- nef og eyrnalæknir en hans hlutverk var að kanna hvort heyrnin væri í lagi. Mömmu fannst ég nefnilega ekki heyra nógu vel. Niðurstaða læknisins var að það var lítið að heyrninni. Ég veit ekki til þess að mamma hafi gert neitt […]

Stöndum vörð um mannréttindi

Þann 6. október 1982 var Rauði krossinn í Mosfellsbæ stofnaður í Hlégarði og fagnar því 37 ára afmæli sínu um þessar mundir. 119 árum áður hafði Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) verið stofnað og 56 árum eftir það, árið 1919 var Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans stofnað. Burðarás hreyfingarinnar eru hugsjónirnar 7; mannúð, óhlutdrægni, […]

Fyrirmynd og innblástur fyrir konur í tónlist

Á sérstakri hátíðardagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima var tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyförð, betur þekkt sem GDRN, útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2019. Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Björk Ingadóttir formaður nefndarinnar Guðrúnu verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni. Með sinn eigin feril í þrjú ár […]