Entries by mosfellingur

Konur eru líka öflugar

Undirbúningur sjálfstæðismanna til sveitastjórnarkosninga í vor eru nú í fullum gangi. Margir ólíkir einstaklingar með ólíkar skoðanir gefa kost á sér sem mér finnst mjög jákvætt því það leiðir til fjölbreyttra hugmynda um hvernig hægt sé að gera Mosfellsbæ að betri bæ til að búa í, þótt gott sé að búa þar í dag og […]

Jólakveðja

Bæjarstjórn er nú komin í jólafrí og lítið að frétta úr bæjarpólitíkinni. Búið að afgreiða fjárhagsáætlun og komin tími á jólaundirbúning og jólagleði. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í maí og ef að líkum lætur færist fjör og líf í bæjarmálin og stjórnmálaumræðu þegar kemur fram á nýja árið. Það eru mörg verkefnin sem sinna þarf í […]

Helga gefur kost á sér í 2. sæti

Helga Jóhannesdóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksin sem fer fram 5. febrúar. Helga er nefndarmaður í skipulagsnefnd, hún hefur verið varabæjarfulltrúi tvö kjörtímabil, setið í fræðslu­nefnd og verið varamaður í fjölskyldu­­nefnd. Helga er viðskipta­fræðingur að mennt, hún er með meistargráðu í stjórnun og stefnumörkun og með meistargráður í opinberri stjórnsýslu. Helga […]

Hilmar Stefánsson sækist eftir 6. sæti

Hilmar Stefánsson býður sig fram í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 5. febrúar 2022. Hilmar starfar sem framkvæmdastjóri MHG Verslunar. „Ég flutti í Mosfellsbæinn 1998 til að spila handbolta með Aftureldingu. Upphaflega átti það að vera eitt ár en hér líður mér vel og árin orðin 23. Ég hef alltaf […]

Ragnar Bjarni gefur kost á sér í 4. sæti

Ragnar Bjarni Zoëga Hreiðarsson gefur kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ þann 5. febrúar næstkomandi. „Ástæðan fyrir ákvörðun minni er að mér hefur fundist vanta að rödd unga fólksins heyrist í málum bæjarins þegar horft er til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að gera Mosfellsbæ að enn […]

Efnt til hugmyndasamkeppni um miðbæjargarð

Mosfellsbær hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt. Gerður verður samningur við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um að halda utan um undirbúning og framkvæmd hugmyndasamkeppninnar. Í deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir miðbæjargarði við Bjarkarholt. Svæðið er um hálfur hektari að stærð og tillaga um garðinn byggist meðal annars á […]

Hef alltaf haft gaman af því að skapa

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir fatahönnuður og klæðskeri er hönnuðurinn á bak við fata- og fylgihlutamerkið Sif Benedicta. Á dögunum opnaði hún verslun og vinnustofu ásamt tveimur öðrum hönnuðum í fallegu húsi við Laugaveg en þar má finna kvenföt og fylgihluti sem unnin eru úr hágæðaefnum. Hún segir móttökurnar hafa gengið vonum framar og er ánægð með […]

„Landsbyggðarkaupfélag“ á Múlalundi

Á Múlalundi er eina ritfangaverslunin í Mosfellsbæ. Reyndar er verslunin ekki einungis ritfangaverslun heldur eins konar „landsbyggðarkaupfélag“ sem selur alls konar. Í versluninni fást ritföng, bækur, ljósritunarpappír, púsl, jólavörur, ljósaseríur úti og inni, límbönd, prjónar, kaffi og kex svo eitthvað sé nefnt. Nú er tími til að setja upp ljósaseríur úti sem inni, á Múlalundi […]

Jólagjöfin í ár

Nú er sá árstími þar sem margir eru að brjóta heilann um hvað skuli gefa í jólagjafir. Slíkt getur stundum verið þrautin þyngri þar sem mörg okkar eiga nóg af alls konar. Fæstir vilja hvorki gefa né fá óþarfa og þá er bara að leggja höfuðið í bleyti. Loftslagsvænar jólagjafirSífellt fleiri eru orðnir meðvitaðir um […]

Eilíf hækkun launa íslensku elítunnar – Æðstu embættismannanna

Á ensku talað um „conflict of interest,“ þ.e. þegar atvik valda því hagsmunir aðila rekast á. Einn aðilinn getur verið sá sem hefur umboðið (e. agent) og hinn umboðsveitandinn (e. principal). Það kann að vera að hagræðing sé því að veita einhverjum umboð. Hvað getur gerst þegar umboðsveitandinn er ekki viðstaddur, farið er út fyrir […]

Júlíana sækist eftir 5. sæti

Júlíana Guðmundsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins sem fram fer 5. febrúar 2022. „Ég hef mikinn áhuga og metnað til þess að starfa fyrir sveitarfélagið og kynnast því góða starfi sem hefur átt sér stað í Mosfellsbæ og enn fremur tel ég að menntun mín […]

Kári Sigurðsson gefur kost á sér í 4.-6. sæti

Kári Sigurðsson býður sig fram í 4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer í janúar. Kári 30 ára gamall og uppalinn Mosfellingur frá blautu barnsbeini. Kári hefur starfað í félagsmiðstöðinni Bólinu og sem flokksstjóri og launafulltrúi í vinnuskóla Mosfellsbæjar á sínum yngri árum. Unnusta Kára heitir Ásta Ólafsdóttir þjónustu og sölustjóri hjá […]

Undirbúningur Orkugarðs í Reykjahverfi hafinn

Nýting á heitu vatni á Íslandi á sér sterka sögulega skírskotun til Reykjahverfis og þar er ennfremur upphaf nýtingar á heitu vatni á Íslandi en Stefán B. Jónsson bóndi á Reykjum leiddi fyrstur manna heitt vatn inn í íbúðarhús á Íslandi árið 1908. Í því ljósi hafa vaknað hugmyndir um að reistur verði Orkugarður í […]

Þóra Björg býður sig fram í 5. sæti

Þóra Björg Ingimundardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem verður haldið 5. febrúar. Þóra Björg er viðskiptafræðingur og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum innan stúdentafélaga bæði í menntaskóla og háskóla. „Ég hef búið í Mosfellsbæ allt mitt líf og vil því leggja mitt af mörkum til […]

Sá elsti og virtasti

Kæru Mosfellingar. Nú hefur Framsóknarflokkurinn legið í dvala hér í bænum okkar svo árum skiptir sem er afar miður fyrir okkar bæjarfélag. Það fer nefnilega ekkert á milli mála að grunngildi flokksins, sem skilað hafa þjóðinni þessum mikla árangri á landsvísu, hafa átt undir högg að sækja hér í Mosfellsbæ. Þetta sést bersýnilega á morgnana […]