Entries by mosfellingur

Hafa alla tíð verið umkringd dýrum

Bjarni Bjarnason og Nina Baastad reka húsdýragarðinn á Hraðastöðum í Mosfellsdal. Á Hraðastöðum í Mosfellsdal er fjölbreytt dýralíf svo vægt sé til orða tekið en Húsdýragarðurinn þar nýtur sívaxandi vinsælda en hann hefur verið starfræktur frá árinu 2013. Ábúendurnir á bænum, Bjarni, Nina og dætur þeirra, hafa tekið á móti leik- og grunnskólabörnum frá árinu […]

Úthlutað úr Klörusjóði

Mánudaginn 9. maí voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Í ­sjóð­inn getur sótt starfsfólk skóla- og frí­stundastarfs og verkefnin geta verið samstarfsverkefni bæði innan og utan skóla. Í ár var áhersla lögð á umhverfisfræðslu og fengu Krikaskóli og Helgafellsskóli úthlutað […]

Uppbygging á Blikastöðum – áhersla lögð á fjölbreytta byggð

Mosfellsbær og Blikastaðaland ehf. hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu sjálfbærrar og mannvænnar byggðar í landi Blikastaða. Í tillögum hefur verið gengið út frá því að sett verði viðmið um að svæðisnýting á þróunarás Borgarlínu verði um 0,4. Til viðmiðunar er Helgafellshverfi þéttast í 0,65 og á Hlíðarenda í Reykjavík 1,4.Blikastaðaland, sem er um 87 hektarar að […]

Heilsuefling og kosningar

Tveir dagar í kosningar. Það skiptir máli hverjir stjórna. Heilsuefling er mér ofarlega í huga þegar ég velti því mér hvaða framboð á að fá kross í kjörklefanum. Ég er búinn að skoða nokkuð vel hvað framboðin segja um heilsueflingu okkar bæjarbúa og hvað þau hafa í hyggju að gera á því sviði. Það sem […]

Mannvænt eða bílvænt skipulag?

Í huga mínum er Mosfellsbær grænn og nútímalegur bær. Hér er góður aðgangur að óspilltri náttúru og grænum svæðum, byggðin fjölbreytt og í góðu samræmi við umhverfi sitt. Þegar ég var í fæðingarorlofi með litlu stúlkuna mína var ég duglegur að ganga með hana í kerrunni sinni. Ég held að ég hafi á þessum sumarmánuðum […]

Hvað er vinstri og hvað er grænt?

Um þessar mundir er leitun að stjórnmálaflokki sem á jafnt lítið erindi inn í stjórnmál og Vinstri græn. Hvort sem litið er til þátttöku þeirra í ríkisstjórn eða sveitarstjórn. Flokkur sem málar sig upp í sterkum litum, en á bak við þá er ekkert vinstri og ekkert grænt lengur. Þetta sést hvað gleggst í stuðningi […]

Hvers vegna eru fjármálafyrirtækin í forgangi?

Tenging við börnin okkar á því aldursskeiði sem þau þurfa mest á okkur að halda er mikilvæg. Þegar dætur okkar hjóna voru kornungar starfaði með mér kona, alveg hreint einstök kona sem er fóstra. Hún sagði við mig, er hún sá mig með dætrunum eitt sinn, að við þyrftum að nýta tímann okkar vel með […]

Takmörkuð aðkoma bæjarstjórnar að samningi um Blikastaðaland

Á fundi bæjarstjórnar 4. maí sl. var samþykktur samningur Blikastaðalands ehf. sem er í eigu Arion banka og Mosfellsbæjar um uppbyggingu á Blikastaðalandi.Samningurinn var samþykktur með 5 atkvæðum fulltrúa meirihlutans. Þar sem ég fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar átti enga aðkomu að þessum samningi sat ég hjá við atkvæðagreiðsluna. Samningurinn er líklega sá stærsti sem […]

Vöndum vinnubrögðin við stækkun bæjarins

Framsókn í Mosfellsbæ styður áframhaldandi uppbyggingu á íbúðarhúsnæði fyrir alla aldurs- og tekjuhópa. Annað væri óábyrgt miðað við stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag. Sú staða hefur áhrif á flest heimili meðal annars í gegnum vaxandi verðbólgu. Margir finna fyrir skorti á húsnæði og þá sérstaklega unga fólkið en einnig þeir sem eldri eru. Húsum þar […]

Mosfellsbær er staðurinn …

… sem fokking ól mig upp! Svo sagði í laginu hans Dóra DNA, Mosó, sem kom út árið 2004.Það eru án efa fleiri en ég sem tengja við þennan texta, enda þarf samfélag til að ala upp börn. Ég fluttist í Mosfellsbæ eins árs og hef búið hér að stærstum hluta síðan en eins og […]

Leitin að miðbænum

Forsendubreytingar í skipulagsmálumMosfellsbær hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og nú lítur út fyrir að á næstu árum muni eiga sér stað enn meiri uppbygging innan bæjarfélagsins. Áætla má að fjöldi bæjarbúa verði kominn yfir 30.000 eftir um 20 ár. Þegar svona stendur á er nauðsynlegt að staldra við og spyrja hvort ekki hafi […]

Nokkur orð um leikskóla

Nú þegar kosningabaráttan er að líða undir lok langar mig að nefna eitt málefni sem hefur ekki fengið mikla umræðu – leikskólamálin. Í Mosfellsbæ komast flest börn inn í dagvistun við 12 mánaða aldur, það er vel gert og má segja að bærinn standi sig betur þar en sum önnur sveitarfélög.Það sem við þurfum að […]

Blikastaðir

Árið 2005 tók ég blaðaviðtal við Sigstein Pálsson sem var síðasti bóndinn á Blikastöðum, hann var þá tíræður en enn mjög ern. Í viðtalinu kemur fram að þess yrði ekki langt að bíða að íbúðabyggð risi á Blikastaðatúnum. Síðan eru liðin 17 ár og Blikastaðaland hefur verið eins og óbyggð eyja milli Reykjavíkur og þéttbýlisins […]

Hlégarð heim!

Félagsheimili okkar Mosfellinga, Hlégarður, á sér orðið rúmlega 70 ára sögu. Félagsheimilið er eitt kennileita bæjarins og hefur verið okkar stolt. Í húsinu hafa lengi verið ýmsir viðburðir haldnir og félagasamtök í bænum til dæmis haft þar athvarf og aðstaðan hefur verið ómetanleg til stuðnings ýmsu félagsstarfi og íbúar og fyrirtæki í bænum hafa í […]

Hvers vegna XD í Mosó á laugardag?

Mosfellsbær er fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag þar sem er gott og eftirsóknarvert að búa.Samkvæmt könnunum eru íbúar með þeim ánægðustu á landinu og hér hefur orðið ein mesta hlutfallslega fjölgun íbúa undanfarin ár. Samfara þessari þróun hefur verið í gangi mesta framkvæmdaskeið í sögu sveitarfélagsins í uppbyggingu innviða auk þess sem þjónusta við bæjarbúa […]