Mosó 2041 – Smásaga

Guðmundur Hreinsson

Árið er 2041 og Palli er ný orðinn 18 ára en hann fæddist á því herrans ári 2023. Þá var Mosó allt öðruvísi en hún er í dag og margt tekið miklum breytingum frá því að hann fæddist.
Núna býr hann í fallegri blokk í Blikastaðahverfi sem er nálægt stoppistöð borgarlínu sem nær niður að Keldum þar sem er líka flott hverfi. Frá Keldum getur Palli tekið neðanjarðarlest alla leið niður á Lækjatorg en það var hætt við að fara með borgarlínuna alla leið niður í miðbæ þar sem að neðanjarðarlestarkerfi var ódýrara í framkvæmd þegar upp var staðið.
Borgarlínan hefur endastöð rétt hjá heimili Palla en gengur ekki inn í eldri hverfi Mosfellsbæjar þar sem að það þótti ekki viðeigandi að fara með svo stóra vagna í gegnum þessi gömlu grónu hverfi bæjarins.
Í stað þess getur Palli tekið innanbæjarvagna sem eru litlir rafmagnsvagnar og eru þeir allra nýjustu sjálfkeyrandi „Smá söknuður af bílstjórunum,“ hugsar Palli.
Hverfið sem Palli býr í er vistvænt á öllum sviðum og sem betur fer þá var ákveðið að fylgja ströngustu kröfum um dagsbirtu inn í allar íbúðir auk þess sem gerð var mjög rík krafa um græn svæði inn á milli húsa sem hefur þann kost að fólk geti sest niður og notið nærumhverfisins.
Einnig var ákveðið að öll húsin á Blikastöðum yrðu byggð samkvæmt Breeam- og Svansvottun sem gerði það að verkum að öll byggingarefni sem notuð voru sem mest umhverfisvæn. Þetta allt þýddi kannski ekki eins marga íbúa í hverfið eins og til stóð í upphafi en fólk í bæjarstjórn vildi umfram allt meiri gæði fram yfir gróða fjársýslumanna.
Þetta á við um öll hverfi sem hafa byggst upp frá því Palli fæddist. Núna er nýtt hverfi sem nánast umvefur Lágafellið með lágreistri byggð og húsum sem eru mikið til hugsuð út frá sömu forsendum og Blikastaðahverfið þ.e. umhverfisvottuð. Enda fengu þeir sem byggðu slík hús afslátt á fasteignagjöldum í einhver ár ef þeir uppfylltu umhverfisvottun.
Jafnframt var ákveðið að byggja upp með Álfosskvosinni meðfram Varmánni, byggð sem hafði svipaða ásýnd og Kvosin sjálf eða mikið til hús byggð í gömlum stíl en ásamt því þá voru nokkur gömul hús flutt á staðinn. Þarna má finna verslanir og veitingarhús á fyrstu hæð og íbúðir fyrir ofan, þetta hverfi hefur laðað að sér mikið að ungu fólki sem vill hafa líf í kringum sig.
Nú kalla margir þetta miðbæ Mosfellsbæjar sem er að mörgu leiti rétt því að þarna er hugguleg göngugata sem er jafnan fallega skreytt um jól og laðar að sér Íslenska og erlenda ferðamenn á öllum árstímum.
——-
Palli situr við eldhúsgluggann og horfir dreymandi upp í Úlfarsfellið og veltir fyrir sér hvað hann ætti að kjósa í komandi bæjar­stjórnarkosningum. Það er kannski best að kjósa áfram þetta góða fólk sem ákvað að hafa bæinn minn eins og hann er í dag.
Við það stendur Palli upp og töltir af stað út í Lágafellsskóla til að kjósa rétt.

Guðmundur Hreinsson
varabæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar