Nýr kórstjóri Karla­kórs Kjalnesinga

Lára Hrönn Pétursdóttir hefur verið ráðin kórstjóri hjá Karlakór Kjalnesinga en hún tekur við keflinu af Þórði Sigurðarsyni sem lætur af störfum vegna flutninga út á land.

Lára hefur víðtæka reynslu úr tónlistarlífinu, hefur komið að stjórnun barnakóra og sönghópa, hún þekkir aðeins til starfsins hjá Karlakór Kjalnesinga en hún hefur komið fram með kórnum á tónleikum. Lára Hrönn hefur lokið 8 stigum í söng og þrælvön að koma fram, bæði með einsöng og kórum.

Lára Hrönn er búsett í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldu sinni og þess má geta að hún gegndi hlutverki fjallkonu Mosfellsbæjar á 17. júní í ár.