Entries by mosfellingur

Nú kemur þetta hjá okkur!

Ég hef verið iðkandi, þjálfari, foreldri og sjálfboðaliði í Aftureldingu frá því ég flutti í Mosfellsbæ. Á þessum tíma, sem spannar nú nokkra áratugi, hef ég upplifað alls konar, eins og gerist og gengur innan íþróttafélaga. En það sem stendur upp úr fyrir mig er allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst. Að starfa […]

Útsvar og fasteignagjöld

Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar segir að álagningarprósentur fasteignagjalda verði lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats og í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er staðið við það markmið meirihlutans. Það er ánægjulegt að hægt sé að standa við þessa lækkun án þess að þurfa að skera niður í þjónustu við bæjarbúa heldur þvert á […]

Aðstöðuleysi Aftureldingar

Ég er í grunninn frekari bjartsýn og jákvæð manneskja sem ég held að hafi komið sér afar vel í starfi mínu sem formaður Aftureldingar en það verður samt að viðurkennast að það verður erfiðara og erfiðara með tímanum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sl. vor voru væntingar keyrðar upp úr öllu valdi og þar spilar enginn flokkur […]

Fótbolti eða baksund?

Er fótboltinn að éta allar aðrar íþróttir? Eru of margir að æfa fótbolta og of fáir að æfa sund? Þetta eru góðar pælingar sem eiga rétt á sér og var kastað út í kosmósið af góðum Mosfellingi í síðustu viku. Ég hef sjálfur áhuga á mörgum íþróttum og hef prófað ýmsar. Byrjaði að æfa fótbolta, […]

Flottustu hrútarnir í sveitinni

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram mánudaginn 17. október. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum og fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta.Sýningin fór fram á Kiðafelli og voru veitt verðlaun fyrir […]

Útiveran heillar mig mest

Íslandsmótið í golfi fór fram á Vestmannaeyjavelli í sumar. Í karlaflokki fór Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar með sigur úr býtum en hann fór hringina þrjá á 204 höggum eða 6 undir pari vallarins.Kristján Þór hefur notið mikillar velgengni á golfferli sínum en hann vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil aðeins 17 ára gamall. Kristján Þór […]

Síðasta úthlutun úr Samfélagssjóði KKÞ

Laugardaginn 22. október fór fram þriðja og síðasta úthlutun styrkja úr Samfélagssjóði KKÞ.Sjóðurinn var stofnaður eftir félagsslit Kaupfélags Kjalarnesþings og eftir þessa þriðju úthlutun verður sjóðurinn lagður niður. Sjóðurinn hefur alls úthlutað vel á sjöunda tug milljóna til hinna ýmsu samfélagsverkefna á fyrrum félagssvæði kaupfélagsins sem nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjósarhrepp. Um síðustu helgi […]

Blakdeildin gefur 2.300 endurskinsmerki

Í síðustu viku voru afhent um 2.300 endurskinsmerki til leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar. Þessi merki eru með Aftureldingarmerkinu á og eru gefin börnum í tveimur efstu árgöngum í leikskólum bæjarins og öllum grunnskólabörnum. Blakdeild Aftureldingar hefur leitað til fyrirtækja í Mosfellsbæ og nágrenni til að styrkja þetta þarfa verkefni og er ákaflega þakklát þeim fyrirtækjum […]

Tengsl og seigla

Ég hitti gamlan félaga í vikunni. Við höfum þekkst lengi. Ég man ekki alveg nákvæmlega hvernig við kynntumst, rámar í að það hafa verið í bekkjarpartýi í MS en þáverandi kærasta hans (og núverandi eiginkona – svo ég vitni í Leibba okkar gröfu) var með mér í ansi hreint skemmtilegum bekk. Þessi félagi er einn […]

Aldursvænt samfélag

Í hvernig samfélagi viljum við búa? Sennilega viljum við öll búa í samfélagi þar sem við upplifum að við séum virt að verðleikum og að þörfum okkar sé mætt þar sem við erum stödd hverju sinni. Meðalaldur landsmanna fer hækkandi og það er fagnaðarefni. Fjölgun eldri borgara kallar á aukinn fjölbreytileika í þjónustu fyrir þann […]

Að reka sveitarfélag

Á síðustu vikum hefur sveitarstjórnarfólk af öllu landinu komið saman til að fjalla um rekstur og málefni sveitarfélaga. Í lok september var haldið Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga og í október var fjármálaráðstefna. Það er mjög gagnlegt fyrir fólk sem kemur að því að stýra þessum mikilvægu innviðum um allt land að hittast og bera saman […]

Lífrænn úrgangur er auðlind

Mosfellingar bíða eflaust spenntir eftir að innleiðing á samræmdu úrgangsflokkunarkerfi höfuðborgar­svæðisins líti dagsins ljós og verði að veruleika. En hingað til hefur ekki verið samræmi milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í þessum málum. Lagt er til að almenn sorphirða muni skiptast í lífrænan eldhúsúrgang, blandað heimilissorp, pappír/pappa og plast. Fyrir okkur Mosfellinga er viðbótarflokkun á lífrænum […]

Leiruvogurinn okkar

Loksins er búið að friðlýsa Leiruvoginn. Það var kominn tími til. Þvílík gersemi og útivistarpardís sem við eigum rétt fyrir framan nefið á okkur. Alveg sama hvort þér finnst gaman að ganga, skokka, hjóla, vera á hestbaki eða spila golf, þetta svæði býður upp á marga möguleika. Áhugamenn í náttúruskoðun geta unað sér vel: Þetta […]

Framtíðarsýn í atvinnumálum

Á yfirstandandi ári náði Mosfellsbær þeim merka áfanga að komast yfir 13 þúsund manns í íbúafjölda, sem er merkilegur áfangi. Sér í lagi ef við spólum rúma tvo áratugi aftur í tímann eða í kringum aldamót, þá voru íbúar rétt um 6 þúsund. Á þeim tíma voru Leirvogstungu- og Helgafellshverfin enn fjarlægur draumur, sama má […]

Ungt fólk hefur alltaf heillað mig

Örlygur Richter fyrrverandi skólastjóri var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Örlygur Richter var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní sl.Örlygur hefur starfað lengi við stjórnunarstörf, hann segir að í upphafi hafi það verið áskorun en hann hafi alla tíð reynt að […]